Erlent

Yfirvöld í Norður-Kóreu boða hagsæld í áramótaávarpi

Frá minningarathöfn um Kin Jong-Il í Pyongyang.
Frá minningarathöfn um Kin Jong-Il í Pyongyang. mynd/AFP
Þegnar Norður-Kóreu eru hvattir til að sameinast og vernda nýskipaðann leiðtoga landsins, Kim Jong-Un. Í áramótaávarpi yfirvalda í Norður-Kóreu kemur fram að stjórnvöld þar í landi muni stemma stigum við matarskorti í landinu ásamt því að auka umsvif hersins.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu boða nýtt skeið velmegunar í landinu og að nauðsynlegt sé að allir þegnar landsins séu fullvissir um ágæti hins nýja leiðtoga. Í ávarpinu kemur einnig fram að á næstu árum muni Norður-Kórea blómstra og að Pyongyang muni umbreytast í sósíalískt draumaland.

Í ávarpinu er hvergi að finna gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjunum. Er það talin góð vísbending um að yfirvöld í Norður-Kóreu séu reiðubúin að halda samningaviðræðum við Bandaríkin áfram.

Mikil áhersla er lögð á stuðning við Kim Jong-un í ávarpinu og er íbúum Norður-Kóreu skipað að styðja leiðtogann, jafnvel þó að það myndi kosta þau lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×