„Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2011 18:35 Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. Gabrielle Giffords þingmaður Demókrata frá Arizona boðaði til samræðufundar við kjósendur fyrir utan verlsunarmiðstöð í Tucson borg í gærdag, þar sem byssumaður gekk upp að henni og skaut hana í höfuðið. Svona lýsir vitni atburðinum: „Mér var litið upp og þá sá ég mann skjóta hana í höfuðið og síðan skaut hann af byssunni í allar áttir." Viðstaddir náðu að yfirbuga byssumanninn og Giffords og aðrir særðir og látnir voru fluttir á sjúkrahús. Um tíma var talið að þingmaðurinn hefði látist en síðar kom í ljós að byssukúlan fór í gegnum höfuð hennar og heila og eru taldar ágætar líkur á að hún nái einhverjum bata. Sex féllu í árásinna, þeirra á meðal formaður fylkisdóms Arizona, níu ára gömul stúlka og einn af aðstoðarmönnum þingmannsins. Árásarmaðurinn er tuttugu og tveggja ára gamall og heitir Jared Loughner. Lögreglustjóri sýslunnar þar sem árásin átti sér stað segir grun leika á að hann gangi ekki heill til skógar, og hafi verið upptekinn af hatursáróðri í garð frjálslyndra stjórnmálamanna. „Hann mun hafa átt í erfiðleikum og við vitum ekki með vissu hvort hann hafi verið einn að verki eða ekki." Giffords studdi m.a. umbætur forsetans á heilbrigðiskerfinu sem voru mjög umdeildar í Arizona og hægriöfgamenn Te-hreyfingarinnar réðust harkalega að henni í kosningabaráttunni í nóvember. „Fólk hefur tilhneigingu til að gera lítið úr þeim níðröddum sem við heyrum sífellt frá fólki hefur atvinnu af því. Þetta kann að vera gert í krafti tjáningarfrelsis en afleiðingarnar eru oft miklar," segir lögreglustjórinn. Barack Obama forseti var sleginn þegar hann tjáði sig um atburðina í gærkvöldi og sagði að Giffords hafi verið að hlusta á raddir fólksins þegar hún var skotin. „Af þeim sökum er þetta meira en harmleikur fyrir þá sem málið varðar. Þetta er harmleikur Arizona og harmleikur allrar þjóðarinnar." Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. Gabrielle Giffords þingmaður Demókrata frá Arizona boðaði til samræðufundar við kjósendur fyrir utan verlsunarmiðstöð í Tucson borg í gærdag, þar sem byssumaður gekk upp að henni og skaut hana í höfuðið. Svona lýsir vitni atburðinum: „Mér var litið upp og þá sá ég mann skjóta hana í höfuðið og síðan skaut hann af byssunni í allar áttir." Viðstaddir náðu að yfirbuga byssumanninn og Giffords og aðrir særðir og látnir voru fluttir á sjúkrahús. Um tíma var talið að þingmaðurinn hefði látist en síðar kom í ljós að byssukúlan fór í gegnum höfuð hennar og heila og eru taldar ágætar líkur á að hún nái einhverjum bata. Sex féllu í árásinna, þeirra á meðal formaður fylkisdóms Arizona, níu ára gömul stúlka og einn af aðstoðarmönnum þingmannsins. Árásarmaðurinn er tuttugu og tveggja ára gamall og heitir Jared Loughner. Lögreglustjóri sýslunnar þar sem árásin átti sér stað segir grun leika á að hann gangi ekki heill til skógar, og hafi verið upptekinn af hatursáróðri í garð frjálslyndra stjórnmálamanna. „Hann mun hafa átt í erfiðleikum og við vitum ekki með vissu hvort hann hafi verið einn að verki eða ekki." Giffords studdi m.a. umbætur forsetans á heilbrigðiskerfinu sem voru mjög umdeildar í Arizona og hægriöfgamenn Te-hreyfingarinnar réðust harkalega að henni í kosningabaráttunni í nóvember. „Fólk hefur tilhneigingu til að gera lítið úr þeim níðröddum sem við heyrum sífellt frá fólki hefur atvinnu af því. Þetta kann að vera gert í krafti tjáningarfrelsis en afleiðingarnar eru oft miklar," segir lögreglustjórinn. Barack Obama forseti var sleginn þegar hann tjáði sig um atburðina í gærkvöldi og sagði að Giffords hafi verið að hlusta á raddir fólksins þegar hún var skotin. „Af þeim sökum er þetta meira en harmleikur fyrir þá sem málið varðar. Þetta er harmleikur Arizona og harmleikur allrar þjóðarinnar."
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent