Erlent

Cameron fær sérhannað smáforrit fyrir iPad

Cameron hefur dálæti af vörum Apple.
Cameron hefur dálæti af vörum Apple. mynd/AFP
Forsætisráðherrann David Cameron mun notast við sérstaka útgáfu af iPad spjaldtölvunni til að fylgjast með stöðu mála í Bretlandi. Cameron mun hafa aðgang að nýjustu fréttum ásamt upplýsingum um atvinnuleysi, glæpatíðni og fleira.

Sérfræðingar á vegum ríkisstjórnar Camerons vinna nú að uppsetningu spjaldtölvunnar og koma til með að hanna sérstakt smáforrit til að hjálpa forsætisráðherranum á ferðum sínum um heiminn. Cameron mun einnig hafa aðgang að samskiptasíðunni Twitter í gegnum smáforritið.

Cameron er mikill aðdáandi tæknirisans Apple. Í viðtali við fréttablaðið The Daily Telegraph árið 2010 sagði Cameron að hann notaði reglulega iMac tölvu og iPad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×