Treysta Grikkjum ekki til að standa við sparnaðaráform 15. febrúar 2012 05:30 Mikil reiði er meðal almennings í Grikklandi út í stjórnvöld og sparnaðaráform þeirra. nordicphotos/AFP Efnahagur Grikklands heldur áfram að versna, þrátt fyrir strangar sparnaðarráðstafanir og fjárhagsaðstoð að utan. Grikkjum ekki treyst til að standa við niðurskurðaráformin. Kínverjar gefa óljós loforð um aðstoð. Efnahagur Grikklands dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá fjórða ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Þetta er meiri samdráttur en reiknað hafði verið með, þrátt fyrir harðan niðurskurð á fjárlögum, skattahækkanir og ýmsar sparnaðarráðstafanir. Gríska þingið samþykkti nýjustu niðurskurðaráformin á sunnudag, en í dag ætla fjármálaráðherrar evruríkjanna að hittast til að leggja blessun sína yfir þau áform, sem eru skilyrði þess að Grikkir fái 130 milljarða aðstoð frá ESB og AGS. Kröfurnar, sem ESB og AGS gera til Grikkja, sýna að grískum stjórnvöldum er varla treyst til að standa við fögru áformin um niðurskurð í ríkisfjármálum. Undanfarin ár hefur grískum stjórnvöldum gengið illa að standa við loforð um niðurskurð og hagræðingu. Meðal annars hafa áform um stórfellda sölu ríkiseigna og einkavæðingu ekki skilað þeim tekjum í ríkissjóð sem stjórnin gekk út frá í áætlunum sínum. Í þetta skiptið vilja því ESB og AGS sjá áþreifanlegar niðurstöður áður en frekari fjárhagsaðstoð er veitt. Gríska stjórnin vinnur meðal annars hörðum höndum þessa dagana við að ljúka samningum við marga helstu lánardrottna ríkisins, einkum gríska og erlenda einkabanka, um niðurfellingu skulda. Samdrátturinn og niðurskurðurinn hafa bitnað harkalega á almenningi í landinu, sem er stjórnvöldum ævareiður fyrir að láta undan kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð. Um hundrað og fimmtíu fyrirtæki skemmdust illa í óeirðum í Aþenu á sunnudag, meðan gríska þingið var að greiða atkvæði um sparnaðaraðgerðirnar. Tugir þingmanna hættu þetta kvöld stuðningi við ríkisstjórnina og nú hefur verið boðað til kosninga í apríl, þegar Grikkir hafa lokið við að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum sínum. Leiðtogar Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsóttu í gær Wen Jibao, forsætisráðherra Kína. Hann vildi engu ákveðnu lofa um þátttöku Kínverja í fjármögnun stöðugleikasjóðs evruríkjanna, gaf hins vegar almenn loforð um að Kínverjar muni gera sitt til þess að aðstoða evruríkin. Evrópusambandið hefur hins vegar áður fengið loforð af þessu tagi frá Kínverjum, en efndirnar hafa látið standa á sér.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Efnahagur Grikklands heldur áfram að versna, þrátt fyrir strangar sparnaðarráðstafanir og fjárhagsaðstoð að utan. Grikkjum ekki treyst til að standa við niðurskurðaráformin. Kínverjar gefa óljós loforð um aðstoð. Efnahagur Grikklands dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá fjórða ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Þetta er meiri samdráttur en reiknað hafði verið með, þrátt fyrir harðan niðurskurð á fjárlögum, skattahækkanir og ýmsar sparnaðarráðstafanir. Gríska þingið samþykkti nýjustu niðurskurðaráformin á sunnudag, en í dag ætla fjármálaráðherrar evruríkjanna að hittast til að leggja blessun sína yfir þau áform, sem eru skilyrði þess að Grikkir fái 130 milljarða aðstoð frá ESB og AGS. Kröfurnar, sem ESB og AGS gera til Grikkja, sýna að grískum stjórnvöldum er varla treyst til að standa við fögru áformin um niðurskurð í ríkisfjármálum. Undanfarin ár hefur grískum stjórnvöldum gengið illa að standa við loforð um niðurskurð og hagræðingu. Meðal annars hafa áform um stórfellda sölu ríkiseigna og einkavæðingu ekki skilað þeim tekjum í ríkissjóð sem stjórnin gekk út frá í áætlunum sínum. Í þetta skiptið vilja því ESB og AGS sjá áþreifanlegar niðurstöður áður en frekari fjárhagsaðstoð er veitt. Gríska stjórnin vinnur meðal annars hörðum höndum þessa dagana við að ljúka samningum við marga helstu lánardrottna ríkisins, einkum gríska og erlenda einkabanka, um niðurfellingu skulda. Samdrátturinn og niðurskurðurinn hafa bitnað harkalega á almenningi í landinu, sem er stjórnvöldum ævareiður fyrir að láta undan kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð. Um hundrað og fimmtíu fyrirtæki skemmdust illa í óeirðum í Aþenu á sunnudag, meðan gríska þingið var að greiða atkvæði um sparnaðaraðgerðirnar. Tugir þingmanna hættu þetta kvöld stuðningi við ríkisstjórnina og nú hefur verið boðað til kosninga í apríl, þegar Grikkir hafa lokið við að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum sínum. Leiðtogar Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsóttu í gær Wen Jibao, forsætisráðherra Kína. Hann vildi engu ákveðnu lofa um þátttöku Kínverja í fjármögnun stöðugleikasjóðs evruríkjanna, gaf hins vegar almenn loforð um að Kínverjar muni gera sitt til þess að aðstoða evruríkin. Evrópusambandið hefur hins vegar áður fengið loforð af þessu tagi frá Kínverjum, en efndirnar hafa látið standa á sér.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira