Erlent Einkalæknir Michael Jackson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dr. Conrad Murray var dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að andláti Michael Jakcson. Erlent 29.11.2011 17:49 Hertóku breska sendiráðið í Íran Íranskir mótmælendur hafa hertekið breska sendiráðið í Teheran, höfuborg landsins. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa mótmælendurnir fjarlægt breska fánann, kveikt í honum og dregið þann íranska að húni. Þá hafa mótmælendurnir brotið glugga í sendiráðinu. Erlent 29.11.2011 16:46 Einkadóttir Stalins látin Einkadóttir einræðisherrans Josefs Stalin er látin, 85 ára að aldri. Svetlana Alliluyeva, sem einnig bar nafnið Lana Peters, lést í Wisconsin þann 22. nóvember síðastliðinn. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest lát hennar við fréttaritara BBC í Rússlandi. Peters sneri baki við kommúnismanum eftir að sovéskir kommúnistar drápu manninn sem hún elskaði. Erlent 29.11.2011 11:54 Breivik ósakhæfur Fjöldamorðinginn Anders Behrin Breivk hefur verið metinn ósakhæfur af norskum réttargeðlæknum. Að öllum líkindum verður hann vistaður á geðdeild. Erlent 29.11.2011 11:22 Danski skatturinn upprætti umfangsmikið tóbakssmygl Danski skatturinn hefur afhjúpað umfangsmikið net fyrirtækja sem notað var til að smygla miklu magni af tóbaki frá Miðausturlöndum til Danmerkur. Erlent 29.11.2011 09:51 Fyrrum uppreisnarmenn í Líbíu með 7.000 fanga í haldi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í Líbíu kemur fram að fyrrum uppreisnarmenn í landinu hafi nú um 7.000 manns í haldi án dóms og laga. Erlent 29.11.2011 07:54 Friðsamar þingkosningar í Egyptalandi Mikill áhugi er meðal almennings á þingkosningum sem nú standa yfir í Egyptalandi. Langar biðraðir mynduðust við marga kjörstaði í landinu á fyrsta degi kosninganna í gær. Erlent 29.11.2011 07:49 Herman Cain aftur í kvennavandræðum Herman Cain eitt af forsetaefnum Repúblikanaflokksins er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla í Bandaríkjunum vegna kvennamála. Erlent 29.11.2011 07:44 Svetlana dóttir Josefs Stalin er látin Svetlana Stalina, eina dóttir Josefs Stalin fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna, lést úr krabbameini í síðustu viku, 85 ára að aldri. Erlent 29.11.2011 07:43 Yfir 2.300 tilkynningar um eignatjón í Færeyjum Tryggingarfélögum í Færeyjum hafa borist yfir 2.300 tilkynningar um eignatjón af völdum óveðursins sem gekk yfir eyjarnar í lok síðustu viku. Ekki er búið að meta tjónið í heild en samkvæmt færeyskum fjölmiðlum er talið að það muni hlaupa á milljörðum króna. Erlent 29.11.2011 07:40 Flugferðum til London aflýst vegna verkfalls Icelandair hefur ákveðið að fella niður síðdegisflugið til London á morgun vegna verkfallsaðgerða starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar á Heathrow flugvelli. Erlent 29.11.2011 07:39 Einhleypum fjölgar stöðugt í Japan Einhleypu fólki fjölgar stöðugt í Japan og veldur það stjórnvöldum þar í landi miklum áhyggjum enda stefnir í dramtíska fækkun japönsku þjóðarinnar fyrir miðja öldina. Erlent 29.11.2011 07:21 Veitt með öngli fyrr en talið var Nýfundnir steingervingar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð. Erlent 29.11.2011 02:00 Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu. Erlent 29.11.2011 01:00 Langþráðar kosningar hófust í gær Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. Erlent 29.11.2011 00:30 Frægasti hafur Svíþjóðar Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reistur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lúsíuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn. Erlent 29.11.2011 00:00 Ein elsta kirkja Bandaríkjanna fundin Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið eina elstu kirkju Bandaríkjanna. Þekktur bandarískur fræðimaður segir Pocahontas og John Rolfe hafa gengið í það heilaga í kirkjunni. Erlent 28.11.2011 23:22 Náði myndum af Curiosity að hefja leið sína til Mars Ástralinn Duncan Waldron náði fyrstu myndum af könnunarflauginni Curiosity er hún hóf 8 mánaða ferðalag til plánetunnar Mars. Erlent 28.11.2011 23:00 Þraukaði ekki eina kvikmynd með dótturinni - "Mamma er full" Foreldrahlutverkið reynist sumum erfitt. Móðir í San Francisco í Bandaríkjunum virðist hafa fengið nóg af barnamyndunum þegar dóttir hennar vildi sjá nýju Strumpa-myndina í bíó. Hún drakk heila vodkaflösku á meðan myndinni stóð. Erlent 28.11.2011 