Erlent

Öllum harmdauði

Óli Tynes skrifar
Charlie var iðinn við ósiðinn.
Charlie var iðinn við ósiðinn.

Sígarettu Charlie hefur safnast til feðra sinna, 52 ára að aldri. Charlie var sjimpansi og átti heima í dýragarði í Bloemfontain í Suður-Afríku. Hann byrjaði að reykja á unga aldri þegar gestur í garðinum fleygði til hans logandi sígarettu.

Það þurfti ekki meira til. Charlie varð forfallinn reykingasjimpansi og gestir voru ósparir á retturnar, þótt starfsmenn dýragarðsins reyndu að venja apann af þessum ósið. Þúsundir manna komu í dýragarðinn til þess helst að sjá tiktúrurnar í honum.

Yfirgæslumaður dýragarðsins sagðist ekki halda að sígaretturnar hafi orðið Charlie að fjörtjóni. Hann hafi jú orðið 52 ára gamall og það sé tíu árum yfir meðalaldri sjimpansa. Engu að síður verður hann krufinn til að komast að dánarorsökinni.

Gæslumaðurinn sagði að allir muni sakna Charlies, það komi enginn í hans stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×