Erlent

Depardieu mun leika Strauss-Kahn

Franski leikarinn Gerard Depardieu mun leika Dominique Strauss-Kahn í væntanlegri kvikmynd. Myndin mun fjalla um kynlífshneyksli sem leiddu til þess að Strauss-Kahn sagði af sér sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Erlent

Tækniundrið Philae mun lenda á halastjörnu

Könnunarflaugin Rosetta stefnir nú hraðbyri í átt að halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenk. Stefnt er að því að hún muni lenda á halastjörnunni í janúar árið 2014 og brjóta þá blað í sögu geimvísinda.

Erlent

Ákvörðun Rússlands og Kína "svívirðileg"

Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna harma ákvörðun Rússlands og Kína um að hafa beitt neitunarvaldi sínu í gær þegar ráðið fjallaði um ályktun varðandi ástandið í Sýrlandi.

Erlent

Samgöngur farnar úr skorðum í Bretlandi

Snjó hefur kyngt niður í Bretlandi og liggja samgöngur þar víða niðri. Ökumenn hafa neyðst til að skilja bíla sína eftir á hraðbrautum vegna snjóþungans og hafa björgunarsveitarmenn á sérútbúnum bifreiðum þurft að kalla eftir aðstoð.

Erlent

Fljúgandi fólk yfir New York

Auglýsingabrella hefur vakið mikla athygli á myndbandavefsíðunni YouTube. Myndbandið sýnir nokkrar fjarstýrðar flugvélar í mannslíki svífa yfir götum New York í Bandaríkjunum.

Erlent

Féll í kælilaug kjarnaofns

Starfsmaður í kjarnorkuveri í Kaliforníu varð fyrir þeirri óheppilegri reynslu að detta ofan í kælilaug kjarnaofns. Slysið átti sér stað þegar hann teygði sig í vasaljós sem hann hafði misst.

Erlent

Öryggisráðið fundar um Sýrland

Talið er að 200 hafi látist í sprengjuárásum í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Andspyrnuhópar segja að yfirvöld þar landi hafi staðið að baki árásinni.

Erlent

Rússar mótmæla í frosthörkum

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag en þess er krafist að Vladimír Pútín dragi forsetaframboð sitt til baka. Skipuleggjendur mótmælanna segja að 120.000 manns hafi verið á mótmælunum.

Erlent

Manning mun fara fyrir herdómstól

Bandaríski herinn hefur staðfest að Bradley Manning, greiningasérfræðingnum sem gefið að sök að hafa lekið þúsundum skjala sem innihéldu mikilvægar öryggisupplýsingar til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, verði sóttur til saka fyrir herdómstólum, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Erlent

Finnar kjósa um helgina

Forsetakosningar fara fram í Finnlandi um helgina. Frambjóðendurnir tveir, þeir Pekka Haavisto og Sauli Niinistö, eru báðir evrópusinnar og telja björgun evrunnar vera forgangsatriði.

Erlent