Erlent Systir Breiviks hafði miklar áhyggjur af honum Hálfsystir norska fjöldamorðingjans Anders Behrings Breivik lýsti því í tölvupósti fyrir tveimur árum síðan að hún hefði áhyggjur af háttalagi bróður síns. Erlent 4.12.2011 12:10 Þúsundir Þjóðverja fluttir á brott vegna sprengju sem fannst í Koblenz Tugþúsundir íbúa þýsku borgarinnar Koblenz hafa verið fluttir af heimilum sínum eftir að risastór ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í ánni Rín sem rennur í gegnum borgina. Um 45 þúsund manns þurftu að yfirgefa borgina en í dag á að reyna að aftengja sprengina sem er tæp tvö tonn af þyngd en henni var varpað á borgina af breskri sprengjuflugvél á sínum tíma. Erlent 4.12.2011 11:28 Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga barn Breskur hermaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga tíu ára dreng í Afganistan með byssusting. Erlent 4.12.2011 11:20 Rússar ganga til kosninga Í dag ganga Rússar til kosninga um neðri-deild þingsins til næstu fimm ára. Deilt hefur verið á framkvæmd kosningana en, Golos, einu sjálfstæðu eftirlitssamtök Rússlands, hafa tekið á móti fimm þúsund og þrjú hundruð kvörtunum. Erlent 4.12.2011 10:41 Dæmdur í fangelsi fyrir dónalegt húðflúr Dómari í áströlsku borginni Ipswich dæmdi á dögunum mann í fangelsi fyrir undarlegar sakir. Maðurinn húðflúrar fólk í hjáverkum og þegar kúnni kom til hans og bað hann um kínverska táknið Ying og Yang hófst hann handa. En þegar hann var nýbyrjaður virðist hann hafa móðgast hressilega vegna einhvers sem kúnninn sagði og í stað þess að flúra táknið ákvað hann að teikna stærðarinnar getnaðarlim á bak mannsins. Erlent 3.12.2011 22:00 Þriðji hver Dani haldið framhjá Ný könnun leiðir í ljós að þriðji hver Dani hefur verið maka sínum ótrúr einhvern tímann á ævinni. Framhjáhaldið skiptist nokkuð jafnt milli kynja. Erlent 3.12.2011 21:30 Cain hættur við framboð Herman Cain, einn þeirra sem hefur þótt líklegur til að hreppa útnefningu Repúplikana til framboðs í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum er hættur í kapphlaupinu. Þetta tilkynnti hann rétt í þessu en beðið hefur verið eftir tilkynningu hans í nokkurn tíma. Cain var nær óþekktur viðskiptamógúll sem hafði auðgast á Pizza framleiðslu áður en hann bauð sig fram. Öllum að óvörum gekk honum nokkuð vel í kapphlaupinu og hefur stundum mælst með mesta stuðninginn á meðal kjósenda. Hneykslismálin hrúguðust þó upp að lokum en hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð nokkurra kvenna. Þá steig kona ein fram í síðustu viku og fullyrti að hún hafi haldið við Cain, sem er giftur maður, í þrettán ár. Erlent 3.12.2011 18:52 Heiðursglæpum fjölgar mikið Svokölluðum heiðursglæpum hefur fjölgað mikið í Bretlandi á síðustu misserum. Með heiðursglæpum er átt við það þegar konum og stúlkum er refsað af fjölskyldum sínum. Guardian hefur nú í fyrsta sinn birt tölur yfir heiðursglæpi sem framdir eru í Bretlandi en það voru réttindasamtök íranskra og kúrdískra kvenna sem fóru fram á að tölurnar yrðu gerðar opinberar. Erlent 3.12.2011 16:34 Þrjátíu og þrír fórust í bílslysi í Brasilíu Brasilísk yfirvöld segja að þrjátíu og þrír verkamenn hafi farist þegar flutningabíll með tengivagn skall á langferðabíl sem flutti verkamenn í fylkinu Bahia í suðurhluta landsins. Lögregla segir að ökumaður flutningabílsins hafi misst stjórn á honum í beygju þegar hann var á leið niður bratta brekku nálægt bænum Miracles. Erlent 3.12.2011 15:21 Páfinn sleppur við sekt í Þýskalandi Benedikt sextándi páfi mun sleppa við að greiða sekt vegna umferðarlagabrots sem hann framdi í Þýskalandi þegar hann heimsótti landið í september. Þar á bæ eru skýrar reglur um að menni verði að vera með öryggisbelti þegar þeir aka um í bíl en páfi klikkaði á því þegar hann rúntaði framhjá þúsundum manna í sérsmíðaða bílnum sem gengur oft undir nafninu „popemobile“. Erlent 3.12.2011 14:32 Clarkson í klandri: Sjálfselska að kasta sér fyrir lest Jeremy Clarkson stjórnandi Top Gear á BBC er enn á ný kominn í klandur vegna ummæla sinna. Á dögunum varð allt vitlaust þegar hann sagði að réttast væri að taka þá sem tóku þátt í allsherjarverkfallinu í Bretlandi í vikunni af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. Nú er hann enn á milli tanna fólks í Bretlandi eftir að hafa skrifað í pistli í The Sun að þeir sem fremji sjálfsmorð með því að henda sér fyrir lest séu sjálfselskir. Erlent 3.12.2011 13:18 Suu Kyi vongóð um framfarir „Ef við höldum þessu áfram í sameiningu þá er ég sannfærð um að ekki verði hægt að snúa af braut lýðræðis,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfingarinnar í Búrma, eftir að hafa rætt við Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 3.12.2011 03:00 Merkel útilokar nú allar skyndilausnir „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Erlent 3.12.2011 02:00 Forsetinn varar við sundrungu Vinsældir Sameinaðs Rússlands, stjórnmálaflokks þeirra Vladimírs Pútín forsætisráðherra og Dmitrí Medvedev forseta, hafa dalað nokkuð í Rússlandi vegna spillingarímyndar þótt enn sé honum spáð góðum sigri í þingkosningum sem haldnar verða á morgun. Erlent 3.12.2011 01:30 Fleiri refsiaðgerðir samþykktar Bandaríkjaþing samþykkti í gær refsiaðgerðir á hendur Íran, daginn eftir að Evrópusambandið tók ákvörðun um slíkt hið sama. Erlent 3.12.2011 01:00 Sverðfiskur stakk veiðimann í munninn - myndband Skelfingaróp veiðimanns náðust á myndband þegar sverðfiskur fleygði sér úf hafinu og stakk hann í munninn. Erlent 3.12.2011 00:15 Sumir sjá alltaf björtu hliðarnar Maður sem missti handlegg í lestarslysi lét húðflúra höfrungshöfuð á stubbinn. Erlent 2.12.2011 23:45 Íbúar skelkaðir eftir að Snæfinnur Snjókarl kom í bæinn Maður klæddur sem Snæfinnur Snjókarl hræddi líftóruna úr íbúum smábæjar í Bandaríkjunum. Erlent 2.12.2011 23:30 Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir sínar gegn Íran Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að herða að mun efnahagslegar refsiaðgerðir sínar gegn Íran til að fá Írani til að hætta við kjarnorkuvopnaáform sín. Erlent 2.12.2011 08:17 Transparency International slítur á tengslin við FIFA Samtökin Transparency International sem berjast gegn spillingu í heiminum hafa slitið á öll tengsl sín við Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA. Erlent 2.12.2011 08:10 Útigangsmenn settir í fangelsi fyrir að sofa á götum úti Meirihluti á ungverska þinginu hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér að hægt er að setja heimilislaust fólk í fangelsi fyrir það eitt að sofa á götum úti eða sekta það um rúmlega 100.000 krónur. Erlent 2.12.2011 08:04 St Petersburg er daprasta borgin í Bandaríkjunum Borgin St Petersburg í Flórída er daprasta borg Bandaríkjanna. Sú hamingjusamasta er aftur á móti Honolulu á