Jeff Bezos stofnandi vefsíðunnar Amazon segir að hann hafi fundið F-1 aflvélar Apollo 11 geimflaugarinnar sem kom geimförum til tunglsins í fyrsta sinn árið 1969.
Bezos segist hafa fundið allar fimm aflvélarnar á 4.3 kílómetra dýpi í Atlantshafinu en þær komu Satrún V geimflauginni út fyrir gufuhvolf jarðarinnar.
Bezos ætlar sér að bjarga að minnsta kosti einni af vélunum af hafsbotninum og jafnvel fleirum ef vel tekst til.
Aflavélar þessar keyrðu í aðeins nokkrar mínútur áður en þeim var kúplað frá geimflauginni og féllu síðan í Atlantshafið.
Segist hafa fundið aflvélar Apollo 11 á hafsbotni
