Erlent

Reynt að verja Evrópu úr fjarlægð

Óli Tynes skrifar
Bandaríkjamenn  nota einkum Hellfire eldflaugar til árásanna í Pakistan.
Bandaríkjamenn nota einkum Hellfire eldflaugar til árásanna í Pakistan.
Mjög hertar eldflaugaárásir Bandaríkjamanna á stöðvar hryðjuverkamanna í Pakistan undanfarnar vikur eru raktar til fyrirhugaðra árása á stórborgir í Evrópu. Hussein Haqqani sendiherra Pakistans í Bandaríkjunum staðfesti þetta í viðtali við bresku fréttastofuna BBC.

Samsæri hryðjuverkamanna gengur útá að gera sjálfsmorðsárásir eins og þá sem gerð var á Mumbai á Indlandi fyrir tveim árum. Þar voru á ferðinni tíu menn vopnaðir hríðskotarifflum og handsprengjum sem drápu alla sem þeir náðu til þartil þeir voru sjálfir skotnir. Hátt á annað hundrað manns létu lífið.

Á síðasta mánuði eða svo hafa Bandaríkjamenn gert 26 eldflaugaárásir í Pakistan. Það er meira en í nokkrum einum mánuði síðastliðin sex ár.

Nýjasta árásin var gerð síðastliðinn mánudag. Í henni voru átta hryðjuverkamenn felldir þar af fimm frá Þýskalandi. Um fjórar milljónir múslima búa í Þýskalandi, flestir upprunnir frá Tyrklandi og Pakistan,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×