Erlent

Leðjan flæddi yfir þrjú þorp

Þunnfljótandi leðjan brennir sig í gegnum föt.
fréttablaðið/AP
Þunnfljótandi leðjan brennir sig í gegnum föt. fréttablaðið/AP
Neyðarástandi var lýst yfir í þremur sveitar­félögum í Ungverjalandi í gær eftir að rauð og þunnfljótandi báxítmenguð eiturleðja flæddi um stórt svæði úr álverksmiðju.

Leðjan, sem er úrgangsafurð álverksmiðjunnar Ajkai Timfoldgyar, varð að minnsta kosti fjórum mönnum að bana, en sex að auki var saknað síðdegis í gær. Á annað hundrað manns þurftu á læknismeðferð að halda. Hundruð manna þurftu að forða sér að heiman og bjarga þurfti um hundrað manns undan eiturleðjunni, sem flæddi um allt. Í leðjunni eru efni sem brenna sig í gegnum föt og veldur alvarlegum brunasárum.

Síðdegis í gær höfðu um milljón rúmmetrar af leðjunni flætt út úr verksmiðjunni, sem er í bænum Ajkai suðvestur af höfuðborginni Búdapest, og breiðst út um fjörutíu ferkílómetra svæði. Á því svæði eru þrjú þorp, en hætta er á að leðjan fari víðar og jafnvel út í fljótin Dóná og Raba.

Unnið var að því í gær að dæla fleiri hundruð tonnum af gifsi út í ána Marcal til að stöðva flæði leðjunnar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×