Hawai-eyjum. Erlent 2.12.2011 07:50 Hvetja til handtöku George Bush fyrrum forseta í Afríku Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja yfirvöld í Afríkulöndunum Eþíópíu, Tansaníu og Zambíu til þess að handtaka George Bush fyrrum Bandaríkjaforseta fyrir pyntingar en Bush mun heimsækja þessi lönd í næstu viku. Erlent 2.12.2011 07:26 Börnum nauðgað á 36 tíma fresti Börnum er nauðgað á Fílabeinsströndinni að meðaltali á 36 tíma fresti og hafa ríflega 1.100 konur og börn þar orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári. Erlent 2.12.2011 01:00 16 ára fá ef til vill að kjósa Sextán ára unglingar gætu fengið kosningarétt í sumum bæjum í Danmörku ef hugmyndir stjórnvalda ná fram að ganga. Erlent 2.12.2011 00:30 Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Erlent 2.12.2011 00:00 Brenndist á andliti eftir aðgerð Eldur braust út á andliti konu í Alabama þegar hún gekkst undir hefðbundna skurðaðgerð fyrr í vikunni. Læknar segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt. Erlent 2.12.2011 00:00 Afneitaði jólasveininum í beinni útsendingu - myndband Fréttaþulur hjá sjónvarpsstöðinni FOX í Chicago tókst að komast á óþekktarlista jólasveinsins eftir að hún tilkynnti í beinni útsendingu að digri maðurinn í rauða búningnum væri ekki til. Erlent 1.12.2011 23:30 Enginn heimsendir á næsta ári Þýskur fræðimaður segir Maya ekki hafa spáð heimsendi árið 2012. Erlent 1.12.2011 23:00 Svipti sig lífi - strítt vegna einhverfu Tólf ára gamall piltur í Bretlandi svipti sig lífi eftir að hann hafði verið lagður í einelti. Stjórnendur skólans efast þó um að einelti hafi verið orsök sjálfsvígsins. Erlent 1.12.2011 22:30 « ‹ ›
Systir Breiviks hafði miklar áhyggjur af honum Hálfsystir norska fjöldamorðingjans Anders Behrings Breivik lýsti því í tölvupósti fyrir tveimur árum síðan að hún hefði áhyggjur af háttalagi bróður síns. Erlent 4.12.2011 12:10
Þúsundir Þjóðverja fluttir á brott vegna sprengju sem fannst í Koblenz Tugþúsundir íbúa þýsku borgarinnar Koblenz hafa verið fluttir af heimilum sínum eftir að risastór ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í ánni Rín sem rennur í gegnum borgina. Um 45 þúsund manns þurftu að yfirgefa borgina en í dag á að reyna að aftengja sprengina sem er tæp tvö tonn af þyngd en henni var varpað á borgina af breskri sprengjuflugvél á sínum tíma. Erlent 4.12.2011 11:28
Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga barn Breskur hermaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga tíu ára dreng í Afganistan með byssusting. Erlent 4.12.2011 11:20
Rússar ganga til kosninga Í dag ganga Rússar til kosninga um neðri-deild þingsins til næstu fimm ára. Deilt hefur verið á framkvæmd kosningana en, Golos, einu sjálfstæðu eftirlitssamtök Rússlands, hafa tekið á móti fimm þúsund og þrjú hundruð kvörtunum. Erlent 4.12.2011 10:41
Dæmdur í fangelsi fyrir dónalegt húðflúr Dómari í áströlsku borginni Ipswich dæmdi á dögunum mann í fangelsi fyrir undarlegar sakir. Maðurinn húðflúrar fólk í hjáverkum og þegar kúnni kom til hans og bað hann um kínverska táknið Ying og Yang hófst hann handa. En þegar hann var nýbyrjaður virðist hann hafa móðgast hressilega vegna einhvers sem kúnninn sagði og í stað þess að flúra táknið ákvað hann að teikna stærðarinnar getnaðarlim á bak mannsins. Erlent 3.12.2011 22:00
