Erlent

Ryksuga full af bensíni sprakk

Bíll og ryksuga brunnu til kaldra kola í norðurhluta Svíþjóðar í vikunni. Eigandi bílsins hafði ætlað að flytja bensín úr bílnum yfir í snjóblásturstæki með þessum afleiðingum.

Maðurinn ákvað að nota heimilisryksuguna til þess að sjúga bensín úr bílnum, með þeim afleiðingum að það kviknaði í henni. Maðurinn, sem var inni í bílskúr þegar þetta átti sér stað, kastaði ryksugunni út úr honum þar sem hún sprakk. Manninum varð ekki meint af. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×