Erlent

Bon Jovi ekki látinn

Söngvarinn Jon Bon Jovi neyddist til að færa sönnur á að hann væri í raun á lífi eftir að ljótur orðrómur spratt upp á internetinu. Sögusagnir voru um að rokkgoðið hefði gefið upp öndina á hótelherbergi í Asbury Park í New Jersey.

Erlent

Versti sendill veraldar

Starfsmaður þjónustufyrirtækisins FedEx átti heldur slæman vinnudag í gær. Hann náðist á myndband þegar hann fleygði tölvuskjá yfir girðingu og snér sér síðan að næstu sendingu.

Erlent

Íbúar Liege minnast fórnarlamba

Vika er liðin síðan vígamaðurinn Nordine Amrani hóf skotárás á torginu Place Saint-Lambert í borginni Liege í Belgíu. Um 3.000 manns komu saman á torginu í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar.

Erlent

Starfsmanna olíuborpallsins enn leitað

Yfirvöld í Rússlandi hafa fengið fleiri flugvélar til að aðstoða við leitina að starfsmönnum olíuborpalls sem féll í sjóinn á sunnudaginn. Borpallurinn var staðsettur í norðurhluta Kyrrahafs. Óvíst er um afdrif mannanna en sjórinn á þessum slóðum er afar kaldur.

Erlent

15 ára drengur skotinn á Tahrir torgi

Öryggissveitir herstjórnarinnar í Egyptalandi gerðu áhlaup á mótmælendur á Tahrir torgi í dag. Fregnir herma að 15 ára piltur sé í lífshættu eftir að hafa verið skotinn í bakið af meðlimum hersveitanna.

Erlent

Myndir ársins að mati Stjörnufræðivefsins

Ár hvert eru milljónir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem það er af áhugafólki um stjörnufræði, vísindamönnum eða vélvæddum sendiherrum okkar í geimnum. Með vali sínu á þeim myndum sem þeir telja framúrskarandi fallegar eða merkilegar hafa aðstandendur Stjörnufræðivefsins náð að sannfæra okkur um að þeir horfi til himinsins með næmum huga.

Erlent

Enn tekur sonur við af föður sínum

Í september í fyrra lýsti Kim Jong-il því yfir að sonur hans, Kim Jong-un, yrði eftirmaður hans sem leiðtogi Norður-Kóreu. Jong-un er á þrítugsaldri og tók þegar við valdamiklum embættum í Norður-Kóreu.

Erlent

Mun hrapa til jarðar í janúar

Rússneska geimfarið Fóbos-Grunt, sem hefur verið fast á lágri jarðbraut síðan í nóvember eftir tæknileg mistök, mun sennilega hrapa til jarðar um miðjan næsta mánuð.

Erlent

Suður Kóreumenn votta nágrönnum sínum samúð

Rikisstjórnin í Suður Kóreu vottaði í dag íbúum Norður Kóreu samúð sína vegna andláts Kim Jong II einræðisherra landsins, en hann lést um helgina sem kunnugt er. Kim Jong Un, sonur og eftirlifandi, einræðisherrans mætti líka í morgun til að vitja jarðneskra leifa einræðisherrans. Miklar vangaveltur eru um hver tekur við af Kim Jong Il en flestir telja að það verði sonur hans.

Erlent

Amager-maðurinn dæmdur sekur

Marcel Lychau Hansen, betur þekktur sem Amager-maðurinn, var í gær dæmdur sekur um tvö morð og sex nauðganir á rúmlega tuttugu ára millibili. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku þar sem hann er virkasti raðafbrotamaður í sögu landsins. Hansen verður ákvörðuð refsing á fimmtudag.

Erlent

Fjórtán fallnir á fjórum dögum

Hundruð hermanna réðust í gær til atlögu við mótmælendur á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að þrír hafi verið skotnir til bana af hermönnum, og hafa þá alls fjórtán verið drepnir í átökum hers og almennings frá því á föstudag.

Erlent

Segjast geta sannað tengsl Mannings við Assange

Saksóknarar í máli Bradley Mannings, hermannsins bandaríska sem ásakaður er um að hafa lekið þúsundum leyniskjala til Wikileaks vefsíðunnar, lögðu fram gögn í réttarhöldunum í gær sem þeir segja að sanni tengsl Mannings við uppljóstrunarsíðuna WikiLeaks.

Erlent

Danadrottning fær uppreisn æru sem listmálari

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur fengið nokkra uppreisn æru sem listmálari í upphafi vikunnar en í gær seldust tvær blýantsteikningar eftir hana á verði sem var töluvert yfir matsverði þeirra.

Erlent

Áreynslulaust nám framtíðin?

Ný rannsókn, sem fjallað var um í tímaritinu Science í síðustu viku, bendir til þess að hægt sé að nýta heilaörvandi tækni til að auka færni eða þekkingu einstaklinga án áreynslu.

Erlent

Arctic Trucks kynnir eyðimerkurjeppa

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kynnir nú nýjan jeppa sem er sérhannaður fyrir sandauðnir Austurlanda nær. Á vefsíðu sjónvarpsþáttarins Top Gear má finna umfjöllun um þessa nýjustu afurð fyrirtækisins.

Erlent