Erlent Rauði krossinn biður um stutt vopnahlé í Sýrlandi Rauði krossinn hefur farið fram á það að stríðandi fylkingar í Sýrlandi semji um stutt vopnahlé á þeim svæðum þar sem hvað harðast hefur verið barist. Erlent 21.2.2012 07:09 Samkomulag um neyðarlán til Grikkja eftir langan fund Fjármálaráðherrar evrusvæðisins náðu loks samkomulagi um nýtt neyðarlán til Grikklands í nótt. Þá hafði fundur ráðherranna staðið í um 13 klukkutíma í Brussel. Erlent 21.2.2012 06:58 Fengu 32.000 ára gömul fræ til að blómstra Rússneskum vísindamönnum hefur tekist að fá tæplega 32.000 ára gömul fræ til að blómstra að nýju. Erlent 21.2.2012 06:51 Martröð í uppsiglingu fyrir ráðamenn Repúblikanaflokksins Versta martröð ráðamanna í Repúblikanaflokknum bandaríska er í uppsiglingu, það er flokksþing fyrir forsetakosningar þar sem enginn hefur meirihluta fulltrúa sem forsetaefni flokksins. Erlent 21.2.2012 06:44 Sökkti fljótandi skemmtistað Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum. Erlent 21.2.2012 02:00 Saksóknari vill dauðarefsingu Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lögreglu og öryggissveitum að beita vopnum gegn mótmælendum. Erlent 21.2.2012 01:30 Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu. Erlent 21.2.2012 01:00 Boðar stórfellda vígvæðingu Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lofar því að kaupa ógrynnin öll af nýjum vopnum fyrir rússneska herinn verði hann kosinn forseti landsins á ný. Erlent 21.2.2012 00:30 Andófsmaður verður forseti Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands. Erlent 21.2.2012 00:00 The Simpsons nær sögulegum áfanga Sjónvarpsþátturinn The Simpsons skráði sig endanlega í sögubækurnar á sunnudaginn þegar 500. þátturinn var frumsýndur. Aðgerðarsinninn Julian Assange var gestaleikari. Erlent 20.2.2012 23:30 "Myndasprengjan" heyrir sögunni til Flestir hafa lent í því þegar óvelkomnir einstaklingar ganga inn í ljósmyndaranna þegar mynd er tekin. Sænskt fyrirtæki hefur hannað smáforrit sem kemur í veg fyrir þetta með því að eyða viðkomandi úr rammanum. Erlent 20.2.2012 22:30 Fimm ára gömul og föst í líkama drengs Zach Avery var þriggja ára þegar hann áttaði sig á að hann væri stúlka föst í líkama drengs. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að Zach þjáist af kynáttunarvanda. Erlent 20.2.2012 22:00 Gínur í yfirstærð aldrei vinsælli í Bretlandi Mikið hefur borið á því síðustu vikur að fataverslanir í Bretlandi panti gínur í yfirstærð. Aukningin er rakin til vinsælda söngkonunnar Adele. Erlent 20.2.2012 22:00 "Blettaskallinn hvatti mig áfram" Hjólreiðakonan Joanna Rowsell ákvað að sleppa hárkollunni þegar hún tók við gullverðlaunum í Róm um helgina. Joanna þjáist af blettaskalla og hefur þurft að fela heilkennið fyrir umheiminum. Erlent 20.2.2012 21:30 NASA birtir myndir af skýstrók á sólinni Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndir af skýstrók sem gekk yfir yfirborð sólarinnar. Skýstrókurinn var stærri en Jörðin og teygði anga sína þúsundir kílómetra út í geiminn. Erlent 20.2.2012 21:00 Joachim Gauck verður forseti Þýskalands Angela Merkel kanslari Þýskalands tilkynnti í gærkvöldi að Joachim Gauck yrði næsti forseta Þýskalands. Gauk tekur við embættinu af Christian Wulff sem sagði af sér fyrir helgina vegna lánahneykslis. Erlent 20.2.2012 07:22 Kennari lést og skólabörn slösuðust í rútuslysi Breskur kennari lét lífið og tugur grunnskólanemenda hans liggur á sjúkrahúsi eftir rútuslys skammt frá borginni Reims í norðurhluta Frakklands í gærdag. Erlent 20.2.2012 07:17 Tugir fórust í fangaslagsmálum í Mexíkó Að minnsta kosti 44 menn létu lífið í fjöldaslagsmálum sem brutust út í fangelsi í borginni Monterrey norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. Erlent 20.2.2012 07:15 Santorum er á miklu skriði Rick Santorum er á miklu skriði í baráttunni um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Erlent 20.2.2012 07:01 Örlög Grikklands gætu ráðist í dag Örlög Grikklands gætu ráðist í dag en þá funda fjármálaráðherrar evrusvæðisins um nýtt neyðarlán upp á 130 milljarða evra til Grikklands. Erlent 20.2.2012 06:56 Victoria Svíaprinsessa eignast fyrsta barn sitt á næstu dögum Von er á að nýr prins eða prinsessa komi í heiminn í Svíþjóð á allra næstu dögum. Um er að ræða fyrsta barn Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daniels eigmanns hennar. Erlent 20.2.2012 06:52 Marilyn Monroe kosin besti strandkroppur sögunnar Þótt hálf öld sé liðin frá ótímabæru andláti hennar er bandaríska leikkonan Marlyn Monroe enn að vinna titla fyrir kvenlega fegurð. Erlent 20.2.2012 06:46 Matarlaus í bíl í tvo mánuði í norður Svíþjóð Sænskur maður sem fannst á föstudag eftir tveggja mánaða dvöl í bíl sínum án matar er á batavegi. Að sögn lækna er hann vakandi og fær um að eiga tjáskipti. Hitastigið utan við bílinn fór lægst niður í -30 gráður og telja læknar að snjórinn utan við bílinn hafi breytt honum í eins konar snjóhús og þar með komið í veg fyrir að maðurinn dæi úr kulda. Erlent 20.2.2012 05:00 Íran stöðvar olíusölu til Breta og Frakka Íran hefur stöðvað sölu á olíu til breskra og franskra fyrirtækja. Olíumálaráðherra Írans tilkynnti þetta í dag. Aðildarríki Evrópusambandsins höfðu áður samþykkt að hætta að flytja inn olíu frá Íran frá og með 1. júlí næstkomandi. Sú ákvörðun Evrópusambandsins er tekin til þess að þrýsta á Írani að hætta tilraunum með úraníum. Slíkt efni er hægt að nota í friðsamlegum tilgangi en líka til þess að hana gereyðingarvopn. Kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna telur sig hafa upplýsingar um að Íran sé að þróa slík vopn en írönsk stjórnvöld segja að allar þróanir með úraníum séu í friðsamlegum tilgangi. Erlent 19.2.2012 16:49 Obama ætlar að vinna kosningar með Facebook Facebook mun skipta sköpum í kosningabaráttu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningum sem fram fara síðar á þessu ári. Kerfisfræðingar á vegum kosningastjórnar Obama eru nú að byggja umfangsmikinn gagnagrunn sem virkar þannig að hægt verður að safna upplýsingum um milljónir kjósenda í gegnum Facebook. Þannig býst kosningastjórnin við því að hægt verði að ná til kjósenda eftir leiðum sem hafa ekki verið farnar aftur. Erlent 19.2.2012 13:45 Whitney borin til grafar í dag Poppstjarnan Whitney Houston verður jarðsett í dag við hlið föður síns í Fairview kirkjugarðinum í Westfield. Fjögurra klukkustunda löng minningarathöfn um hana fór fram í New Hope Baptistakirkjunni í New Jersey í gær. Cissy móðir hennar og Bobbi Kristina dóttir hennar hágrétu þegar kista Whitney var borin út úr