Erlent

Norskir þáttastjórnendur í ruglinu - WTF?

PWN3D.
PWN3D. mynd/NRK
Þáttastjórnendur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK upplýstu landa sína óviljandi um internet slangur á meðan þau fjölluðu um sjónaðgerðir eftirlaunaþega.

Atvikið átti sér stað í fréttaþættinum Dagsrevyen. Stjórnendur þáttarins ræddu á alvarlegum nótum um sjónaðgerðir á meðan spjald með vinsælum skammstöfunum var birt á milli þeirra. Bæði virtust þau vera grunlaus um hvaða skilaboðum var komið á framfæri á spjaldinu.

Skammstöfunin OMG var efst á spjaldinu á meðan WTF fylgdi á eftir. Því næst var áhorfendum skipað að STFU áður en sigri var lýst yfir með tákna röðinni PWN3D.

Engin útskýring hefur borist á glappaskotinu en augljóst er að orðaraðirnar eru ekki af handahófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×