Erlent Rauði krossinn dreifði 400 tonnum af mat Rauði krossinn dreifði um helgina 400 tonnum af matvælum til 24 þúsund manna á svæði uppreisnarmanna í Sómalíu. Næringarstöðvar og heilsugæslustöðvar Rauða krossins eru starfandi um allt landið. Erlent 26.7.2011 15:46 Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu. Erlent 26.7.2011 09:15 Eðalrauðvín eyðilagðist í gámaslysi Rauðvín að andvirði yfir 200 milljóna króna eyðilagðist í gámaslysi í höfninni í Sydney í Ástralíu um helgina en verið var að flytja vínið um borð í skip á leið til Bandaríkjanna. Erlent 26.7.2011 08:00 Halda hjálp frá fólki í lífshættu í Sómalíu Heimsbyggðin tók loks við sér eftir að myndir af sveltandi börnum í Sómalíu og nágrannaríkjum í austanverðri Afríku fóru að birtast í dagblöðum og á sjónvarpsskjáum. Peningar fóru að streyma til hjálparsamtaka sem höfðu varað við yfirvofandi hungursneyð í tvö ár. Erlent 26.7.2011 07:45 Captain America sló Harry Potter við í miðasölu Gamla ofurhetjan Captain America náði um helgina að slá nýjustu Harry Potter myndina úr efsta sætinu yfir mest sóttu kvikmyndir Bandaríkjanna. Erlent 26.7.2011 07:41 Boða stríð gegn skipulögðum glæpasamtökum Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stríði við skipulögð glæpasamtök í heiminum. Umfangsmikilli lögggjöf er ætla að ganga til bols og höfuðs á starfsemi þessarar samtaka á fjármálamarkaði og eyðileggja fjárhagsgrundvöll þeirra. Erlent 26.7.2011 07:20 Breivik í tengslum við bresk hægri öfgasamtök Í ljós hefur komið að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði mikil og náin samskipti við hægri öfgasamtökin English Defence League í Bretlandi. Erlent 26.7.2011 07:18 Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. Erlent 26.7.2011 06:45 Þernan segir sögu sína opinberlega Þernan sem ásakað hefur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um nauðgun kom um helgina fram opinberlega og sagði fjölmiðlum sögu sína. Það segist hún gera því hún vilji sjá Strauss-Kahn fara í fangelsi. Erlent 26.7.2011 05:45 Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Erlent 26.7.2011 04:45 Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann "Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey. Öll sms-samskipti mæðranna hafa nú verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Erlent 25.7.2011 21:30 Amy Winehouse jörðuð á morgun Talsmaður fjölskyldu Amy Winehouse hefur staðfest að útför söngkonunnar muni fara fram á morgun. Athöfnin verður eingöngu ætluð fjölskyldu hennar og vinum. Erlent 25.7.2011 21:30 Fleiri sögur koma frá Útey Stöðugt fleiri sögur koma nú frá fólki sem slapp naumlega undan fjöldamorðingjanum í Norregi. Hussein Kazeni er 19 ára gamall stúdent frá Osló sem flúði ofbeldið í heimalandi sínu Afganistan fyrir tveim árum til þess að setjast að í hinum friðsæla Noregi. Hann var ásamt fleirum á flótta undan byssumanninum þegar hann heyrði stúlku æpa af skelfingu fyrir aftan sig. Erlent 25.7.2011 19:45 Breivik var á skrá norsku öryggisþjónustunnar Nafn Anders Behring Breivik var á skrá öryggisþjónustu norsku lögreglunnar yfir Norðmenn sem átt höfðu viðskipti við pólskan eiturefnasöluaðila. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens Gang. Erlent 25.7.2011 18:29 150.000 manns í hljóðlátri samkomu í Osló Um 150 þúsund manns hafa safnast saman á Ráðhústorginu í Osló í dag og bera flestir rósir til að minnast þeirra sem féllu í árásunum í Noregi síðastliðinn föstudag. Eftir því sem greint er frá á vef Verdens Gang er samkoman hljóðlát. Erlent 25.7.2011 17:48 Dánarorsök enn ókunn eftir krufningu Krufning á líki Amy Winehouse fór fram í dag, en enn hefur engin opinber dánarorsök verið gefin út. Fulltrúi dánardómstjóra heldur því hinsvegar fram að ekkert grunsamlegt hafi fundist við krufninguna. Erlent 25.7.2011 17:34 Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið. Erlent 25.7.2011 15:34 Haldast í hendur gegn ofbeldi Tæplega 650 þúsund manns hafa sýnt samúð sýna vegna fjöldamorðanna í Noregi og lýst yfir andúð sinni á ofbeldi, með því að skrá sig á vefsíðu norska fréttablaðsins Verdens gang. Þar af hafa þegar um þrjú þúsund Íslendingar skráð sig. Morðin í Osló og á Útey á föstudag hafa haft djúpstæð áhrif á norskt samfélag og finnur fólk um allan heim til samúðar vegna þeirra. Hægt er að skrá sig með því að smella hér, á vef VG. http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php Erlent 25.7.2011 14:40 Hengdu átta ára dreng Talibanar í Helmand héraði í Afganistan hengdu átta ára dreng um helgina þegar faðir hans neitaði að útvega þeim lögreglubíl til að komast ferða sinna. Faðirinn er lögreglumaður. CNN fréttastofan segir að Hamid Karzai forseti Afganistans hafi fordæmd morðið og sagt þetta væri ekki leyft í neinni menningu né nokkrum trúarbrögðum. Erlent 25.7.2011 14:16 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. Erlent 25.7.2011 13:31 Handtaka í Póllandi í tengslum við fjöldamorðin Norska útvarpið segir að maður hafi verið handtekinn í Póllandi, sakaður um aðild að hryðjuverkaárásinni í Noregi. Anders Breivik var leiddur fyrir dómara í Osló í dag. Erlent 25.7.2011 13:20 Krafist 8 vikna varðhalds yfir fjöldamorðingjanum Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað. Erlent 25.7.2011 12:55 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Erlent 25.7.2011 11:28 Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Erlent 25.7.2011 10:13 Lík Amy Winehouse krufið í dag Krufning á líki söngkonunnar Amy Winehouse fer fram í dag en lögreglan hefur fram að þessu skráð andlát hennar sem óútskýrt. Erlent 25.7.2011 07:03 Þernan segir sína sögu af árás Strauss Kahn Þernan sem Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins réðist á hefur loks leyst frá skjóðunni og rætt hvað gerðist í hótelíbúð Strauss Kahn í New York. Erlent 25.7.2011 06:54 Scotland Yard rannsakar tengsl Breivik við erlenda öfgahópa Sérsveit innan Scotland Yard sem sérhæfir sig í baráttu við hryðjuverkamenn rannsakar nú möguleg tengsl norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik við erlenda öfgahópa. Erlent 25.7.2011 06:46 Einn efnilegasti stjórnmálamaður Noregs myrtur í Útey Eitt þeirra ungmenna sem lét lífið í hryðjuverkaárás fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik var talið eitt mesta efni í stjórnmálamann sem lengi hefur komið fram í Noregi. Erlent 25.7.2011 06:43 Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína. Erlent 25.7.2011 06:39 Fyrstu lesbíurnar sem gifta sig í New York Kitty Lambert og Cheryle Rudd eru fyrsta samkynhneigða parið í New York-ríki, sem gengur í löglegt hjónaband. Á miðnætti var samkynhneigðum pörum heimilað samkæmt lögum New York ríkis að gifta sig en það sjötta fylkið í Bandaríkjunum sem leyfir slík hjónabönd. Fjöldi fólks var viðstatt hjónavígsluna sem fór fram við Niagara fossa við landamæri Kanada. Erlent 24.7.2011 21:00 « ‹ ›
