Erlent

Hundtryggur: Neitar að yfirgefa gröf húsbónda síns

Íbúar í þorpi einu í Kína hafa tekið ástfóstri við hund einn sem neitar að víkja frá gröf fyrrum húsbónda síns. Nú er ráðgert að byggja hundakofa í kirkjugarðinum til þess að hvutti geti haft það aðeins huggulegra.

Erlent

Enn barist á Frelsistorgi

Átök hafa blossað upp að nýju á Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust í átökum sem upphófust á torginu á laugardaginn var og hundruð hafa slasast. Mótmælendurnir óttast að bráðabirgðastjórnin í Egyptalandi sé að reyna að treysta sig í sessi í stað þess að boða til kosninga eins fljótt og hægt er.

Erlent

Breaking Dawn gríðarlega vinsæl

Nýjasti kafli Twilight sögunnar - Breaking Dawn Part I - nýtur gríðarlegra vinsælda um allann heim. Myndin var frumsýnd á föstudaginn síðastliðinn og tók inn 283.5 milljón dollara á heimsvísu. Langflestar stórmyndir sem framleiddar eru Hollywood höfða til ungra karlmanna og því eru gagnrýnendur, sem og framleiðendur, undrandi yfir ótrúlegum vinsældum Twilight.

Erlent

Anonymous styður Occupy-mótmælin

Tölvuþrjótahópurinn Anonymous hefur lýst yfir stuðningi við Occupy-mótmælahreyfinguna í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem birtist um helgina kemur fram að samtökin muni berjast gegn þeim sem handtaka og misþyrma þeim 99% sem mótmæla nú víðsvegar í Bandaríkjunum.

Erlent

Sonur Gaddafis gæti átt dauðadóm yfir höfði sér

Saif Gaddafi, sonur fyrrverandi einræðisherrans Muammars Gaddafi, gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði réttað yfir honum í Líbíu. Mannréttindasamtökin Amnesty International kröfðust þess að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Hag myndi annast réttarhöldin.

Erlent

Áhorfendur bauluðu á Pútín

Áhorfendur á glímukeppni í Moskvu bauluðu á sitjandi forsætisráðherra Rússlands, Vladímír Pútín, þegar hann steig inn í hringinn eftir viðureign Bandaríkjamannsins Jeff Monson og hins rússneska Fedor Emelianenko.

Erlent

Fjöldi mótmælenda enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í miðborg Kaíró í Egyptalandi. Öryggissveitir og lögreglan ruddu torgið af mótmælendum í gærkvöldi en þeir byrjuðu síðan að tínast inn á það að nýju í nótt.

Erlent

Hryðjuverkamaður handtekinn í New York

Lögreglan í New York hefur handtekið 27 ára gamlann mann sem grunaður er um að hafa undirbúið hryðjuverk í borginni. Lögreglan hafði fylgst náið með manninum í ein tvö ár áður en hún lét til skarar skríða.

Erlent

Sögulegur stórsigur hægri flokks á Spáni

Hinn hægrisinnaði flokkur Lýðflokkurinn vann sögulegan stórsigur í þingkosningunum á Spáni um helgina. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins eða 186 sæti af 350.

Erlent

Mótmælendur vilja herinn frá völdum

Óeirðalögreglu og mótmælendum laust saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi í gær, annan daginn í röð. Mótmælendur hentu grjóti að lögreglu, sem svaraði með táragassprengjum og gúmmíkúlum.

Erlent

Lýðflokkurinn með meirihluta

Lýðflokkurinn fékk hreinan meirihluta þingmanna í kosningunum sem fram fóru á Spáni í gær samkvæmt niðurstöðum þegar nærri tvö af hverjum þremur atkvæðum höfðu verið talin í gærkvöldi.

Erlent

Hörð átök í Egyptalandi

Til harðra átaka kom þegar óeirðarlögregla reyndi að fjarlægja mótmælendur af Frelsistorginu í Kaíró í dag. Þúsundir Egypta höfðu þá safnast saman á torginu annan daginn í röð.

Erlent

Sprautaði piparúða á friðsæla mótmælendur

Gríðarleg reiði er á meðal mótmælenda tengdum Occupy-mótmælunum eftir að lögreglan í Kaliforníu sprautaði piparúða á friðsama mótmælendur sem sátu á gangstétt á háskólalóð í Kaliforníuháskóla.

Erlent

Þingkosningar á Spáni í dag

Þingkosningar fara fram á Spáni í dag og voru kjörstaðir opnaðir klukkan átta að íslenskum tíma. Talið er að hægrimenn muni vinna stórsigur yfir sitjandi vinstri ríkisstjórn.

Erlent

Skreið fullur ofan í apagryfju - myndband

Blindfullur vélvirki lenti heldur betur í því síðustu helgi þegar hann fór í dýragarðinn Sorocaba í Brasilíu. Vélvirkjanum fannst af einhverjum ástæðum þjóðráð að klifra niður í gryfju til köngurapa (e. spider monkeys) í því skyni að leika við þá.

Erlent

Dekkjahaugur sést frá geimnum

Það kom bæjarstjórn Suður-karólínu í Bandaríkjunum í opna skjöldu þegar þeir sáu gervihnattamyndir af ríkinu; þar mátti finna risastóran dekkjahaug sem þekur um 50 ekrur.

Erlent

Skotið á mótmælendur í Egyptalandi

Egypski herinn skaut á mótmælendur á Tahrir torginu í Egyptalandi í dag með þeim afleiðingum að 81 særðust. Mótmælendur höfðu tjaldað á torginu og kröfðust þess að herforingjastjórnin afhenti almenningi aftur völdin í landinu.

Erlent

Huang Nubo klifið þrisvar á topp Everest

AP fréttastofan fjallar í dag um fyrirhugaðar fjárfestingar kínverska auðjöfursins Huang Nubo. Þar er segir að Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, sé búinn að setja fyrirætlanir Nubo á ís og hann hafi sent honum fyrirspurn um af hverju hann vilji kaupa svona stórt landsvæði.

Erlent

Bandarísk yfirvöld lofa samstarfi

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Búrma innan skamms að hitta leiðtoga herforingastjórnarinnar í von um að tryggja þar frekari þróun í lýðræðisátt, nú þegar „vottur af framförum“ hefur gert vart við sig, eins og Barack Obama Bandaríkjaforseti orðar það.

Erlent

Stjórnarmyndun gengur ekkert

Meira en ellefu stjórnmálamenn hafa reynt að koma saman ríkisstjórn í Belgíu frá því síðast var kosið til þings. Þær tilraunir hafa engum árangri skilað og landið hefur því verið án ríkisstjórnar í meira en fimm hundruð daga.

Erlent