Erlent

Ákvörðun Rússlands og Kína "svívirðileg"

Susan Rice, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.
Susan Rice, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AP
Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna harma ákvörðun Rússlands og Kína um að hafa beitt neitunarvaldi sínu í gær þegar ráðið fjallaði um ályktun varðandi ástandið í Sýrlandi.

Sendifulltrúi Bandaríkjanna sagði að ákvörðunin hafi verið skammarleg.

Rökstuðningur Rússlands og Kína var sá að ályktunin hafi ekki verið sanngjörn gagnvart yfirvöldum í Sýrlandi.

Að lokinni atkvæðagreiðslu sagði fulltrúi Bandaríkjanna að beiting neitunarvaldsins hafi verið svívirðileg og áframhaldandi blóðsúthellingar í landinu væru nú á ábyrgð Rússlands og Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×