Erlent

Phobos-Grunt mun hrapa til jarðar

Nú styttist í að rannsóknarflaugin Phobos-Grunt hrapi til jarðar en flaugin hefur verið föst á sporbraut um jörðu frá því að rússneskir vísindamenn misstu samband við hana í nóvember á þessu ári. Upphaflega átti rannsóknarflaugin að lenda á einu af tunglum Mars og safna jarðsýnum.

Erlent

Fundu geislavirk efni á leið til Íran

Tollgæslan í Rússlandi tilkynnti í dag að geislavirk efni hefðu fundist í farangri karlmanns á leið til Íran. Atvikið átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu.

Erlent

Barnamisnotkun í stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi

Talið er að tugir þúsunda barna hafi verið misnotuð á stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi frá árinu 1945. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndar sem rannsakað hefur ásakanir um illa meðferð á börnum í opinberum stofnunum í Hollandi.

Erlent

Rússland gengur inn í WTO

Rússland verður fullgildur meðlimur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í dag. Samningaviðræður um aðild stórveldisins hafa staðið yfir í 18 ár.

Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra eru heilsubætandi

Samkynhneigðir karlmenn finna fyrir minna álagi nú þegar hjónabönd þeirra hafa verið leyfð í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum bandarískra vísindamenn hefur heimsóknum samkynhneigðra á heilsugæslustöðvar fækkað um 13% eftir að hjónaböndin voru leyfð.

Erlent

Manning mætir fyrir rétt

Bradley Manning, hermaðurinn sem grunaður er um að hafa afhent WikiLeaks uppljóstrunarvefnum hundruð þúsunda af gögnum frá hernum og sendiráðsskjölum, mun mæta fyrir rétt í fyrsta sinn í dag.

Erlent

Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi

„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær.

Erlent

Jacques Chirac fær tveggja ára dóm

Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir fjárdrátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsuveill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafnframt borgarstjóri í París.

Erlent

Helmingur árása innan sambands

Fimmtungur bandarískra kvenna hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku sóttvarnastofnunarinnar CDC. Helmingur árásanna átti sér stað meðal sambúðarfólks eða kærustupara.

Erlent

Áttu að beita öllum ráðum

Liðhlaupar úr sýrlenska hernum skýra frá því að yfirmenn þeirra hafi gefið þeim skipanir um að brjóta öll mótmæli á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Þeir segjast hafa skilið þetta sem svo að þeim væri frjálst að skjóta og drepa að vild til þess að stöðva mótmælin gegn Basher al-Assad forseta og öðrum stjórnvöldum.

Erlent

Þunguð unglingsstúlka borgaði fyrir líkamsárás

Unglingsstúlka í Utah í Bandaríkjunum sem sökuð var um að hafa reynt að valda eigin fósturláti verður dregin fyrir rétt á ný eftir að hæstiréttur hnekkti fyrri úrskurði héraðsdómstóls um að málinu yrði vísað frá.

Erlent

Þóttist vera nemandi: "Ég var einmana"

Abe Liu leit út fyrir að vera fullkomlega eðlilegur nemandi við Harvard-háskólann. Hann bjó á heimavistinni og fór í partí með samnemendum sínum. Hann fór meir að segja í tíma.

Erlent

Bað morðingja sína um að biðja með sér

Réttarhöld eru hafin yfir tvítugum karlmanni í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að hafa rænt og myrt Eve Carson. Kunningi hins grunaða vitnaði gegn honum í gær og gerði grein fyrir óhugnanlegum aðdraganda morðsins.

Erlent

Svefndrukkinn kópur braust inn á heimili

Brotist var inn á heimili Annette Swoffer í Welcome Bay í Nýja Sjálandi fyrir stuttu. Það reyndist þó óþarfi að hringja á lögregluna því glæpamaðurinn skreið í makindum sínum upp í sófa og blundaði í stutta stund. Glæpamaðurinn reyndist vera kópurinn Lucky.

Erlent

Golden Globe tilnefningar kynntar

Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í Bandaríkjunum voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin The Artist var í miklu uppáhaldi hjá dómnefndinni. Að vanda fékk George Clooney nokkrar tilnefningar.

Erlent

Banksy afhjúpar nýtt verk

Nýtt verk eftir götulistamanninn Banksy er nú til sýnis í gallerýi í Liverpool. Verkið er brjóstmynd af óþekktum kardinála. Andlit hans hefur verið afmáð og í staðinn eru auðar skífur í mismunandi litum.

Erlent

Kínverjar sjósetja flugmóðurskip

Bandarískt fjarskiptafyrirtæki hefur náð myndum af fyrsta flugmóðurskipi Kínverja. Skipið nefnist Varyag og hefur smíði þess staðið yfir í áraraðir.

Erlent

Níræður nasisti hefur afplánun

Níræður maður í Hollandi hefur nú hafið afplánun eftir að hann hlaut lífstíðardóm. Dómurinn var kveðinn upp í fyrra en maðurinn var fundinn sekur um að hafa að myrt þrjár manneskjur í Hollandi árið 1944 þegar hann var meðlimur SS-hersveitar nasista.

Erlent

NASA þróar geim-skutulbyssu

Verkfræðingar hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa þróað skutulbyssu sem verður notuð til að taka sýni úr halastjörnum. Tilraunir hafa verið framkvæmdar á frumgerð byssunnar og hefur verkfræðingum tekist að skjóta endastykkinu tæpa tvo kílómetra.

Erlent

Pútín bregst við niðurstöðu þingkosninga

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir niðurstöðu þingkosninganna fyrr í mánuðinum vera vonbrigði. Flokkur hans tapaði fylgi en heldur þó um stjórnartaumana í landinu. Pútín sagði vangaveltur um víðtækt kosningasvindl vera án rökstuðnings en viðurkenndi þó rétt Rússa til að mótmæla framkvæmd kosninganna.

Erlent

Chirac fundinn sekur

Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið fundinn sekur um fjárdrátt og að hafa misnotað traust almennings.

Erlent