Erlent

Sarkozy boðar fleiri aðgerðir

Nítján manns voru handteknir í gærmorgun í Frakklandi vegna gruns um að þeir tengist öfgahópum íslamista, sem hugsanlega séu með áform um hryðjuverk. Mikil spenna hefur ríkt í Frakklandi frá því ungur maður drap sjö manns í Toulouse og Montauban. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á öryggismál og hættuna af hryðjuverkum. Á hinn bóginn fer ótti vaxandi meðal múslima um að almenningur stimpli þá alla sem hryðjuverkamenn.

Erlent

Hvað myndir þú gera við 640 milljónir dollara?

Potturinn heldur áfram að stækka í bandaríska Mega Millions happdrættinu. Fyrr í vikunni skreið vinningsupphæðin yfir hálfan milljarð dollara en stendur nú í 640 milljónum eða rúmlega 80 milljörðum króna.

Erlent

"Charlie Bit Me" rakar inn peningum

Fimm ár eru liðin síðan myndbandið "Charlie Bit Me“ birtist á YouTube. Síðan þá hefur verið horft á myndbandið 436 milljón sinnum. Piltarnir og fjölskylda þeirra hefur hagnast gríðarlega á myndbandinu. Foreldrarnir hafa þó reynt að halda piltunum á jörðinni.

Erlent

Tónelskandi gengi svindlaði á iTunes

Nokkrir klíkumeðlimir hafa verið fundnir sekir um fjársvik eftir að upp komst um svikamyllu þeirra á vefverslununum iTunes og Amazon. Mennirnir notuðu stolin kreditkort til að fjárfesta í eigin tónlist og uppskáru í kjölfarið rúmlega 500.000 pund í höfundalaun.

Erlent

Enn á ný reynist Einstein sannspár

Kenning Albert Einsteins um hraða útþenslu alheimsins hefur verið sönnuð af stjörnufræðingum í Bretlandi. Með því að nota afstæðiskenningu Einsteins gátu vísindamennirnir endurreiknað stækkun alheimsins af mikilli nákvæmni.

Erlent

Krabbamein eykst

Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan.

Erlent

Jarðarför Merah frestað

Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi hefur farið fram á að jarðarför fjöldamorðingjans Mohamed Merah verði frestað. Til stóð að jarða Merah í dag en yfirvöld í borginni telja útförina ekki vera viðeigandi.

Erlent

Um 1.500 flóttamenn létust á sjó í fyrra

Nefnd á vegum Evrópuráðs sem rannsakað hefur dauðsföll 63 flóttamanna við strendur Líbíu á síðasta ári hefur komist að því að björgunaraðgerðir NATO hafi einkennst af mistökum.

Erlent

Anchorman fær framhald

Grínleikarinn Will Ferrell mætti óboðinn í spjallþáttinn Conan í gær. Hann tilkynnti þar að kvikmyndin vinsæla Anchorman fengi loks framhald.

Erlent