Erlent

Kviðdómendur einróma um sekt Murray - færður samstundis í varðhald

Murray annaðist Jacksons í aðdraganda tónleikaraðarinnar This is It sem átti að fara fram á 02 leikvanginum í Lundúnum.
Murray annaðist Jacksons í aðdraganda tónleikaraðarinnar This is It sem átti að fara fram á 02 leikvanginum í Lundúnum.
Einkalæknir Michael Jacksons, Conrad Murray, var dæmdur sekur um að bera ábyrgð á andláti poppstjörnunnar. Kviðdómendur voru einróma um sekt Murrays.

Murray var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann gaf poppstjörnunni svefnlyfið propofol, sem talið er að hafi dregið hann til dauða þann 25. júní árið 2009.

Murray hafði ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Dómari fyrirskipaði að Murray yrði færður í varðhald. Dómur verður kveðinn upp seinna í mánuðinum.

Margir aðdáendur Jacksons voru samankomnir fyrir utan dómsshúsið þegar niðurstaða kviðdómsins var opinberaður.

Réttarhöldin stóðu yfir í sex vikur og voru vitnin alls 49 talsins.

Á föstudaginn síðastliðinn fóru sækjendur og verjendur með lokaávörp sín. Að því loknu hóf kviðdómur umræður. Í dag var síðan tilkynnt um að kviðdómendur hefðu komist að niðurstöðu.

Talið er að svefnlyfið Propofol hafi dregið Jackson til dauða. Eitt af vitnum verjanda, svæfingarlæknirinn Paul White, sagði að Jacksons hefði sjálfur stjórnað lyfjagjöfinni en saksóknari taldi að ómögulegt væri að sanna það.

Murray á yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×