Erlent

Ryksuga full af bensíni sprakk

Bíll og ryksuga brunnu til kaldra kola í norðurhluta Svíþjóðar í vikunni. Eigandi bílsins hafði ætlað að flytja bensín úr bílnum yfir í snjóblásturstæki með þessum afleiðingum.

Erlent

Öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni í Texas

Tólf öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni nærri borginni Dallas í Texas í gærkvöldi. Engin mun hafa farist af völdum þeirra en fjöldi fólks slasaðist að því er segir í bandarískum fjölmiðlum.

Erlent

Mitt Romney skoraði þrennu í nótt

Mitt Romney skoraði þrennu í prófkjörum Repúblikanaflokksins í nótt. Hann sigraði í öllum þremur prófkjörunum sem haldin voru, það er í Wisconsin, Maryland og Washingtonborg.

Erlent

Létu tíu gísla lausa eftir tólf ár í haldi

Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC létu í gær lausa tíu gísla sem hafa verið í haldi þeirra í tólf til fjórtán ár. Mjög er nú þrengt að skæruliðunum, sem nýlega hétu því að hætta gíslatökum. Enn eru þó nokkur hundruð gísla í haldi þeirra.

Erlent

Leðurblökumaðurinn er raunverulegur

Leðurblökumaðurinn er raunverulegur og hann býr í Silver Spring, rétt utan við Washington í Bandaríkjunum. Hann heitir Lenny B. Robinson og er 48 ára gamall, þriggja barna faðir.

Erlent

Synir Bítlanna leggja drög að hljómsveit

Sonur Paul McCartney opinberaði í dag að Bítlarnir muni brátt snúa aftur. Hann hefur í hyggju að stofna hljómsveit með sonum John Lennons og George Harrison. Hann vonast til að hljómsveitin eigi eftir að höfða til nýrrar kynslóðar.

Erlent

Argentínumenn ítreka tilkall til Falklandseyja

Þess var minnst bæði í Argentínu og á Bretlandi í gær að þrjátíu ár eru liðin frá því Falklandseyjastríðið hófst. Stríðsátökin stóðu í 74 daga og kostuðu 907 manns lífið. Vaxandi spenna er á milli ríkjanna vegna olíuleitar fimm breskra fyrirtækja við Falklandseyjar.

Erlent

Forskot Romneys nú orðið nánast öruggt

Forkosningar Repúblikanaflokksins í Wisconsin þykja líklegar til að staðfesta nánast óyfirstíganlegt forskot Mitt Romneys á mótframbjóðendur hans. Santorum talinn kominn á lokasprettinum. Ron Paul heldur þó ótrauður áfram.

Erlent

Lofa að draga herinn til baka

Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, tilkynnti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Sýrlandsstjórn hafi fallist á að draga herlið sitt frá íbúðahverfum fyrir 10. apríl.

Erlent

Fimm látnir í Oakland - árásarmaðurinn í haldi

Lögreglan í Oakland hefur haft hendur í hári mannsins sem hóf skotárás í kristilegum skóla fyrir stuttu. Samkvæmt AP fréttastofunni eru að minnsta kosti fimm látnir. Þá eru nokkrir særðir og hafa fjórir verið fluttir á spítala.

Erlent