Þriðji hver Dani haldið framhjá Ný könnun leiðir í ljós að þriðji hver Dani hefur verið maka sínum ótrúr einhvern tímann á ævinni. Framhjáhaldið skiptist nokkuð jafnt milli kynja. Erlent 3.12.2011 21:30
Cain hættur við framboð Herman Cain, einn þeirra sem hefur þótt líklegur til að hreppa útnefningu Repúplikana til framboðs í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum er hættur í kapphlaupinu. Þetta tilkynnti hann rétt í þessu en beðið hefur verið eftir tilkynningu hans í nokkurn tíma. Cain var nær óþekktur viðskiptamógúll sem hafði auðgast á Pizza framleiðslu áður en hann bauð sig fram. Öllum að óvörum gekk honum nokkuð vel í kapphlaupinu og hefur stundum mælst með mesta stuðninginn á meðal kjósenda. Hneykslismálin hrúguðust þó upp að lokum en hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð nokkurra kvenna. Þá steig kona ein fram í síðustu viku og fullyrti að hún hafi haldið við Cain, sem er giftur maður, í þrettán ár. Erlent 3.12.2011 18:52
Heiðursglæpum fjölgar mikið Svokölluðum heiðursglæpum hefur fjölgað mikið í Bretlandi á síðustu misserum. Með heiðursglæpum er átt við það þegar konum og stúlkum er refsað af fjölskyldum sínum. Guardian hefur nú í fyrsta sinn birt tölur yfir heiðursglæpi sem framdir eru í Bretlandi en það voru réttindasamtök íranskra og kúrdískra kvenna sem fóru fram á að tölurnar yrðu gerðar opinberar. Erlent 3.12.2011 16:34
Þrjátíu og þrír fórust í bílslysi í Brasilíu Brasilísk yfirvöld segja að þrjátíu og þrír verkamenn hafi farist þegar flutningabíll með tengivagn skall á langferðabíl sem flutti verkamenn í fylkinu Bahia í suðurhluta landsins. Lögregla segir að ökumaður flutningabílsins hafi misst stjórn á honum í beygju þegar hann var á leið niður bratta brekku nálægt bænum Miracles. Erlent 3.12.2011 15:21
Páfinn sleppur við sekt í Þýskalandi Benedikt sextándi páfi mun sleppa við að greiða sekt vegna umferðarlagabrots sem hann framdi í Þýskalandi þegar hann heimsótti landið í september. Þar á bæ eru skýrar reglur um að menni verði að vera með öryggisbelti þegar þeir aka um í bíl en páfi klikkaði á því þegar hann rúntaði framhjá þúsundum manna í sérsmíðaða bílnum sem gengur oft undir nafninu „popemobile“. Erlent 3.12.2011 14:32
Clarkson í klandri: Sjálfselska að kasta sér fyrir lest Jeremy Clarkson stjórnandi Top Gear á BBC er enn á ný kominn í klandur vegna ummæla sinna. Á dögunum varð allt vitlaust þegar hann sagði að réttast væri að taka þá sem tóku þátt í allsherjarverkfallinu í Bretlandi í vikunni af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra. Nú er hann enn á milli tanna fólks í Bretlandi eftir að hafa skrifað í pistli í The Sun að þeir sem fremji sjálfsmorð með því að henda sér fyrir lest séu sjálfselskir. Erlent 3.12.2011 13:18
Suu Kyi vongóð um framfarir „Ef við höldum þessu áfram í sameiningu þá er ég sannfærð um að ekki verði hægt að snúa af braut lýðræðis,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfingarinnar í Búrma, eftir að hafa rætt við Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 3.12.2011 03:00
Merkel útilokar nú allar skyndilausnir „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Erlent 3.12.2011 02:00
Forsetinn varar við sundrungu Vinsældir Sameinaðs Rússlands, stjórnmálaflokks þeirra Vladimírs Pútín forsætisráðherra og Dmitrí Medvedev forseta, hafa dalað nokkuð í Rússlandi vegna spillingarímyndar þótt enn sé honum spáð góðum sigri í þingkosningum sem haldnar verða á morgun. Erlent 3.12.2011 01:30