22:45 Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. Erlent 28.11.2011 22:30 Aldraðar ruðningshetjur takast á - myndband Það eru 48 ár síðan varnarmaðurinn Angelo Mosca braut illa á leikstjórnandanum Joe Kapp. En óvildin er enn staðar eins og gestir á kvöldverði þeim til heiðurs komust að. Erlent 28.11.2011 22:00 Sökuð um krúttlegt rán Ung kona í Arizona í Bandaríkjunum reyndi að framkvæma eitt allra sætasta búðarrán sem vitað er um. Erlent 28.11.2011 21:00 Nætur-regnbogi náðist á mynd við Skógafoss Ljósmyndarinn Stephane Vetter náði ótrúlegri mynd af nætur-regnboga við Skógafoss. Erlent 28.11.2011 20:19 Æröferjan laus af strandstað Æröferjan komst á flot aftur fyrir stundu. Öflugum dráttarbát tókst að losa ferjuna af sandrifi sem hún strandaði á fyrir utan Svendborg síðdegis í gær. Erlent 28.11.2011 10:06 Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn í morgun þegar von var á að vatn myndi flæða inn í hús í Kristjánshöfn, Nýhöfn og Íslandsbryggju. Erlent 28.11.2011 09:52 Þingkosningar að hefjast í Egyptalandi Fyrstu þingkosningarnar í Egyptalandi frá því að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum í febrúar verða haldnar í dag. Erlent 28.11.2011 07:24 Hætta á flóðum í Kaupmannahöfn Há sjávarhæð við Kaupmannahöfn ógnaði þeim hverfum borgarinnar sem liggja lægst yfir sjávarmáli í morgun. Erlent 28.11.2011 07:18 Gífurlegur áhugi á gömlum Tinna munum Gífurlegur áhugi var meðal safnara á gömlum teikningum, teiknimyndabókum og munum tengdum Tinna sögunum á uppboði sem haldið var í París um helgina. Erlent 28.11.2011 07:07 Mikið óveður kostaði tvo lífið í suðurhluta Skandinavíu Mikið óveður sem gekk yfir suðurhluta Skandinavíu í gærdag og gærkvöldi kostaði að minnsta kosti tvo menn lífið og olli töluverðum truflunum á samgöngum. Erlent 28.11.2011 07:03 Refsiaðgerðir gegn Sýrlandi Arababandalagið samþykkti í gær refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, í von um að það dugi til að fá sýrlensk stjórnvöld til að láta af aðgerðum gegn mótmælendum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið. Erlent 28.11.2011 05:00 « ‹ ›
Einkalæknir Michael Jackson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dr. Conrad Murray var dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að andláti Michael Jakcson. Erlent 29.11.2011 17:49
Hertóku breska sendiráðið í Íran Íranskir mótmælendur hafa hertekið breska sendiráðið í Teheran, höfuborg landsins. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa mótmælendurnir fjarlægt breska fánann, kveikt í honum og dregið þann íranska að húni. Þá hafa mótmælendurnir brotið glugga í sendiráðinu. Erlent 29.11.2011 16:46
Einkadóttir Stalins látin Einkadóttir einræðisherrans Josefs Stalin er látin, 85 ára að aldri. Svetlana Alliluyeva, sem einnig bar nafnið Lana Peters, lést í Wisconsin þann 22. nóvember síðastliðinn. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest lát hennar við fréttaritara BBC í Rússlandi. Peters sneri baki við kommúnismanum eftir að sovéskir kommúnistar drápu manninn sem hún elskaði. Erlent 29.11.2011 11:54
Breivik ósakhæfur Fjöldamorðinginn Anders Behrin Breivk hefur verið metinn ósakhæfur af norskum réttargeðlæknum. Að öllum líkindum verður hann vistaður á geðdeild. Erlent 29.11.2011 11:22
Danski skatturinn upprætti umfangsmikið tóbakssmygl Danski skatturinn hefur afhjúpað umfangsmikið net fyrirtækja sem notað var til að smygla miklu magni af tóbaki frá Miðausturlöndum til Danmerkur. Erlent 29.11.2011 09:51
Fyrrum uppreisnarmenn í Líbíu með 7.000 fanga í haldi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í Líbíu kemur fram að fyrrum uppreisnarmenn í landinu hafi nú um 7.000 manns í haldi án dóms og laga. Erlent 29.11.2011 07:54
Friðsamar þingkosningar í Egyptalandi Mikill áhugi er meðal almennings á þingkosningum sem nú standa yfir í Egyptalandi. Langar biðraðir mynduðust við marga kjörstaði í landinu á fyrsta degi kosninganna í gær. Erlent 29.11.2011 07:49
Herman Cain aftur í kvennavandræðum Herman Cain eitt af forsetaefnum Repúblikanaflokksins er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla í Bandaríkjunum vegna kvennamála. Erlent 29.11.2011 07:44
Svetlana dóttir Josefs Stalin er látin Svetlana Stalina, eina dóttir Josefs Stalin fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna, lést úr krabbameini í síðustu viku, 85 ára að aldri. Erlent 29.11.2011 07:43
