Erlent

Netárás mætt með hernaði

Í drögum að nýrri öryggisstefnu Bandaríkjanna vegna netárása kemur fram að í ákveðnum tilvikum verði hægt að líta á slíka árás á mikilvæga innviði landsins sem beina árás gegn Bandaríkjunum, sem hægt verði að svara með árás Bandaríkjahers.

Erlent

Barnaframleiðsla upprætt í Nígeríu

Lögreglan í Nígeríu hefur upprætt svokallaða barnaframleiðslu, sem starfrækt var á The Cross Foundation spítalanum í borginni Abia þar í landi. Alls voru 32 ófrískum konum bjargað þaðan. Lögreglustjórinn í Abia segir að stúlkum á aldrinum 15-17 ára hafi verið haldið þar og þær neyddar til að eignast börn. Börnin voru svo ýmist seld til að hægt væri að nota þau við nornagaldur, eða þau ættleidd.

Erlent

Þýskar löggur í vandræðum með flassara

Lögreglan í Berlín er í vandræðum með flassara sem síðustu mánuði hefur staðið í því að bera sig fyrir framan vegfarendur í miðborginni. Flassarinn hefur margsinnis verið handtekinn en aldrei ákærður og ástæðan er glufa í þýskum lögum.

Erlent

Armstrong vill afsökunarbeiðni

Lögfræðingar hjólreiðakappans Lance Armstrong krefjast nú formlegrar afsökunarbeiðni frá sjónvarpsþættinum 60 mínútur fyrir óréttmætar ásakanir um lyfjamisnotkun en þeir segja þátt um efnið, sem CBS fréttastofan sendi frá sér þann 22. maí síðastliðinn, vera hroðvirknislegan og byggðan á samansafni ósanninda.

Erlent

Kínverjar tala ekki við Norðmenn

Kínverskir ráðamenn hafa algerlega hafnað því að ræða við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Ætlunin var að hún leitaði sátta við Kínverja en sambandið milli landanna hefur verið við frostmark síðan andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.

Erlent

NATO framlengir hernaðaraðgerðir í Líbíu

NATO hefur framlengt íhlutun sína í Líbíu um 90 daga. Anders Foght Rasmussen framkvæmdastjóri bandalagsins segir að þetta sendi skýr skilaboð til Moammars Gaddafi um að haldið verði áfram að verja íbúa landsins fyrir herjum hans.

Erlent

Vanmátu hættuna á flóðbylgjum

Japanir vanmátu hættuna á því að flóðbylgja gæti skollið á kjarnorkuverum landsins líkt og gerðist í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er að gera.

Erlent

Um 35 þúsund börn á flótta í Súdan

Aukin átök í Súdan hafa hrakið tæplega 35 þúsund börn brott frá heimilum sínum undanfarnar tvær vikur. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children sem vara við því að mörg þeirra barna sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar, eigi mjög á hættu að verða fyrir alvarlegu andlegu áfalli og misnotkun.

Erlent

Mladic kominn til Haag

Ratko Mladic, sem sakaður er um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995 hefur eytt fyrstu nótt sinni í fangaklefa í Haag í Hollandi en þangað var hann fluttur í gær eftir að áfrýjun hans var hafnað. Hinn 69 ára gamli fyrrverandi hershöfðingi, sem handtekinn var í síðustu viku, mun mæta fyrir rétt strax á næstu dögum.

Erlent

Segja Svíana hindra hraðlest

Ólíklegt er að hugmyndir norskra samgönguyfirvalda um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda verði að veruleika í bráð. Í Noregi hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi lestar sem færi á allt að 330 kílómetra hraða á klukkustund milli Óslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar en Svíar taka ekki í mál að leyfa meiri hraða en 250.

Erlent

Lyklaþjófar ollu milljónatjóni

Árósar Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku hafa þurft að skipta um lása í um 250 stofnunum í borginni með kostnaði sem hleypur á milljónum. Þjófar komust yfir lykla og lykilnúmer, merkt viðeigandi stofnunum, í innbroti á skrifstofur hreingerningafyrirtækis.

Erlent

Ekkert vitað um uppruna

Sextán manns hafa látið lífið í Þýskalandi og fleiri löndum norðanverðrar Evrópu af völdum E.coli bakteríunnar, sem talið var að hafi borist úr gúrkum frá Spáni. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að E.coli bakterían, sem fannst í gúrkunum, er ekki sömu gerðar og E.coli bakterían sem valdið hefur dauðsföllunum.

Erlent

Mútur og baktjaldamakk í knattspyrnuhreyfingunni

Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins.

Erlent

Mannréttindi áfram brotin

Herforingjastjórnin, sem til bráðabirgða tók við stjórn Egyptalands eftir að Mubarak forseti hraktist frá völdum, er sökuð um alvarleg mannréttindabrot gegn mótmælendum.

Erlent

Segja færri látna en áður var talið

Líklega hafa mun færri látist í jarðskjálftanum á Haítí í upphafi síðasta árs en opinberar tölur segja til um. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID. Skýrslan hefur ekki verið birt enn þar sem lokafrágangur stendur yfir.

Erlent

Hinn grunaði handtekinn

Rustam Makhmudov, maðurinn sem grunaður er um að hafa árið 2006 myrt rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovsköju, var handtekinn í Téténíu í gær.

