Erlent

Samgöngur farnar úr skorðum í Bretlandi

mynd/AP
Snjó hefur kyngt niður í Bretlandi og liggja samgöngur þar víða niðri. Ökumenn hafa neyðst til að skilja bíla sína eftir á hraðbrautum vegna snjóþungans og hafa björgunarsveitarmenn á sérútbúnum bifreiðum þurft að kalla eftir aðstoð.

Lestar ganga ekki sem skildi og þúsundir flugfarþega eru strandaglópar víðsvegar um landið, en flugferðum hefur meðal annars verið aflýst eða seinkað á flugvöllunum í Luton, Stansted og Birmingham.

Flug frá Íslandi til Bretlands hefur þó ekki raskast í morgun vegna ástandsins samkvæmt vefsíðu Keflavíkurflugvallar og eru öll flug frá Keflavík í dag á áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×