Fleiri refsiaðgerðir samþykktar Bandaríkjaþing samþykkti í gær refsiaðgerðir á hendur Íran, daginn eftir að Evrópusambandið tók ákvörðun um slíkt hið sama. Erlent 3.12.2011 01:00
Sverðfiskur stakk veiðimann í munninn - myndband Skelfingaróp veiðimanns náðust á myndband þegar sverðfiskur fleygði sér úf hafinu og stakk hann í munninn. Erlent 3.12.2011 00:15
Sumir sjá alltaf björtu hliðarnar Maður sem missti handlegg í lestarslysi lét húðflúra höfrungshöfuð á stubbinn. Erlent 2.12.2011 23:45
Íbúar skelkaðir eftir að Snæfinnur Snjókarl kom í bæinn Maður klæddur sem Snæfinnur Snjókarl hræddi líftóruna úr íbúum smábæjar í Bandaríkjunum. Erlent 2.12.2011 23:30
Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir sínar gegn Íran Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að herða að mun efnahagslegar refsiaðgerðir sínar gegn Íran til að fá Írani til að hætta við kjarnorkuvopnaáform sín. Erlent 2.12.2011 08:17
Transparency International slítur á tengslin við FIFA Samtökin Transparency International sem berjast gegn spillingu í heiminum hafa slitið á öll tengsl sín við Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA. Erlent 2.12.2011 08:10
Útigangsmenn settir í fangelsi fyrir að sofa á götum úti Meirihluti á ungverska þinginu hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér að hægt er að setja heimilislaust fólk í fangelsi fyrir það eitt að sofa á götum úti eða sekta það um rúmlega 100.000 krónur. Erlent 2.12.2011 08:04
St Petersburg er daprasta borgin í Bandaríkjunum Borgin St Petersburg í Flórída er daprasta borg Bandaríkjanna. Sú hamingjusamasta er aftur á móti Honolulu á Hawai-eyjum. Erlent 2.12.2011 07:50
Hvetja til handtöku George Bush fyrrum forseta í Afríku Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja yfirvöld í Afríkulöndunum Eþíópíu, Tansaníu og Zambíu til þess að handtaka George Bush fyrrum Bandaríkjaforseta fyrir pyntingar en Bush mun heimsækja þessi lönd í næstu viku. Erlent 2.12.2011 07:26
Börnum nauðgað á 36 tíma fresti Börnum er nauðgað á Fílabeinsströndinni að meðaltali á 36 tíma fresti og hafa ríflega 1.100 konur og börn þar orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári. Erlent 2.12.2011 01:00
16 ára fá ef til vill að kjósa Sextán ára unglingar gætu fengið kosningarétt í sumum bæjum í Danmörku ef hugmyndir stjórnvalda ná fram að ganga. Erlent 2.12.2011 00:30
Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Erlent 2.12.2011 00:00
Brenndist á andliti eftir aðgerð Eldur braust út á andliti konu í Alabama þegar hún gekkst undir hefðbundna skurðaðgerð fyrr í vikunni. Læknar segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt. Erlent 2.12.2011 00:00
Afneitaði jólasveininum í beinni útsendingu - myndband Fréttaþulur hjá sjónvarpsstöðinni FOX í Chicago tókst að komast á óþekktarlista jólasveinsins eftir að hún tilkynnti í beinni útsendingu að digri maðurinn í rauða búningnum væri ekki til. Erlent 1.12.2011 23:30
Enginn heimsendir á næsta ári Þýskur fræðimaður segir Maya ekki hafa spáð heimsendi árið 2012. Erlent 1.12.2011 23:00
Svipti sig lífi - strítt vegna einhverfu Tólf ára gamall piltur í Bretlandi svipti sig lífi eftir að hann hafði verið lagður í einelti. Stjórnendur skólans efast þó um að einelti hafi verið orsök sjálfsvígsins. Erlent 1.12.2011 22:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent