Erlent

Smástirni ekki nær jörðinni í 200 ár

Risavaxið smástirni sem er á leið framhjá jörðinni var í aðeins 325 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni um klukkan sex í morgun. Smástirni sem þetta hefur ekki komið nær jörðinni undanfarin 200 ár.

Erlent

Bakveik á bótum bar hundruð bjórdósa

Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýskalandi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Helsingborg í tvo daga í októberlok.

Erlent

Hestar voru eitt sinn blettóttir

Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að blettóttir hestar hafi eitt sinn gengið um sléttur Evrasíu. Hingað til hafa vísindamenn aðeins fundið erfðaefni svarta og brúna hesta. Þeir telja að blettótti fákurinn hafi verið uppi fyrir rúmum 25.000 árum.

Erlent

Hafði hægðir 25 sinnum og er loks laus

Nígeríumanninum Babatunde Omidina var sleppt gegn tryggingu af dómstólum í Nígeríu eftir að hafa setið inni í 24 daga. Omidina var grunaður um að reynt að smygla fíkniefnum til að Frakklands en hann var handtekinn í París þann 12. október síðastliðinn.

Erlent

Harðnar í átökum Biebers og Yeater

Talsmenn Justin Bieber tilkynntu í dag að söngvarinn myndi gangast undir faðernispróf. Tvítug stúlka frá San Diego, Mariah Yeater, segir Beibers vera barnsföður sinn. Hún greindi frá því í síðustu viku að Bieber hefði boðið henni baksviðs eftir tónleika og að þau hafi notið ásta á baðherbergi.

Erlent

Ný spjaldtölva frá Barnes & Nobles

Bókaverslunin Barnes & Nobles kynnti í dag nýja spjaldtölvu. Tölvan er arftaki Nook-tölvunnar vinsælu en hún var gefin út árið 2009 og var í beinni samkeppni við lestrartölvu vefverslunarinnar Amazon - Kindle.

Erlent

Lindsey Lohan laus úr fangelsi eftir fjóra tíma

Kvikmyndastjarnan Lindsey Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi, aðeins rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún hóf afplánum. Hún átti að sitja inni í þrjátíu daga en sökum þess að fangelsið var yfirfullt var ákveðið að sleppa henni að nýju. Leikkonan, sem er 25 ára gömul, átti að fara í steininn en hún stal hálsfesti og braut þar af leiðandi skilorð sem hún var.

Erlent

Rændu sex þúsund eintökum af Modern Warfare 3

Tveir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum og táragasi rændu flutningabíl í París í gær. Þeir höfðu upp úr krafsinu sexþúsund eintök af tölvuleiknum Modern Warfare 3 sem kemur í verslanir um allan heim á morgun.

Erlent

Ljón truflaði lestarferð í Englandi

Farþegum með járnbrautarlest í vesturhluta Yorkshire í Englandi var bannað að stíga af lestinni í bænum Shepley í gærdag þar sem sést hafði til ljóns á vappi um brautarteinanna.

Erlent

Loftsteinn rekst næstum á jörðina á þriðjudaginn

Stærðarinnar loftsteinn mun hendast milli jarðarinnar og tunglsins á þriðjudaginn kemur. Steinninn er 400 metrar að þvermáli, en svo stór steinn hefur ekki komið jafn nálægt jörðinni í 35 ár. Vísindamenn segjast 100% öruggir um að hann muni ekki skella á jörðinni, en árekstur jarðarinnar og loftsteins af þessari stærð er talinn gerast einu sinni á 100 þúsund ára fresti eða svo. En vísindamenn segja þetta ákveðið tækifæri. Ein kenning gerir ráð fyrir að loftsteinar af þessari tegund hafi borið vatn og lífeindir til jarðarinnar í fyrndinni. Ef vísindamönnum tækist að finna slíkar eindir á þessum steini myndi það styðja þá kenningu. Auk þess er loftsteinn einnig á lista Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) yfir áfangastaði. Hvergi kemur þó fram að NASA ætli að reyna að lenda á steininum.

Erlent

Hreinsi-glaður starfsmaður eyðilagði rándýrt listaverk

Listaverk sem metið var á tæpar 130 milljónir króna varð hreingerningargleði starfsmanns listasafns að bráð þegar hann tók málningu fyrir óhreinindi og skrúbbaði hana sómasamlega af verkinu. Verkið var nefnt "Þegar þakið fer að leka" og var eftir samtímalistamanninn Martin Kippenberger. Það var til sýningar á Ostwall safninu í Dortmund. Verkið var einhvers konar gúmmí-trog eða ílát undir viðarvegg. Á trogið höfðu verið málaðar skellur sem áttu að líkjast vatnsblettum. Starfsmaður safnsins rak augun í blettina, hélt þá raunverulegar vatnsskemmdir eða óhreinindi og nuddaði þá af. Nú er að sögn ómögulegt að koma verkinu í fyrra horf eða lagfæra skemmdirnar.

Erlent

Vefsíður hrynja í Ísrael

Opinberar vefsíður í Ísrael hrundu í dag. Meðal annars lokaðist síða leyniþjónustunnar Mossad, talsmanns hersins og nokkurra ráðuneyta. Stjórnvöld í Ísrael hafa vísað því á bug að um árás sé að ræða, en margir höfðu spurt sig hvort stuðningsmenn Palestínu ættu sök á hruninu. Stjórnvöld segja að aðeins sé um umfangsmikla tæknilega galla að ræða. Verkalýðsfélög höfðu tilkynnt fyrirhuguð verkföll í landinu. Þau eiga að hefjast á morgun klukkan sex að staðartíma. Verkföllin munu valda því að samgöngur landsins lamast, flugvöllur lokast og fleira. Ekki hefur neitt komið fram um að hrunið á vefsíðunum tengist verkfallinu á nokkurn hátt.

Erlent