Erlent

Enn einn skjálftinn í Christchurch

Skjálftinn í Christchurch fyrr á árinu olli gríðarlegu tjóni.
Skjálftinn í Christchurch fyrr á árinu olli gríðarlegu tjóni. Mynd/AP
Jarðskjálfti upp á fimm komma þrjá á Richter reið yfir nýsjálensku borgina Christchurch í nótt en hann átti upptök sín fjórtán kílómetra norðaustur af borginni. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og þarlend yfirvöld hafa ekki gefið út viðvaranir.

Álíka stór skjálfti skók nýsjálenska jörð á Þorláksmessu en tíu mánuðir eru liðnir frá því að öflug jarðskjálftahrina varð tvöhundruð manns að bana og olli miklu tjóni þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×