Erlent

Átök í Sýrlandi

Stjórn Bashar al-Assad mótmælt í myndum.
Stjórn Bashar al-Assad mótmælt í myndum. Mynd/AFP
Átök brutust út í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir vörpuðu naglasprengjum og táragasi á um 70.000 mótmælendur sem kröfðust þess að endir yrði bundinn á ofbeldið í landinu og föngum sleppt úr haldi.

Blásið var til mótmælanna í dag sökum þess að eftirlitsmenn Arababandalagsins áttu að taka út ástandið í landinu í dag og heimsækja mestu átakastaðina. Mótmælendur hafa krafist þess að eftirlitsmenn bandalagsins hafi sig á brott úr landinu. Þeir telja nærveru þeirra til þess fallna að kaupa Bashar al-Assad, forseta landsins, aukinn tíma og skjóta honum undan alþjóðlegum þrýstingi.

"Á föstudaginn munum við ganga berir að ofan að torgi frelsisins," sögðu mótmælendur í yfirlýsingu á facebook síðu sinni. Við munum ganga eins og við gerðum áður með olíuviðargreinar, til þess eins að Bashar tæki á móti okkur með stórskotaliði og geltandi hríðskotabyssum."

Samkvæmt upplýsingum fréttamiðilsins Al Jazeera létustu alla vega 17 manns í dag. Síðan mótmælin hófust í mars á þessu ári er talið að um 5.000 manns hafi týnt lífinu í átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×