Erlent

Sarkozy um Netanyahu: „Ég þoli hann ekki - hann er lygari“

Þjóðarleiðtogarnir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti og kollegi hans í Bandaríkjunum Barack Obama lentu í ógöngum á G20 fundinum í Cannes á dögunum. Þeir voru að bíða eftir því að blaðamannafundur hæfist þegar talið barst að Bejamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Erlent

Gróf upp lík og klæddi í kjóla

Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið mann eftir að jarðneskar leifar 27 ungra kvenna fundust í íbúð hans. Maðurinn er grunaður um að hafa grafið lík kvennanna upp víðs vegar um Rússland, en flestar í borginni Nizhny Novgorod þar sem hann býr.

Erlent

Leyfði nauðgun á dóttur sinni

Maður á fimmtugsaldri var dæmdur til fangelsisvistar í Vejle í Danmörku í gær fyrir að selja átta ára dóttur sína í kynlífsþrælkun. Þrír aðrir karlmenn voru dæmdir í sama máli.

Erlent

Ætla að áfrýja dómnum yfir lækninum

Verjendur Conrads Murray, sem var fundinn sekur í gær um að bera ábyrgð á andláti poppkóngsins Michaels Jackson, segja að dómnum verði áfrýjað. Refsingin yfir Murray verður ákveðin þann 29. nóvember næstkomandi en Murray var umsvifalaust færður í fangaklefa í Los Angeles eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær.

Erlent

Smástirni ekki nær jörðinni í 200 ár

Risavaxið smástirni sem er á leið framhjá jörðinni var í aðeins 325 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðinni um klukkan sex í morgun. Smástirni sem þetta hefur ekki komið nær jörðinni undanfarin 200 ár.

Erlent

Bakveik á bótum bar hundruð bjórdósa

Kona sem var á bótum vegna bakveiki bar sjálf hundruð bjórdósa úr farangursgeymslu rútu sem hún hafði ferðast með ásamt öðrum bótaþegum til þess að kaupa ódýrt áfengi í Þýskalandi. Þetta gerði konan fyrir framan tollverði og starfsmenn sænsku sjúkratrygginganna sem tóku þátt í skoðun tollsins í Helsingborg í tvo daga í októberlok.

Erlent

Hestar voru eitt sinn blettóttir

Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að blettóttir hestar hafi eitt sinn gengið um sléttur Evrasíu. Hingað til hafa vísindamenn aðeins fundið erfðaefni svarta og brúna hesta. Þeir telja að blettótti fákurinn hafi verið uppi fyrir rúmum 25.000 árum.

Erlent

Hafði hægðir 25 sinnum og er loks laus

Nígeríumanninum Babatunde Omidina var sleppt gegn tryggingu af dómstólum í Nígeríu eftir að hafa setið inni í 24 daga. Omidina var grunaður um að reynt að smygla fíkniefnum til að Frakklands en hann var handtekinn í París þann 12. október síðastliðinn.

Erlent

Harðnar í átökum Biebers og Yeater

Talsmenn Justin Bieber tilkynntu í dag að söngvarinn myndi gangast undir faðernispróf. Tvítug stúlka frá San Diego, Mariah Yeater, segir Beibers vera barnsföður sinn. Hún greindi frá því í síðustu viku að Bieber hefði boðið henni baksviðs eftir tónleika og að þau hafi notið ásta á baðherbergi.

Erlent

Ný spjaldtölva frá Barnes & Nobles

Bókaverslunin Barnes & Nobles kynnti í dag nýja spjaldtölvu. Tölvan er arftaki Nook-tölvunnar vinsælu en hún var gefin út árið 2009 og var í beinni samkeppni við lestrartölvu vefverslunarinnar Amazon - Kindle.

Erlent

Lindsey Lohan laus úr fangelsi eftir fjóra tíma

Kvikmyndastjarnan Lindsey Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi, aðeins rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún hóf afplánum. Hún átti að sitja inni í þrjátíu daga en sökum þess að fangelsið var yfirfullt var ákveðið að sleppa henni að nýju. Leikkonan, sem er 25 ára gömul, átti að fara í steininn en hún stal hálsfesti og braut þar af leiðandi skilorð sem hún var.

Erlent

Rændu sex þúsund eintökum af Modern Warfare 3

Tveir grímuklæddir menn vopnaðir hnífum og táragasi rændu flutningabíl í París í gær. Þeir höfðu upp úr krafsinu sexþúsund eintök af tölvuleiknum Modern Warfare 3 sem kemur í verslanir um allan heim á morgun.

Erlent

Ljón truflaði lestarferð í Englandi

Farþegum með járnbrautarlest í vesturhluta Yorkshire í Englandi var bannað að stíga af lestinni í bænum Shepley í gærdag þar sem sést hafði til ljóns á vappi um brautarteinanna.

Erlent