Erlent Cameron fær sérhannað smáforrit fyrir iPad Forsætisráðherrann David Cameron mun notast við sérstaka útgáfu af iPad spjaldtölvunni til að fylgjast með stöðu mála í Bretlandi. Cameron mun hafa aðgang að nýjustu fréttum ásamt upplýsingum um atvinnuleysi, glæpatíðni og fleira. Erlent 1.1.2012 18:01 Yfirvöld í Norður-Kóreu boða hagsæld í áramótaávarpi Þegnar Norður-Kóreu eru hvattir til að sameinast og vernda nýskipaðann leiðtoga landsins, Kim Jong-Un. Í áramótaávarpi yfirvalda í Norður-Kóreu kemur fram að stjórnvöld þar í landi muni stemma stigum við matarskorti í landinu ásamt því að auka umsvif hersins. Erlent 1.1.2012 16:26 Áramótin úti í heimi Nú hefur nýja árið gengið í garð í öllum löndum heims en íbúar þriggja landa fengu að njóta gamla ársins lengst allra. Allir þeir sem byggja þessa jörð hafa tekið á móti árinu 2012 með tilheyrandi hátíðahöldum. Íbúar á bandarísku-samóaeyjum, ásamt íbúum Midway-eyja og Níu, eru eflaust enn að fagna því nýja árið gekk þar í garð fyrir rúmri klukkustund. Erlent 1.1.2012 16:01 Jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti skók japanska jörð í morgun sem fannst víða, meðal annars í Fukushima og höfuðborginni Tókyó. Jarðskjálfti upp á sjö á richter reið yfir austur og norðausturhluta landsins klukkan hálf sjö í morgun. Hann átti upptök sín á um þrjúhundruð og fimmtíu kílómetra dýpi við eyjuna Torishima sem er í tæplega sexhundruð kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út. Erlent 1.1.2012 15:57 Páfi fjallar um siðferðilegt uppeldi Benedikt páfi gerði siðferðilegt uppeldi barna og heimsfrið í framtíðinni að umtalsefni í nýársprédikun sinni. "Mig langar til að minna á að það að innræta ungu fólki virðingu á sannleikanum og þekkingu á grundvallar gildum og dygðum þýðir í raun að horfa björtum augum til framtíðar," sagði hann í messunni og undirstrikaði mikilvægi þess að ungt fólk lærði "list friðsamlegrar sambúðar og gagnkvæma virðingu" en heimurinn sem það lifði í gæti kennt þeim að hegða sér á annan hátt. Erlent 1.1.2012 12:39 Nýju ári fagnað í Lundúnum - myndir Mikið var um dýrðir í Lundúnum í nótt. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Thamesá til að fagna nýju ári og fylgjast með flugeldasýningunni. Erlent 1.1.2012 11:57 Vinsælast á Vísi árið 2011 - Erlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 í flokknum erlendar fréttir á Vísi. Erlent 1.1.2012 08:00 Erlendur fréttaannáll 2011 Fréttir ársins 2011 af erlendum vettvangi voru af ýmsum toga. Leiðtogar féllu, brúðkaup aldarinnar fór fram í Lundúnum og enginn fær gleymt harmleiknum í Útey í Noregi. Í meðfylgjandi myndbandi eru tíu stærstu erlendu fréttirnar að mati Fréttastofu Stöðvar 2. Erlent 31.12.2011 17:00 Íranir vilja ræða málin Íranir ætla að óska eftir fundi með Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til að ræða kjarnorkuáætlanir landsins, þetta hefur íranski sendiherrann í Þýskalandi tilkynnt um. Helsti samningamaður Írana um kjarnorkumál mun senda utanríkismálastjóra Evrópusambandsins bréf innan skamms og biðja hann um að undirbúa viðræðurnar. Erlent 31.12.2011 10:24 Enn einn skjálftinn í Christchurch Jarðskjálfti upp á fimm komma þrjá á Richter reið yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt en hann átti upptök sín fjórtán kílómetra norðaustur af borginni. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og þarlend yfirvöld hafa ekki gefið út viðvaranir. Erlent 31.12.2011 10:23 Kærir bar fyrir að afgreiða sig - keyrði út af og lamaðist Bandarísk kona á tvítugsaldri sem stórslasaðist í bílslysi eftir að hafa ekið undir áhrifum hefur höfðað mál gegn krá sem afgreiddi hana án þess að krefja hana um að sýna skilríki. Erlent 30.12.2011 22:49 Faðir leitar á náðir netheima eftir að dóttir hans flúði að heiman Faðir í Texas hefur leitað á náðir netheima í von um að hafa upp á 17 ára dóttur sinni sem flúði að heiman fyrir stuttu. Erlent 30.12.2011 21:29 Skíðamaður varð fyrir snjóflóði Skíðamaður dó þegar hann varð fyrir snjóflóði í gær í skíðabrekkum í vesturhluta Kanada. Embættismenn á svæðinu segja að hlýtt veðurfar og blautur snjór skapi aukna hættu á snjóflóðum sem þessum. Maðurinn var um þrítugt. Hann varð fyrir snjóflóði seint í gærkvöldi. Þegar uppvíst varð um slysið var orðið of seint að leggja af stað til að sækja líkið. Myrkur og hætta á frekari snjóflóðum komu í veg fyrir að líkami mannsins væri sóttur í gær. Erlent 30.12.2011 16:34 Sprengjuárás í Nígeríu Sprengja sprakk nærri mosku í borg í norðurhluta Nígeríu fyrr í dag. Sprengjan sprakk rétt eftir að bænagjörð lauk og fólk var að týnast út úr moskunni. "Fólk henti sér í allar áttir svo það myndaðist mikil ringulreið," segir einn íbúi. Talsmaður hersins á svæðinu kennir öfgahópnum Boko Haram um ódæðið. Hópurinn krefst þess að Nígería taki upp ströng lög byggð á siðgæðisboðum múslima. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hefur hann staðið fyrir fjölda árása, aðallega í norðausturhluta Nígeríu. Meðal annars stóðu þeir fyrir sprengjuárás á kirkjur á jóladag sem drógu 42 til dauða. Erlent 30.12.2011 16:22 Stríðsmenn al Qaeda til Líbíu Leiðtogar Al Qaeda hafa sent reynda stríðsmenn til Líbíu til að safna saman herafla þar. Þetta kemur fram á vef CNN. Einn liðsmanna al Qaeda hefur verið í Líbíu síðan í maí þegar tök Gaddafi á landinu byrjuðu að linast. Á þeim tíma hefur hann hóað saman vopnfærum mönnum og ræður nú um 200 manna liðsafla. Erlendar leyniþjónustur eru meðvitaðar um starfsemi hans í landinu. Erlent 30.12.2011 15:56 Suu Kyi býður sig fram í Mjanmar Ríkisstjórn Mjanmar (Búrma) hefur boðað til aukakosninga til að fylla þingsæti sem hafa losnað síðan síðustu kosningar voru haldnar. Þjóðarhetjan og friðarsinnin Aung San Suu Kyi og flokkur hennar hyggjast bjóða sig fram. Slagurinn stendur um 48 þingsæti, sem losnuðu eftir að þingmenn voru gerðir að embættismönnum eða ráðuneytisstarfsmönnum. Erlent 30.12.2011 15:15 Kínverjar stefna á geiminn Kínverjar opinberuðu afar metnaðarfulla áætlun um geimferðir og geimrannsóknir í vikunni. Þeir stefna meðal annars að því að skjóta mannfólki til tunglsins. Einnig er markmið þeirra að byggja geimstöðvar, safna sýnishornum af tunglinu og setja upp rannsóknarstöðvar í geimnum. Með þessu vilja þeir koma sjálfum sér á kortið í geimrannsóknum. "Fjárhagslegum framförum fylgir þörfin á framþróun og rannsóknum," sagði prófessor við geimvísindaskóla í Beijing við þetta tilefni. Erlent 30.12.2011 14:57 iPad fyrir apa Órangútanar í dýragarðinum í Milwaukee hafa undanfarið fengið að leika sér með iPad spjaldtölvur. Þeir gætu fljótlega orðið þess megnugir að hringja myndsímtöl í loðna félaga sína annars staðar í heiminum. Richard Zimmerman sem rekur griðarstaðinn Orangutan Outreach stendur fyrir þessari nýlundu. "Við vildum gefa þeim færi á að vera eins og lítil börn," sagði Zimmerman. Erlent 30.12.2011 14:26 Átök í Sýrlandi Átök brutust út í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir vörpuðu naglasprengjum og táragasi á um 70.000 mótmælendur sem kröfðust þess að endir yrði bundinn á ofbeldið í landinu og föngum sleppt úr haldi. Blásið var til mótmælanna í dag sökum þess að eftirlitsmenn Arababandalagsins áttu að taka út ástandið í landinu í dag og heimsækja mestu átakastaðina. Mótmælendur hafa krafist þess að eftirlitsmenn bandalagsins hafi sig á brott úr landinu. Þeir telja nærveru þeirra til þess fallna að kaupa Bashar al-Assad, forseta landsins, aukinn tíma og skjóta honum undan alþjóðlegum þrýstingi. Erlent 30.12.2011 13:45 Engar breytingar í vændum í Norður Kóreu Heimsbyggðin skal ekki búast við því að breytinga sé að vænta í Norður Kóreu þrátt fyrir fráfall leiðtogans Kim Jon Il og komu sonar hans Kim Jong Un á stóra sviðið. Þetta segir í skeyti sem flutt var í ríkisfjölmiðlum landsins í nótt og talið er skrifað í umboði Varnarmálaefndarinnar þar í landi, sem ku vera eitt valdamesta stjórnsýslubákn landsins. "Hinir heimskulegu leiðtogar heimsins, þar með talið leiksopparnir í Suður-Kóreu, ættu ekki að láta sig dreyma um neinar breytingar frá Norður Kóreu í bráð," segir í yfirlýsingunni. Erlent 30.12.2011 10:07 Völd leiðtogans treyst "Hinn virti félagi Kim Jong-un er æðsti leiðtogi flokks okkar, hers og lands og hefur hlotið í arf hugmyndafræði, forystu, skapgerð, dyggðir, kjark og hugrekki hins mikla félaga, Kim Jong-il,“ sagði Kim Yong-nam, formaður forsætisnefnar norður-kóreska þjóðþingsins, í ræðu sem hann flutti á minningarathöfn um Kim Jong-il í gær. Erlent 30.12.2011 10:00 Chavez telur Bandaríkin dreifa krabbameini Hinn yfirlýsingaglaði Hugo Chavez hélt því fram í ræðu í gær að Bandaríkin væru ábyrg fyrir því að leiðtogar Suður-Ameríku hafa hver á fætur öðrum greinst með krabbamein. Hann velti því upp að Bandaríkin "gætu hafa fundið upp tækni sem dreyfir krabbameini" og varaði leiðtoga annarra ríkja við því að þeir gætu orðið næstu skotmörk. Chavez hefur sjálfur greinst með krabbamein, en getgátur hans núna koma í kjölfar þess að forseti Argentínu tilkynnti á þriðjudaginn síðastliðinn að hún hefði greinst með krabbamein. Auk þeirra hafa leiðtogar Brasilíu og Paragvæ einnig greinst með krabbamein. Þessi umdeilanlega kenning hans er ekki til þess fallin að bæta samskipti Venesúela og Bandaríkjanna, sem eru töluvert stirð fyrir. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar látið málið sig varða. Victoria Nuland, talsmaður ráðuneytistins, sagði yfirlýsingar Chavez "hræðilegar og vítaverðar" og sagði þær ekki verðskulda frekari athygli. Erlent 29.12.2011 23:54 Snjóhús Guðs í Bæjaralandi Snjókirkja var opnuð fyrir almenning í bænum Mitterfirmiansreut í Þýskalandi í gær. Bæjarbúar reistu kirkjuna til að minnast byggingar svipaðrar kirkju sem reist var fyrir 100 árum. Erlent 29.12.2011 23:46 Jarðarför Kim Jong-Il - Ljósmyndir lagfærðar og risi meðal syrgjenda Hundruðir þúsunda Norður-Kóreubúa voru samankomnir í Pyongyang til að fylgjast með útför fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-Il. Athöfnin var skipulögð af hernaðarlegri nákvæmni. Svo mikil var nákvæmnin að fréttastofa Norður-Kóreu þurfti að fjarlægja nokkra blaðamenn af opinberum ljósmyndum. Erlent 29.12.2011 22:31 Norskir þáttastjórnendur í ruglinu - WTF? Þáttastjórnendur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK upplýstu landa sína óviljandi um internet slangur á meðan þau fjölluðu um sjónaðgerðir eftirlaunaþega. Erlent 29.12.2011 21:29 Krísa í Hollywood Hollywood virðist hafa glatað sjarmanum á þessu ári. Ekki hafa færri heimsótt kvikmyndahús í Bandaríkjunum í 16 ár. Erlent 29.12.2011 21:15 Búast við norðurljósasýningu á næstu dögum Í kjölfar mikillar virkni á yfirborði sólarinnar er talið að fjarskiptakerfi jarðar verði fyrir röskunum á næstu dögum. Einnig má búast við norðurljósasýningu á norðurhveli jarðar. Erlent 29.12.2011 20:30 Kim Jong-un hylltur - myndband Kim Jong-un var miðpunktur allrar athygli á minningarathöfn sem fram fór í Norður Kóreu í dag vegna dauða föður hans. Athöfnin virtist í raun vera táknræn stund þar sem sonurinn tók við völdum, enda var hann hylltur sem "hinn stórkostlegi leiðtogi flokksins, ríkisins og hersins". Erlent 29.12.2011 17:47 Bardot fékk á sig brot - Steve Irwin til hjálpar Brigitte Bardot, skip náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd, fékk á sig brotsjó í suðurhöfum þar sem það var að reyna að trufla veiðar japanskra hvalbáta. Gat kom á skipið en um tíu eru í áhöfnninni. Flaggskip Sea Shephard, Steve Irwin, er á leið til bjargar en reiknað er með því að það gæti tekið Irwin allt að tuttugu tíma að ná til Bardot. Erlent 29.12.2011 11:05 Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grunaðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær. Erlent 29.12.2011 01:00 « ‹ ›
Cameron fær sérhannað smáforrit fyrir iPad Forsætisráðherrann David Cameron mun notast við sérstaka útgáfu af iPad spjaldtölvunni til að fylgjast með stöðu mála í Bretlandi. Cameron mun hafa aðgang að nýjustu fréttum ásamt upplýsingum um atvinnuleysi, glæpatíðni og fleira. Erlent 1.1.2012 18:01
Yfirvöld í Norður-Kóreu boða hagsæld í áramótaávarpi Þegnar Norður-Kóreu eru hvattir til að sameinast og vernda nýskipaðann leiðtoga landsins, Kim Jong-Un. Í áramótaávarpi yfirvalda í Norður-Kóreu kemur fram að stjórnvöld þar í landi muni stemma stigum við matarskorti í landinu ásamt því að auka umsvif hersins. Erlent 1.1.2012 16:26
Áramótin úti í heimi Nú hefur nýja árið gengið í garð í öllum löndum heims en íbúar þriggja landa fengu að njóta gamla ársins lengst allra. Allir þeir sem byggja þessa jörð hafa tekið á móti árinu 2012 með tilheyrandi hátíðahöldum. Íbúar á bandarísku-samóaeyjum, ásamt íbúum Midway-eyja og Níu, eru eflaust enn að fagna því nýja árið gekk þar í garð fyrir rúmri klukkustund. Erlent 1.1.2012 16:01
Jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti skók japanska jörð í morgun sem fannst víða, meðal annars í Fukushima og höfuðborginni Tókyó. Jarðskjálfti upp á sjö á richter reið yfir austur og norðausturhluta landsins klukkan hálf sjö í morgun. Hann átti upptök sín á um þrjúhundruð og fimmtíu kílómetra dýpi við eyjuna Torishima sem er í tæplega sexhundruð kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út. Erlent 1.1.2012 15:57
Páfi fjallar um siðferðilegt uppeldi Benedikt páfi gerði siðferðilegt uppeldi barna og heimsfrið í framtíðinni að umtalsefni í nýársprédikun sinni. "Mig langar til að minna á að það að innræta ungu fólki virðingu á sannleikanum og þekkingu á grundvallar gildum og dygðum þýðir í raun að horfa björtum augum til framtíðar," sagði hann í messunni og undirstrikaði mikilvægi þess að ungt fólk lærði "list friðsamlegrar sambúðar og gagnkvæma virðingu" en heimurinn sem það lifði í gæti kennt þeim að hegða sér á annan hátt. Erlent 1.1.2012 12:39
Nýju ári fagnað í Lundúnum - myndir Mikið var um dýrðir í Lundúnum í nótt. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Thamesá til að fagna nýju ári og fylgjast með flugeldasýningunni. Erlent 1.1.2012 11:57
Vinsælast á Vísi árið 2011 - Erlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 í flokknum erlendar fréttir á Vísi. Erlent 1.1.2012 08:00
Erlendur fréttaannáll 2011 Fréttir ársins 2011 af erlendum vettvangi voru af ýmsum toga. Leiðtogar féllu, brúðkaup aldarinnar fór fram í Lundúnum og enginn fær gleymt harmleiknum í Útey í Noregi. Í meðfylgjandi myndbandi eru tíu stærstu erlendu fréttirnar að mati Fréttastofu Stöðvar 2. Erlent 31.12.2011 17:00
Íranir vilja ræða málin Íranir ætla að óska eftir fundi með Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til að ræða kjarnorkuáætlanir landsins, þetta hefur íranski sendiherrann í Þýskalandi tilkynnt um. Helsti samningamaður Írana um kjarnorkumál mun senda utanríkismálastjóra Evrópusambandsins bréf innan skamms og biðja hann um að undirbúa viðræðurnar. Erlent 31.12.2011 10:24
Enn einn skjálftinn í Christchurch Jarðskjálfti upp á fimm komma þrjá á Richter reið yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt en hann átti upptök sín fjórtán kílómetra norðaustur af borginni. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og þarlend yfirvöld hafa ekki gefið út viðvaranir. Erlent 31.12.2011 10:23
Kærir bar fyrir að afgreiða sig - keyrði út af og lamaðist Bandarísk kona á tvítugsaldri sem stórslasaðist í bílslysi eftir að hafa ekið undir áhrifum hefur höfðað mál gegn krá sem afgreiddi hana án þess að krefja hana um að sýna skilríki. Erlent 30.12.2011 22:49
Faðir leitar á náðir netheima eftir að dóttir hans flúði að heiman Faðir í Texas hefur leitað á náðir netheima í von um að hafa upp á 17 ára dóttur sinni sem flúði að heiman fyrir stuttu. Erlent 30.12.2011 21:29
Skíðamaður varð fyrir snjóflóði Skíðamaður dó þegar hann varð fyrir snjóflóði í gær í skíðabrekkum í vesturhluta Kanada. Embættismenn á svæðinu segja að hlýtt veðurfar og blautur snjór skapi aukna hættu á snjóflóðum sem þessum. Maðurinn var um þrítugt. Hann varð fyrir snjóflóði seint í gærkvöldi. Þegar uppvíst varð um slysið var orðið of seint að leggja af stað til að sækja líkið. Myrkur og hætta á frekari snjóflóðum komu í veg fyrir að líkami mannsins væri sóttur í gær. Erlent 30.12.2011 16:34
Sprengjuárás í Nígeríu Sprengja sprakk nærri mosku í borg í norðurhluta Nígeríu fyrr í dag. Sprengjan sprakk rétt eftir að bænagjörð lauk og fólk var að týnast út úr moskunni. "Fólk henti sér í allar áttir svo það myndaðist mikil ringulreið," segir einn íbúi. Talsmaður hersins á svæðinu kennir öfgahópnum Boko Haram um ódæðið. Hópurinn krefst þess að Nígería taki upp ströng lög byggð á siðgæðisboðum múslima. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hefur hann staðið fyrir fjölda árása, aðallega í norðausturhluta Nígeríu. Meðal annars stóðu þeir fyrir sprengjuárás á kirkjur á jóladag sem drógu 42 til dauða. Erlent 30.12.2011 16:22