Erlent

Virðist stefna í nýja pattstöðu

Hvorki sósíalistar né sósíaldemókratar fá meirihluta í þingkosningunum í Portúgal um helgina samkvæmt skoðanakönnunum. Sósíalistum, með José Socrates forsætisráðherra í fararbroddi, er spáð 35 prósentum og stjórnarandstæðingunum í Sósíaldemókrataflokknum, með Pedro Passos Coelho í fararbroddi, álíka miklu. Þrír minni flokkar njóta langtum minni stuðnings.

Erlent

Gaddafí ætlar ekki úr landi

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir að Múammar Gaddafí hafi alls ekki í hyggju að þiggja boð af neinu tagi um að yfirgefa Líbíu til að fá hæli í öðru landi. Brotthvarf Gaddafís frá Líbíu er meginkrafa uppreisnarmanna, sem hafa sótt í sig veðrið undanfarið með aðstoð Atlantshafsbandalagsins.- gb

Erlent

Atvinnuleysi tefur á Írlandi

Sendinefnd AGS á Írlandi hefur lokið fyrstu og annarri endurskoðun efnahagsáætlunar landsins, auk beiðni um endurskoðun áætlunarinnar. Írar fara fram á að breytt verði áherslum í lánveitingum þar sem minni peninga þurfi í byrjun áætlunarinnar en áður hafði verið talið.

Erlent

Kominn í rammgert fangelsi dómstólsins

Ratko Mladic er kominn í fangelsi alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls í Haag, þar sem hann verður leiddur fyrir dómara innan fárra daga. Hann var handtekinn í Serbíu á fimmtudag og framseldur í gær til Haag.

Erlent

Palin og Trump hittust í New York

Viðskiptajöfurinn Donald Trump og Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, áttu fund í New York í kvöld. Ekki hefur verið greint frá fundarefninu en næsta víst er að forsetakosningarnar á næsta ári hafi verið ofarlega á baugi. Náinn samstarfsmaður Trumps segir að fundurinn hafi verið haldinn að frumkvæði Palin.

Erlent

Vilja ekki sjá ólívulitaðar sígarettur

Yfirvöld í Ástralíu vinna nú í því að fá sígarettupökkum þar í landi breytt þannig að sérhannaðar umbúðir framleiðandanna víki fyrir stöðluðum, ólívugrænum umbúðum með fráhrindandi myndum af reykingatengdum sjúkdómum.

Erlent

Gemsar hugsanlegir krabbameinsvaldar

Ný rannsókn bendir til þess að geislar frá farsímum geti valdið krabbameini í heila. Um er að ræða rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, framkvæmdi. Fjallað er um rannsóknina á vef breska ríkisútvarpsins.

Erlent

Forseti Sýrlands heimilar almenna sakaruppgjöf

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur gefið út skipun sem heimilar almenna sakaruppgjöf í Sýrlandi. Sakaruppgjöfin myndi ná til allra pólitískra andstöðuhreyfinga en mótmæli gegn forsetanum hafa nú staðið yfir í landinu í marga mánuði.

Erlent

Börnin sungu saman á meðan skotbardagi geisaði úti

Mörtu Rivera Alanis, 33 ára gömlum mexíkóskum leikskólakennara, tókst að viðhalda ótrúlegri ró meðal nemenda sinna þegar skotbardagi hófst fyrir utan kennslustofuna hennar í Monterrey í Mexíkó síðastliðinn föstudag. Hún örvænti ekki heldur fékk hún öll börnin til að syngja saman og náði auk þess að festa atvikið á myndband með farsímanum sínum.

Erlent

Eitraðar gúrkur: Sænsk kona lést í gær

Sænsk kona lést á sjúkrahúsi í Boras í gær en hún hafði smitast af Ecoli bakteríunni eftir að hafa borðað gúrkur í Þýskalandi. Ecoli faraldur geisar nú í Evrópu en bakterían hefur verið rakin til gúrka sem ræktaðar voru á Spáni.

Erlent

Stórfótur slær í gegn á YouTube

Nýtt myndband sem sumir vilja meina að sýni goðsagnaveruna Bigfoot, eða Stórfót, fer nú eins og eldur í sinu um Netheima. Ung kona frá Washington ríki í Bandaríkjunum var í göngutúr með vinum sínum í skógi nálægt Spokane og tók upp myndskeið af göngugörpunum. Þegar hún kom heim og horfði á myndbandið sá hún sér til mikillar undrunar stóra apalega veru hlaupa í bakgrunninum.

Erlent

Enn syrtir í álinn hjá Silvio

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu á ekki sjö dagana sæla nú um stundir og í gær tapaði flokkur hans kosningum í heimaborginni Milanó. Berlusconi hafði beitt sér persónulega í borgarstjórnarkosningunum í Mílanó en allt kom fyrir ekki og nú hafa vinstrisinnar náð völdum í borginni í fyrsta sinn í tvo áratugi.

Erlent

Viðræður Gaddafís og Zuma árangurslausar

Jacob Zuma forseti Suður Afríku heimsótti Gaddafí leiðtoga Líbíu í gær til þess að reyna að koma á vopnahléi í landinu og fá leiðtogann til að stíga til hliðar. Viðræðunum lauk án niðurstöðu. Zuma segir að Gaddafí sé tilbúinn til að lýsa yfir vopnahléi en að hann sé ófánlegur til þess að fara frá völdum.

Erlent