Erlent

Viktoría Beckham ófrísk

David og Victoria Beckham eiga von á fjórða barninu í sumar.
David og Victoria Beckham eiga von á fjórða barninu í sumar.
David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz.

Talsmaður þeirra segir í samtali við tímaritið People að hjónin séu ótrúlega ánægð með tíðindin. Hjónin sögðu í viðtali á síðasta ári að þau hefðu í nægu að snúast með þrjá stráka á heimilinu - en væru alveg tilbúin að eignast fjórða barnið á næstu árum.

„Ég held að einn daginn, ef ég verð svo heppin að geta eignast fleiri börn, að það verði frábært," sagði Viktoría þá. Og það hefur heldur betur komið á daginn því hún á von á sér í sumar. Synirnir þrír sem eru 11, 8 og 5 ára eru sagðir rosalega spenntir yfir tíðindunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×