Yfir 2.300 tilkynningar um eignatjón í Færeyjum Tryggingarfélögum í Færeyjum hafa borist yfir 2.300 tilkynningar um eignatjón af völdum óveðursins sem gekk yfir eyjarnar í lok síðustu viku. Ekki er búið að meta tjónið í heild en samkvæmt færeyskum fjölmiðlum er talið að það muni hlaupa á milljörðum króna. Erlent 29.11.2011 07:40
Flugferðum til London aflýst vegna verkfalls Icelandair hefur ákveðið að fella niður síðdegisflugið til London á morgun vegna verkfallsaðgerða starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar á Heathrow flugvelli. Erlent 29.11.2011 07:39
Einhleypum fjölgar stöðugt í Japan Einhleypu fólki fjölgar stöðugt í Japan og veldur það stjórnvöldum þar í landi miklum áhyggjum enda stefnir í dramtíska fækkun japönsku þjóðarinnar fyrir miðja öldina. Erlent 29.11.2011 07:21
Veitt með öngli fyrr en talið var Nýfundnir steingervingar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð. Erlent 29.11.2011 02:00
Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu. Erlent 29.11.2011 01:00
Langþráðar kosningar hófust í gær Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. Erlent 29.11.2011 00:30
Frægasti hafur Svíþjóðar Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reistur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lúsíuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn. Erlent 29.11.2011 00:00
Ein elsta kirkja Bandaríkjanna fundin Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið eina elstu kirkju Bandaríkjanna. Þekktur bandarískur fræðimaður segir Pocahontas og John Rolfe hafa gengið í það heilaga í kirkjunni. Erlent 28.11.2011 23:22
Náði myndum af Curiosity að hefja leið sína til Mars Ástralinn Duncan Waldron náði fyrstu myndum af könnunarflauginni Curiosity er hún hóf 8 mánaða ferðalag til plánetunnar Mars. Erlent 28.11.2011 23:00
Þraukaði ekki eina kvikmynd með dótturinni - "Mamma er full" Foreldrahlutverkið reynist sumum erfitt. Móðir í San Francisco í Bandaríkjunum virðist hafa fengið nóg af barnamyndunum þegar dóttir hennar vildi sjá nýju Strumpa-myndina í bíó. Hún drakk heila vodkaflösku á meðan myndinni stóð. Erlent 28.11.2011 22:45
Sakaður um að hafa nauðgað dóttur sinni 500 sinnum Réttarhöld eru hafin yfir þýskum karlmanni sem sakaður er um að hafa nauðgað dóttur sinni oftar en 500 sinnum. Hún eignaðist þrjú börn eftir föður sinn. Erlent 28.11.2011 22:30
Aldraðar ruðningshetjur takast á - myndband Það eru 48 ár síðan varnarmaðurinn Angelo Mosca braut illa á leikstjórnandanum Joe Kapp. En óvildin er enn staðar eins og gestir á kvöldverði þeim til heiðurs komust að. Erlent 28.11.2011 22:00
Sökuð um krúttlegt rán Ung kona í Arizona í Bandaríkjunum reyndi að framkvæma eitt allra sætasta búðarrán sem vitað er um. Erlent 28.11.2011 21:00
Nætur-regnbogi náðist á mynd við Skógafoss Ljósmyndarinn Stephane Vetter náði ótrúlegri mynd af nætur-regnboga við Skógafoss. Erlent 28.11.2011 20:19
Æröferjan laus af strandstað Æröferjan komst á flot aftur fyrir stundu. Öflugum dráttarbát tókst að losa ferjuna af sandrifi sem hún strandaði á fyrir utan Svendborg síðdegis í gær. Erlent 28.11.2011 10:06
Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn Kaupmannahafnarbúar sluppu með skrekkinn í morgun þegar von var á að vatn myndi flæða inn í hús í Kristjánshöfn, Nýhöfn og Íslandsbryggju. Erlent 28.11.2011 09:52
Þingkosningar að hefjast í Egyptalandi Fyrstu þingkosningarnar í Egyptalandi frá því að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum í febrúar verða haldnar í dag. Erlent 28.11.2011 07:24
Hætta á flóðum í Kaupmannahöfn Há sjávarhæð við Kaupmannahöfn ógnaði þeim hverfum borgarinnar sem liggja lægst yfir sjávarmáli í morgun. Erlent 28.11.2011 07:18
Gífurlegur áhugi á gömlum Tinna munum Gífurlegur áhugi var meðal safnara á gömlum teikningum, teiknimyndabókum og munum tengdum Tinna sögunum á uppboði sem haldið var í París um helgina. Erlent 28.11.2011 07:07
Mikið óveður kostaði tvo lífið í suðurhluta Skandinavíu Mikið óveður sem gekk yfir suðurhluta Skandinavíu í gærdag og gærkvöldi kostaði að minnsta kosti tvo menn lífið og olli töluverðum truflunum á samgöngum. Erlent 28.11.2011 07:03
Refsiaðgerðir gegn Sýrlandi Arababandalagið samþykkti í gær refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, í von um að það dugi til að fá sýrlensk stjórnvöld til að láta af aðgerðum gegn mótmælendum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið. Erlent 28.11.2011 05:00