Stríðsmenn al Qaeda til Líbíu Leiðtogar Al Qaeda hafa sent reynda stríðsmenn til Líbíu til að safna saman herafla þar. Þetta kemur fram á vef CNN. Einn liðsmanna al Qaeda hefur verið í Líbíu síðan í maí þegar tök Gaddafi á landinu byrjuðu að linast. Á þeim tíma hefur hann hóað saman vopnfærum mönnum og ræður nú um 200 manna liðsafla. Erlendar leyniþjónustur eru meðvitaðar um starfsemi hans í landinu. Erlent 30.12.2011 15:56
Suu Kyi býður sig fram í Mjanmar Ríkisstjórn Mjanmar (Búrma) hefur boðað til aukakosninga til að fylla þingsæti sem hafa losnað síðan síðustu kosningar voru haldnar. Þjóðarhetjan og friðarsinnin Aung San Suu Kyi og flokkur hennar hyggjast bjóða sig fram. Slagurinn stendur um 48 þingsæti, sem losnuðu eftir að þingmenn voru gerðir að embættismönnum eða ráðuneytisstarfsmönnum. Erlent 30.12.2011 15:15
Kínverjar stefna á geiminn Kínverjar opinberuðu afar metnaðarfulla áætlun um geimferðir og geimrannsóknir í vikunni. Þeir stefna meðal annars að því að skjóta mannfólki til tunglsins. Einnig er markmið þeirra að byggja geimstöðvar, safna sýnishornum af tunglinu og setja upp rannsóknarstöðvar í geimnum. Með þessu vilja þeir koma sjálfum sér á kortið í geimrannsóknum. "Fjárhagslegum framförum fylgir þörfin á framþróun og rannsóknum," sagði prófessor við geimvísindaskóla í Beijing við þetta tilefni. Erlent 30.12.2011 14:57
iPad fyrir apa Órangútanar í dýragarðinum í Milwaukee hafa undanfarið fengið að leika sér með iPad spjaldtölvur. Þeir gætu fljótlega orðið þess megnugir að hringja myndsímtöl í loðna félaga sína annars staðar í heiminum. Richard Zimmerman sem rekur griðarstaðinn Orangutan Outreach stendur fyrir þessari nýlundu. "Við vildum gefa þeim færi á að vera eins og lítil börn," sagði Zimmerman. Erlent 30.12.2011 14:26
Átök í Sýrlandi Átök brutust út í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir vörpuðu naglasprengjum og táragasi á um 70.000 mótmælendur sem kröfðust þess að endir yrði bundinn á ofbeldið í landinu og föngum sleppt úr haldi. Blásið var til mótmælanna í dag sökum þess að eftirlitsmenn Arababandalagsins áttu að taka út ástandið í landinu í dag og heimsækja mestu átakastaðina. Mótmælendur hafa krafist þess að eftirlitsmenn bandalagsins hafi sig á brott úr landinu. Þeir telja nærveru þeirra til þess fallna að kaupa Bashar al-Assad, forseta landsins, aukinn tíma og skjóta honum undan alþjóðlegum þrýstingi. Erlent 30.12.2011 13:45
Engar breytingar í vændum í Norður Kóreu Heimsbyggðin skal ekki búast við því að breytinga sé að vænta í Norður Kóreu þrátt fyrir fráfall leiðtogans Kim Jon Il og komu sonar hans Kim Jong Un á stóra sviðið. Þetta segir í skeyti sem flutt var í ríkisfjölmiðlum landsins í nótt og talið er skrifað í umboði Varnarmálaefndarinnar þar í landi, sem ku vera eitt valdamesta stjórnsýslubákn landsins. "Hinir heimskulegu leiðtogar heimsins, þar með talið leiksopparnir í Suður-Kóreu, ættu ekki að láta sig dreyma um neinar breytingar frá Norður Kóreu í bráð," segir í yfirlýsingunni. Erlent 30.12.2011 10:07
Völd leiðtogans treyst "Hinn virti félagi Kim Jong-un er æðsti leiðtogi flokks okkar, hers og lands og hefur hlotið í arf hugmyndafræði, forystu, skapgerð, dyggðir, kjark og hugrekki hins mikla félaga, Kim Jong-il,“ sagði Kim Yong-nam, formaður forsætisnefnar norður-kóreska þjóðþingsins, í ræðu sem hann flutti á minningarathöfn um Kim Jong-il í gær. Erlent 30.12.2011 10:00
Chavez telur Bandaríkin dreifa krabbameini Hinn yfirlýsingaglaði Hugo Chavez hélt því fram í ræðu í gær að Bandaríkin væru ábyrg fyrir því að leiðtogar Suður-Ameríku hafa hver á fætur öðrum greinst með krabbamein. Hann velti því upp að Bandaríkin "gætu hafa fundið upp tækni sem dreyfir krabbameini" og varaði leiðtoga annarra ríkja við því að þeir gætu orðið næstu skotmörk. Chavez hefur sjálfur greinst með krabbamein, en getgátur hans núna koma í kjölfar þess að forseti Argentínu tilkynnti á þriðjudaginn síðastliðinn að hún hefði greinst með krabbamein. Auk þeirra hafa leiðtogar Brasilíu og Paragvæ einnig greinst með krabbamein. Þessi umdeilanlega kenning hans er ekki til þess fallin að bæta samskipti Venesúela og Bandaríkjanna, sem eru töluvert stirð fyrir. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar látið málið sig varða. Victoria Nuland, talsmaður ráðuneytistins, sagði yfirlýsingar Chavez "hræðilegar og vítaverðar" og sagði þær ekki verðskulda frekari athygli. Erlent 29.12.2011 23:54
Snjóhús Guðs í Bæjaralandi Snjókirkja var opnuð fyrir almenning í bænum Mitterfirmiansreut í Þýskalandi í gær. Bæjarbúar reistu kirkjuna til að minnast byggingar svipaðrar kirkju sem reist var fyrir 100 árum. Erlent 29.12.2011 23:46
Jarðarför Kim Jong-Il - Ljósmyndir lagfærðar og risi meðal syrgjenda Hundruðir þúsunda Norður-Kóreubúa voru samankomnir í Pyongyang til að fylgjast með útför fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-Il. Athöfnin var skipulögð af hernaðarlegri nákvæmni. Svo mikil var nákvæmnin að fréttastofa Norður-Kóreu þurfti að fjarlægja nokkra blaðamenn af opinberum ljósmyndum. Erlent 29.12.2011 22:31
Norskir þáttastjórnendur í ruglinu - WTF? Þáttastjórnendur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK upplýstu landa sína óviljandi um internet slangur á meðan þau fjölluðu um sjónaðgerðir eftirlaunaþega. Erlent 29.12.2011 21:29
Krísa í Hollywood Hollywood virðist hafa glatað sjarmanum á þessu ári. Ekki hafa færri heimsótt kvikmyndahús í Bandaríkjunum í 16 ár. Erlent 29.12.2011 21:15
Búast við norðurljósasýningu á næstu dögum Í kjölfar mikillar virkni á yfirborði sólarinnar er talið að fjarskiptakerfi jarðar verði fyrir röskunum á næstu dögum. Einnig má búast við norðurljósasýningu á norðurhveli jarðar. Erlent 29.12.2011 20:30
Kim Jong-un hylltur - myndband Kim Jong-un var miðpunktur allrar athygli á minningarathöfn sem fram fór í Norður Kóreu í dag vegna dauða föður hans. Athöfnin virtist í raun vera táknræn stund þar sem sonurinn tók við völdum, enda var hann hylltur sem "hinn stórkostlegi leiðtogi flokksins, ríkisins og hersins". Erlent 29.12.2011 17:47
Bardot fékk á sig brot - Steve Irwin til hjálpar Brigitte Bardot, skip náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd, fékk á sig brotsjó í suðurhöfum þar sem það var að reyna að trufla veiðar japanskra hvalbáta. Gat kom á skipið en um tíu eru í áhöfnninni. Flaggskip Sea Shephard, Steve Irwin, er á leið til bjargar en reiknað er með því að það gæti tekið Irwin allt að tuttugu tíma að ná til Bardot. Erlent 29.12.2011 11:05
Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grunaðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær. Erlent 29.12.2011 01:00