Erlent

Evrópuþingið vill skákkennslu í alla grunnskóla

Evrópuþingið vill að skák verði kennd við alla grunnskóla í Evrópusambandinu. Ganga á til atkvæðagreiðslu um málið í næsta mánuði og það yrði þá sent framkvæmdanefnd sambandsins til afgreiðslu í framhaldinu.

Erlent

Fyrrum kærustupar deildu um forræði yfir hundi

Það var mikil gleði í dómsal í litlum bæ í grennd við borgina Marseille í Frakklandi á dögunum en þá vann karlmaður forræðisdeilu sem fyrrum kærasta hans höfðaði gegn honum. Deilan snérist þó ekki um barn eins og algengt er í slíkum málum, heldur um hund.

Erlent

Sagðir hafa lagt á ráðin um dráp á diplómötum

Hópur írana sem nú er í haldi lögreglu í Bankok í Tælandi ætlaði að ráða tvo ísraelska diplómata af dögum. Þetta fullyrðir lögreglan þar í landi. Ekki hefur verið gefið út um hvaða einstaklinga var að ræða en lögreglan segir að undirbúningur fyrir tilræðin hafi verið langt kominn.

Erlent

Átta palestínsk börn létust í árekstri

Að minnsta kosti átta palestínsk börn og kennari þeirra létust í morgun þegar rúta sem þau voru farþegar í rakst á Ísraelskan flutningabíl. Börnin voru á leið til Ramallah þegar slysið varð. Rútan fór veltu og braust út eldur um leið.

Erlent

Vill milljarð fyrir koníakssafn

Hollenskur maður ætlar að freista þess að selja koníaks-safn sitt en það telur yfir fimm þúsund flöskur. Verðmætasta flaskan í safninu er metin á um 150 þúsund evrur. Það er ansi mikið fyrir koníak en það sem er merkilegt við flöskuna er að hún kemur frá herliði Napólenos og er frá árinu 1795.

Erlent

Hundruð brunnu inni í fangelsinu

Meira en þrjú hundruð manns létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Hondúras í gær. Tugir brunnu inni meðan slökkvilið var að leita að lyklum. Fimm hundruð fangar sluppu. Ævareiðir aðstandendur heimta svör.

Erlent

Wikileaks fordæmir UNESCO

Stjórnendur uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks fordæma menningarstofnun Sameinuðu Þjóðanna fyrir að meina aðstandendum síðunnar aðgangi að ráðstefnu stofnunarinnar um Wikileaks.

Erlent

Öryggissveitir bæla mótmæli

Fjölmennt lið öryggissveita í Barein kæfði í gær mótmæli sjía-múslima, sem höfðu komið saman víða um land til að minnast þess að eitt ár var liðið frá því að mótmæli þeirra gegn stjórn súnní-múslíma hófust.

Erlent

Þriðjungur hefur aldrei gifst

Rétt tæpur þriðjungur Dana yfir 17 ára aldri er ógiftur og hefur aldrei gifst, að því er fram kemur í úttekt dönsku tölfræðistofnunarinnar. Rétt tæpur helmingur er í hjónabandi sem stendur.

Erlent

Vill verjast herskáu trúleysi

„Ég óttast að herská veraldarhyggjuvæðing sé að ná völdum í þjóðfélögum okkar,“ segir Sayeeda Warsi, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, og hvetur til þess að trúin fái að gegna stærra hlutverki í stjórnmálum.

Erlent