Rauði krossinn dreifði 400 tonnum af mat Rauði krossinn dreifði um helgina 400 tonnum af matvælum til 24 þúsund manna á svæði uppreisnarmanna í Sómalíu. Næringarstöðvar og heilsugæslustöðvar Rauða krossins eru starfandi um allt landið. Erlent 26.7.2011 15:46
Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu. Erlent 26.7.2011 09:15
Eðalrauðvín eyðilagðist í gámaslysi Rauðvín að andvirði yfir 200 milljóna króna eyðilagðist í gámaslysi í höfninni í Sydney í Ástralíu um helgina en verið var að flytja vínið um borð í skip á leið til Bandaríkjanna. Erlent 26.7.2011 08:00
Halda hjálp frá fólki í lífshættu í Sómalíu Heimsbyggðin tók loks við sér eftir að myndir af sveltandi börnum í Sómalíu og nágrannaríkjum í austanverðri Afríku fóru að birtast í dagblöðum og á sjónvarpsskjáum. Peningar fóru að streyma til hjálparsamtaka sem höfðu varað við yfirvofandi hungursneyð í tvö ár. Erlent 26.7.2011 07:45
Captain America sló Harry Potter við í miðasölu Gamla ofurhetjan Captain America náði um helgina að slá nýjustu Harry Potter myndina úr efsta sætinu yfir mest sóttu kvikmyndir Bandaríkjanna. Erlent 26.7.2011 07:41
Boða stríð gegn skipulögðum glæpasamtökum Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stríði við skipulögð glæpasamtök í heiminum. Umfangsmikilli lögggjöf er ætla að ganga til bols og höfuðs á starfsemi þessarar samtaka á fjármálamarkaði og eyðileggja fjárhagsgrundvöll þeirra. Erlent 26.7.2011 07:20
Breivik í tengslum við bresk hægri öfgasamtök Í ljós hefur komið að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði mikil og náin samskipti við hægri öfgasamtökin English Defence League í Bretlandi. Erlent 26.7.2011 07:18
Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. Erlent 26.7.2011 06:45
Þernan segir sögu sína opinberlega Þernan sem ásakað hefur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um nauðgun kom um helgina fram opinberlega og sagði fjölmiðlum sögu sína. Það segist hún gera því hún vilji sjá Strauss-Kahn fara í fangelsi. Erlent 26.7.2011 05:45
Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Erlent 26.7.2011 04:45
Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann "Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey. Öll sms-samskipti mæðranna hafa nú verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Erlent 25.7.2011 21:30
Amy Winehouse jörðuð á morgun Talsmaður fjölskyldu Amy Winehouse hefur staðfest að útför söngkonunnar muni fara fram á morgun. Athöfnin verður eingöngu ætluð fjölskyldu hennar og vinum. Erlent 25.7.2011 21:30
Fleiri sögur koma frá Útey Stöðugt fleiri sögur koma nú frá fólki sem slapp naumlega undan fjöldamorðingjanum í Norregi. Hussein Kazeni er 19 ára gamall stúdent frá Osló sem flúði ofbeldið í heimalandi sínu Afganistan fyrir tveim árum til þess að setjast að í hinum friðsæla Noregi. Hann var ásamt fleirum á flótta undan byssumanninum þegar hann heyrði stúlku æpa af skelfingu fyrir aftan sig. Erlent 25.7.2011 19:45
Breivik var á skrá norsku öryggisþjónustunnar Nafn Anders Behring Breivik var á skrá öryggisþjónustu norsku lögreglunnar yfir Norðmenn sem átt höfðu viðskipti við pólskan eiturefnasöluaðila. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens Gang. Erlent 25.7.2011 18:29
150.000 manns í hljóðlátri samkomu í Osló Um 150 þúsund manns hafa safnast saman á Ráðhústorginu í Osló í dag og bera flestir rósir til að minnast þeirra sem féllu í árásunum í Noregi síðastliðinn föstudag. Eftir því sem greint er frá á vef Verdens Gang er samkoman hljóðlát. Erlent 25.7.2011 17:48
Dánarorsök enn ókunn eftir krufningu Krufning á líki Amy Winehouse fór fram í dag, en enn hefur engin opinber dánarorsök verið gefin út. Fulltrúi dánardómstjóra heldur því hinsvegar fram að ekkert grunsamlegt hafi fundist við krufninguna. Erlent 25.7.2011 17:34
Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið. Erlent 25.7.2011 15:34
Haldast í hendur gegn ofbeldi Tæplega 650 þúsund manns hafa sýnt samúð sýna vegna fjöldamorðanna í Noregi og lýst yfir andúð sinni á ofbeldi, með því að skrá sig á vefsíðu norska fréttablaðsins Verdens gang. Þar af hafa þegar um þrjú þúsund Íslendingar skráð sig. Morðin í Osló og á Útey á föstudag hafa haft djúpstæð áhrif á norskt samfélag og finnur fólk um allan heim til samúðar vegna þeirra. Hægt er að skrá sig með því að smella hér, á vef VG. http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php Erlent 25.7.2011 14:40
Hengdu átta ára dreng Talibanar í Helmand héraði í Afganistan hengdu átta ára dreng um helgina þegar faðir hans neitaði að útvega þeim lögreglubíl til að komast ferða sinna. Faðirinn er lögreglumaður. CNN fréttastofan segir að Hamid Karzai forseti Afganistans hafi fordæmd morðið og sagt þetta væri ekki leyft í neinni menningu né nokkrum trúarbrögðum. Erlent 25.7.2011 14:16
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. Erlent 25.7.2011 13:31
Handtaka í Póllandi í tengslum við fjöldamorðin Norska útvarpið segir að maður hafi verið handtekinn í Póllandi, sakaður um aðild að hryðjuverkaárásinni í Noregi. Anders Breivik var leiddur fyrir dómara í Osló í dag. Erlent 25.7.2011 13:20
Krafist 8 vikna varðhalds yfir fjöldamorðingjanum Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað. Erlent 25.7.2011 12:55
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Erlent 25.7.2011 11:28
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Erlent 25.7.2011 10:13
Lík Amy Winehouse krufið í dag Krufning á líki söngkonunnar Amy Winehouse fer fram í dag en lögreglan hefur fram að þessu skráð andlát hennar sem óútskýrt. Erlent 25.7.2011 07:03
Þernan segir sína sögu af árás Strauss Kahn Þernan sem Dominique Strauss Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins réðist á hefur loks leyst frá skjóðunni og rætt hvað gerðist í hótelíbúð Strauss Kahn í New York. Erlent 25.7.2011 06:54
Scotland Yard rannsakar tengsl Breivik við erlenda öfgahópa Sérsveit innan Scotland Yard sem sérhæfir sig í baráttu við hryðjuverkamenn rannsakar nú möguleg tengsl norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik við erlenda öfgahópa. Erlent 25.7.2011 06:46
Einn efnilegasti stjórnmálamaður Noregs myrtur í Útey Eitt þeirra ungmenna sem lét lífið í hryðjuverkaárás fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik var talið eitt mesta efni í stjórnmálamann sem lengi hefur komið fram í Noregi. Erlent 25.7.2011 06:43
Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína. Erlent 25.7.2011 06:39
Fyrstu lesbíurnar sem gifta sig í New York Kitty Lambert og Cheryle Rudd eru fyrsta samkynhneigða parið í New York-ríki, sem gengur í löglegt hjónaband. Á miðnætti var samkynhneigðum pörum heimilað samkæmt lögum New York ríkis að gifta sig en það sjötta fylkið í Bandaríkjunum sem leyfir slík hjónabönd. Fjöldi fólks var viðstatt hjónavígsluna sem fór fram við Niagara fossa við landamæri Kanada. Erlent 24.7.2011 21:00