Erlent Fjórir fórust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í dag. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. Björgunarmenn unnu mörg afrek við að bjarga fólki af húsþökum. Sumum þurfti að bjarga af þökum bíla sinna. Mestu flóð í fimmtíu ár hafa hrjáð Ástrala undanfarna daga. Flóðasvæðið hefur verið stærra en Frakkland og Þýskaland samanlagt. Erlent 10.1.2011 18:16 Hóta verkfalli á brúðkaupsdaginn Stjórnendur neðarnjarðarlesta í Lundúnum hafa hótað því að fara í verkfall á brúðkaupsdegi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Þau gifta sig 29. apríl næstkomandi. Erlent 10.1.2011 15:01 Hópdauði dýra algengur í náttúrunni Það er alvanalegt að fuglar og dýr drepist í stórum hópum og þar er ekkert samhengi á milli, segja líffræðingar sem Associated Press fréttastofan hefur leitað til. Erlent 10.1.2011 14:07 ETA lýsa yfir endanlegu vopnahléi á Spáni Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst yfir endanlegu vopnahléi í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. Erlent 10.1.2011 12:25 Farþegarnir höfðu það verulega skítt Skemmtiferðaskipið Radiance of the Seas varð að snúa aftur til Tampa í Florida í síðustu viku eftir að yfir 150 farþegar fengu svo alvarlega magakveisu að þeir héldu að mestu til á klósettinu. Erlent 10.1.2011 10:46 Sarah Palin fjarlægir dauðalistann af heimasíðu sinni Sarah Palin hefur fjarlægt riffilsigti sem beindist að Arizona á landakorti á heimasíðu hennar. Þingkonan Grabrielle Gifford sem var skotin í höfuðið um helgina var þingmaður demokrata í Arizona. Erlent 10.1.2011 10:18 Komu til þess að ræna gamalmenni Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin. Erlent 10.1.2011 10:03 Facebook floppar í Japan Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook. Erlent 10.1.2011 08:58 Loughner ákærður fyrir banatilræði Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn. Erlent 10.1.2011 08:41 Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu. Erlent 10.1.2011 08:02 Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði. Erlent 10.1.2011 07:12 Dásamlegur dagur Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag. Erlent 10.1.2011 03:00 Danskur hermaður fórst Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær. Erlent 10.1.2011 02:00 Fær þriggja ára fangelsisdóm Tom Delay, fyrrverandi leiðtogi þingmeirihluta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir peningaþvætti. Erlent 10.1.2011 00:00 Baskar mótmæla fangaflutningum Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk. Erlent 9.1.2011 22:00 „Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“ Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. Erlent 9.1.2011 18:35 Viktoría Beckham ófrísk David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz. Erlent 9.1.2011 16:59 Kjósa um sjálfstæði landsins Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba. Erlent 9.1.2011 14:49 Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 9.1.2011 14:30 Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. Erlent 9.1.2011 12:05 Síðasta afmælið sem alþýðustúlka Katrín Middelton væntanleg prinsessa af Bretlandi heldur í dag í síðasta skipti upp á afmæli sitt sem venjuleg alþýðustúlka, en hún mun ganga að eiga Vilhjálm prins hinn 29. apríl næst komandi. Erlent 9.1.2011 09:47 Þingmaðurinn alvarlega særður Gabrielle Giffords þingmaður demókrata frá Arizona í Bandaríkjunum er alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir skotárás í gærkvöldi. Erlent 9.1.2011 09:28 Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð. Erlent 8.1.2011 19:16 Fundu 15 hauslaus lík í Mexíkó Lík fimmtán karlmanna á aldrinum 15 til 25 ára fundust í morgun nærri verslunarmiðstöð í ferðamannabænum Acapulco í Mexíkó. Höfuðin af mönnum höfðu