Erlent

Matarlaus í bíl í tvo mánuði í norður Svíþjóð

Sænskur maður sem fannst á föstudag eftir tveggja mánaða dvöl í bíl sínum án matar er á batavegi. Að sögn lækna er hann vakandi og fær um að eiga tjáskipti. Hitastigið utan við bílinn fór lægst niður í -30 gráður og telja læknar að snjórinn utan við bílinn hafi breytt honum í eins konar snjóhús og þar með komið í veg fyrir að maðurinn dæi úr kulda.

Erlent

Íran stöðvar olíusölu til Breta og Frakka

Íran hefur stöðvað sölu á olíu til breskra og franskra fyrirtækja. Olíumálaráðherra Írans tilkynnti þetta í dag. Aðildarríki Evrópusambandsins höfðu áður samþykkt að hætta að flytja inn olíu frá Íran frá og með 1. júlí næstkomandi. Sú ákvörðun Evrópusambandsins er tekin til þess að þrýsta á Írani að hætta tilraunum með úraníum. Slíkt efni er hægt að nota í friðsamlegum tilgangi en líka til þess að hana gereyðingarvopn. Kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna telur sig hafa upplýsingar um að Íran sé að þróa slík vopn en írönsk stjórnvöld segja að allar þróanir með úraníum séu í friðsamlegum tilgangi.

Erlent

Obama ætlar að vinna kosningar með Facebook

Facebook mun skipta sköpum í kosningabaráttu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningum sem fram fara síðar á þessu ári. Kerfisfræðingar á vegum kosningastjórnar Obama eru nú að byggja umfangsmikinn gagnagrunn sem virkar þannig að hægt verður að safna upplýsingum um milljónir kjósenda í gegnum Facebook. Þannig býst kosningastjórnin við því að hægt verði að ná til kjósenda eftir leiðum sem hafa ekki verið farnar aftur.

Erlent

Whitney borin til grafar í dag

Poppstjarnan Whitney Houston verður jarðsett í dag við hlið föður síns í Fairview kirkjugarðinum í Westfield. Fjögurra klukkustunda löng minningarathöfn um hana fór fram í New Hope Baptistakirkjunni í New Jersey í gær. Cissy móðir hennar og Bobbi Kristina dóttir hennar hágrétu þegar kista Whitney var borin út úr kirkjunni eftir að athöfninni lauk. Athöfnin var ákaflega falleg en þó bar þann skugga á að Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður Whitney, stormaði út úr kirkjunni áður en athöfnin hófst. Hann mun hafa verið ósáttur við sætaskipan í kirkjunni.

Erlent

Höfðu efasemdir um að Whitney væri sú rétta

Kevin Costner mótleikari Whitney Houston í Bodyguard hélt hjartnæma ræðu við útför hennar í dag. Hann sagði að framleiðendur myndarinnar hefðu upphaflega haft verulegar efasemdir um að Whitney væri rétta manneskjan í hlutverkið. Þá hefði alls ekki staðið til að lagið I will always love you væri í myndinni.

Erlent

Whitney borin til grafar - bein útsending

Útför söngkonunnar Whitney Houston fer fram nú í kvöld og hófst hún klukkan fimm að íslenskum tíma. Búist var við að um 1500 manns, vinir og ættingjar yrðu viðstaddir, en milljónir manna fylgjast með útsendingunni á Netinu. Stevie Wonder syngur við jarðarförina og Kevin Costner, sem lék á móti henni í kvikmyndinni Bodyguard flytur minningarorð. Útförin fór fram í kirkju í Newark þar sem Whitney söng í bernsku. Whitney Houston lést á hóteli í Beverly Hills um síðustu helgi. Grunur leikur á að hún hafi látist af völdum lyfjaneyslu en beðið er niðurstaðna úr eiturefnaprófi til að staðfesta það.

Erlent

Öll heimsbyggðin mun geta fylgst með útför Whitney

Gert er ráð fyrir að öll veröldin muni geta fylgst með þegar Whitney Houston verður borin til grafar í dag klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Blaðið Los Angeles Times segir að einungis fjölskylda og vinir verði viðstaddir útförina en AP fréttastofan ætlar að sýna hana á Netinu. Þeir em verða viðstaddir útförina eru Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Costner mótleikari hennar úr Bodyguard, Dionne Warwick, Alicia Keys og fleiri frægir.

Erlent

Stungin til bana í miðborg Malmö

Kona á fertugsaldri var stungin til bana á götu úti í miðborg Malmö í Svíþjóð í gær. Fjöldi vegfarenda varð vitni að morðinu, þar á meðal tvær ungar dætur konunnar, en verknaðurinn átti sér stað á háannartíma. Lögreglan handtók stuttu síðar karlmann nálægt morðvettvangi útataðan í blóði. Fórnarlambið og árásarmaðurinn eru talin hafa átt í ástarsambandi fyrir einhverju síðan en lögreglan segir að morðið megi rekja til forræðisdeilu þeirra.

Erlent

Grunaður um að hafa ætlað að ráðast á þinghúsið

Karlmaður var handtekinn í gær nærri þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Maðurinn er 29 ára gamall og er sagður vera ólöglegur innflytjandi frá Marokkó. Yfirvöld í Washington telja að maðurinn hafi ætlað að sprengja sig í loft upp við þinghúsið. Alríkislögreglan, FBI, og öryggisverðir i þinghúsinu segja að fylgst hafi verið með manninum vikum saman. Yfirvöld segja að almenningi hafi ekki stafað hætta af manninum.

Erlent

Skipar 22 nýja kardínála í dag

Benedikt sextándi páfi mun skipa 22 nýja kardínála við hátíðlega athöfn í Péturskirkjunni í Róm í dag. Kardínálar eru æðstu embættismenn páfans. Nýir og gamlir kardínálar hittust á lokuðum fundi í gær til að ræða hvernig hægt væri að auka trú almennings, en hún þykir fara þverrandi víðs vegar um heim. Eftir athöfnina í dag munu kardínálar í kaþólsku kirkjunni verða alls 213 talsins. Þar af eru 125 undir áttatíu ára aldri. Það eru þeir sem munu taka þátt í vali á nýjum páfa þegar Benedikt sextándi fellur frá.

Erlent

Vilja aðstoða uppreisnarmenn

Sýrlenski herinn hélt áfram þungum sprengjuárásum á íbúa borgarinnar Homs í gær, daginn eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti harðorða ályktun þar sem krafist er afsagnar Bashars al-Assads Sýrlandsforseta.

Erlent

Skipaður fiskimálaráðherra

Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur skipað Jacob Westergaard í embætti fiskimálaráðherra. Johannesen leysti Jákup Mikkelsen úr embættinu því að hann þótti of tengdur aðilum í sjávarútvegi. Til dæmis er mágur hans umsvifamikill útgerðarmaður.

Erlent

Segist ekki njóta trausts

Christian Wulff, forseti Þýskalands, sagði af sér eftir að saksóknari fór fram á að hann yrði sviptur friðhelgi svo hægt verði að rannsaka grun um spillingarmál. Angela Merkel leitar nú að arftaka.

Erlent

Adele æf vegna meints kynlífsmyndbands

Hin margverðlaunaða söngkona Adele hefur fyrirskipað lögfræðingum sínum að kæra franskan ljósmyndara fyrir að birta kynlífsmyndband þar sem hún er sögð vera í aðalhlutverki.

Erlent

Átökin harðna dag frá degi

Sýrlandsher lagði til atlögu gegn borginni Daraa í Sýrlandi í gær, en þar í borg hófust mótmælin gegn Bashar al-Assad forseta í mars á síðasta ári.

Erlent