Erlent

Nýju ári fagnað í Lundúnum - myndir

Big Ben, klukkuturn Westministerhallar, og parísarhjólið London Eye.
Big Ben, klukkuturn Westministerhallar, og parísarhjólið London Eye. mynd/AFP
Mikið var um dýrðir í Lundúnum í nótt. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Thamesá til að fagna nýju ári og fylgjast með flugeldasýningunni.

Að vanda sló Big Ben inn nýja árið og það var ákaft fagnað þegar síðasti tónninn var sleginn. Parísarhljólið London Eye var síðan miðpunktur glæsilegrar flugeldasýningar sem stóð yfir í tæpar 12 mínútur.

Rúmlega 12.000 flugeldar voru sprengdir á meðan fjöldinn fagnaði og dansaði við tóna frá plötusnúð BBC Radio 1.

Hálf milljón manna mun síðan taka þátt í nýársskrúðgöngu í borginni í dag. Um 10.000 hljóðfæraleikarar og skemmtikraftar frá Bandaríkjunum munu taka þátt í göngunni.

Aðstandendur göngunnar segja að hún sé í raun lokaæfing fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Lundúnum á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×