öll verið skorin af. Málið er í rannsókn en talið er að það tengist eiturlyfjaheiminum. Þúsundir hafa látist síðustu ár í ofbeldi tengdu eiturlyfjum sem hefur verið stórt vandamál í landinu. Erlent 8.1.2011 15:22 Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“ Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni. Erlent 8.1.2011 14:28 „Elvis prins“ fæddur í Danmörku María krónprinsessa af Danmörku eignaðist tvíbura í morgun, dreng og stúlku. Hún var lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í gær og í morgun komu börnin svo í heiminn. Erlent 8.1.2011 11:50 Drottning amfetamínsins framseld Kólumbísk stjórnvöld hafa framselt konu, sem er þekkt sem ,,drottning amfetamínsins," til Bandaríkjanna. Konan, sem heitir Beatriz Elena Henao var meðal þeirra tíu efstu á lista Interpol yfir eftirlýstar konur. Erlent 8.1.2011 10:30 Falsaði eigin mannrán Brasílíski fótboltamaðurinn Somalia hefur verið ákærður fyrir að tilkynna lögreglu um mannrán sitt sem aldrei átti sér stað. Somalia hélt því fram að vopnaðir menn hefðu numið hann á brott klukkan sjö að morgni á leið sinni á fótboltaæfingu. Erlent 8.1.2011 10:02 Þrjátíu og fimm ríki eru rekin með halla Þrjátíu og fimm af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna eru rekin með halla á þessu ári. Samanlagður fjárlagahalli þeirra er talinn nema um 16.500 milljörðum íslenskra króna, eða um 140 milljörðum Bandaríkjadala. Næst á eftir hruni húsnæðismarkaðarins er fjárhagsvandi ríkjanna talinn mesti efnahagsvandi sem Bandaríkin eiga nú við að etja. Erlent 8.1.2011 08:00 Sprengdi sig í loft upp til að drepa lögregluforingja Sautján manns í það minnsta fórust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í bænum Spin Boldak í Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu er lögregluforingi, en svo virðist sem árásinni hafi verið beint að honum. Erlent 7.1.2011 23:00 « ‹ ›
Fjórir fórust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í dag. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. Björgunarmenn unnu mörg afrek við að bjarga fólki af húsþökum. Sumum þurfti að bjarga af þökum bíla sinna. Mestu flóð í fimmtíu ár hafa hrjáð Ástrala undanfarna daga. Flóðasvæðið hefur verið stærra en Frakkland og Þýskaland samanlagt. Erlent 10.1.2011 18:16
Hóta verkfalli á brúðkaupsdaginn Stjórnendur neðarnjarðarlesta í Lundúnum hafa hótað því að fara í verkfall á brúðkaupsdegi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Þau gifta sig 29. apríl næstkomandi. Erlent 10.1.2011 15:01
Hópdauði dýra algengur í náttúrunni Það er alvanalegt að fuglar og dýr drepist í stórum hópum og þar er ekkert samhengi á milli, segja líffræðingar sem Associated Press fréttastofan hefur leitað til. Erlent 10.1.2011 14:07
ETA lýsa yfir endanlegu vopnahléi á Spáni Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst yfir endanlegu vopnahléi í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. Erlent 10.1.2011 12:25
Farþegarnir höfðu það verulega skítt Skemmtiferðaskipið Radiance of the Seas varð að snúa aftur til Tampa í Florida í síðustu viku eftir að yfir 150 farþegar fengu svo alvarlega magakveisu að þeir héldu að mestu til á klósettinu. Erlent 10.1.2011 10:46
Sarah Palin fjarlægir dauðalistann af heimasíðu sinni Sarah Palin hefur fjarlægt riffilsigti sem beindist að Arizona á landakorti á heimasíðu hennar. Þingkonan Grabrielle Gifford sem var skotin í höfuðið um helgina var þingmaður demokrata í Arizona. Erlent 10.1.2011 10:18
Komu til þess að ræna gamalmenni Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin. Erlent 10.1.2011 10:03
Facebook floppar í Japan Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook. Erlent 10.1.2011 08:58
Loughner ákærður fyrir banatilræði Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn. Erlent 10.1.2011 08:41
Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu. Erlent 10.1.2011 08:02
Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði. Erlent 10.1.2011 07:12
Dásamlegur dagur Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag. Erlent 10.1.2011 03:00
Danskur hermaður fórst Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær. Erlent 10.1.2011 02:00
Fær þriggja ára fangelsisdóm Tom Delay, fyrrverandi leiðtogi þingmeirihluta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir peningaþvætti. Erlent 10.1.2011 00:00
Baskar mótmæla fangaflutningum Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk. Erlent 9.1.2011 22:00
„Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“ Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. Erlent 9.1.2011 18:35
Viktoría Beckham ófrísk David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz. Erlent 9.1.2011 16:59
Kjósa um sjálfstæði landsins Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba. Erlent 9.1.2011 14:49
Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 9.1.2011 14:30
Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. Erlent 9.1.2011 12:05
Síðasta afmælið sem alþýðustúlka Katrín Middelton væntanleg prinsessa af Bretlandi heldur í dag í síðasta skipti upp á afmæli sitt sem venjuleg alþýðustúlka, en hún mun ganga að eiga Vilhjálm prins hinn 29. apríl næst komandi. Erlent 9.1.2011 09:47
Þingmaðurinn alvarlega særður Gabrielle Giffords þingmaður demókrata frá Arizona í Bandaríkjunum er alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir skotárás í gærkvöldi. Erlent 9.1.2011 09:28
Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð. Erlent 8.1.2011 19:16
Fundu 15 hauslaus lík í Mexíkó Lík fimmtán karlmanna á aldrinum 15 til 25 ára fundust í morgun nærri verslunarmiðstöð í ferðamannabænum Acapulco í Mexíkó. Höfuðin af mönnum höfðu öll verið skorin af. Málið er í rannsókn en talið er að það tengist eiturlyfjaheiminum. Þúsundir hafa látist síðustu ár í ofbeldi tengdu eiturlyfjum sem hefur verið stórt vandamál í landinu. Erlent 8.1.2011 15:22
Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“ Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni. Erlent 8.1.2011 14:28
„Elvis prins“ fæddur í Danmörku María krónprinsessa af Danmörku eignaðist tvíbura í morgun, dreng og stúlku. Hún var lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í gær og í morgun komu börnin svo í heiminn. Erlent 8.1.2011 11:50
Drottning amfetamínsins framseld Kólumbísk stjórnvöld hafa framselt konu, sem er þekkt sem ,,drottning amfetamínsins," til Bandaríkjanna. Konan, sem heitir Beatriz Elena Henao var meðal þeirra tíu efstu á lista Interpol yfir eftirlýstar konur. Erlent 8.1.2011 10:30
Falsaði eigin mannrán Brasílíski fótboltamaðurinn Somalia hefur verið ákærður fyrir að tilkynna lögreglu um mannrán sitt sem aldrei átti sér stað. Somalia hélt því fram að vopnaðir menn hefðu numið hann á brott klukkan sjö að morgni á leið sinni á fótboltaæfingu. Erlent 8.1.2011 10:02
Þrjátíu og fimm ríki eru rekin með halla Þrjátíu og fimm af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna eru rekin með halla á þessu ári. Samanlagður fjárlagahalli þeirra er talinn nema um 16.500 milljörðum íslenskra króna, eða um 140 milljörðum Bandaríkjadala. Næst á eftir hruni húsnæðismarkaðarins er fjárhagsvandi ríkjanna talinn mesti efnahagsvandi sem Bandaríkin eiga nú við að etja. Erlent 8.1.2011 08:00
Sprengdi sig í loft upp til að drepa lögregluforingja Sautján manns í það minnsta fórust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í bænum Spin Boldak í Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu er lögregluforingi, en svo virðist sem árásinni hafi verið beint að honum. Erlent 7.1.2011 23:00