kirkjunni eftir að athöfninni lauk. Athöfnin var ákaflega falleg en þó bar þann skugga á að Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður Whitney, stormaði út úr kirkjunni áður en athöfnin hófst. Hann mun hafa verið ósáttur við sætaskipan í kirkjunni. Erlent 19.2.2012 09:15 Höfðu efasemdir um að Whitney væri sú rétta Kevin Costner mótleikari Whitney Houston í Bodyguard hélt hjartnæma ræðu við útför hennar í dag. Hann sagði að framleiðendur myndarinnar hefðu upphaflega haft verulegar efasemdir um að Whitney væri rétta manneskjan í hlutverkið. Þá hefði alls ekki staðið til að lagið I will always love you væri í myndinni. Erlent 18.2.2012 18:50 Whitney borin til grafar - bein útsending Útför söngkonunnar Whitney Houston fer fram nú í kvöld og hófst hún klukkan fimm að íslenskum tíma. Búist var við að um 1500 manns, vinir og ættingjar yrðu viðstaddir, en milljónir manna fylgjast með útsendingunni á Netinu. Stevie Wonder syngur við jarðarförina og Kevin Costner, sem lék á móti henni í kvikmyndinni Bodyguard flytur minningarorð. Útförin fór fram í kirkju í Newark þar sem Whitney söng í bernsku. Whitney Houston lést á hóteli í Beverly Hills um síðustu helgi. Grunur leikur á að hún hafi látist af völdum lyfjaneyslu en beðið er niðurstaðna úr eiturefnaprófi til að staðfesta það. Erlent 18.2.2012 17:02 Öll heimsbyggðin mun geta fylgst með útför Whitney Gert er ráð fyrir að öll veröldin muni geta fylgst með þegar Whitney Houston verður borin til grafar í dag klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Blaðið Los Angeles Times segir að einungis fjölskylda og vinir verði viðstaddir útförina en AP fréttastofan ætlar að sýna hana á Netinu. Þeir em verða viðstaddir útförina eru Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Costner mótleikari hennar úr Bodyguard, Dionne Warwick, Alicia Keys og fleiri frægir. Erlent 18.2.2012 14:48 Stungin til bana í miðborg Malmö Kona á fertugsaldri var stungin til bana á götu úti í miðborg Malmö í Svíþjóð í gær. Fjöldi vegfarenda varð vitni að morðinu, þar á meðal tvær ungar dætur konunnar, en verknaðurinn átti sér stað á háannartíma. Lögreglan handtók stuttu síðar karlmann nálægt morðvettvangi útataðan í blóði. Fórnarlambið og árásarmaðurinn eru talin hafa átt í ástarsambandi fyrir einhverju síðan en lögreglan segir að morðið megi rekja til forræðisdeilu þeirra. Erlent 18.2.2012 10:01 « ‹ ›
Rauði krossinn biður um stutt vopnahlé í Sýrlandi Rauði krossinn hefur farið fram á það að stríðandi fylkingar í Sýrlandi semji um stutt vopnahlé á þeim svæðum þar sem hvað harðast hefur verið barist. Erlent 21.2.2012 07:09
Samkomulag um neyðarlán til Grikkja eftir langan fund Fjármálaráðherrar evrusvæðisins náðu loks samkomulagi um nýtt neyðarlán til Grikklands í nótt. Þá hafði fundur ráðherranna staðið í um 13 klukkutíma í Brussel. Erlent 21.2.2012 06:58
Fengu 32.000 ára gömul fræ til að blómstra Rússneskum vísindamönnum hefur tekist að fá tæplega 32.000 ára gömul fræ til að blómstra að nýju. Erlent 21.2.2012 06:51
Martröð í uppsiglingu fyrir ráðamenn Repúblikanaflokksins Versta martröð ráðamanna í Repúblikanaflokknum bandaríska er í uppsiglingu, það er flokksþing fyrir forsetakosningar þar sem enginn hefur meirihluta fulltrúa sem forsetaefni flokksins. Erlent 21.2.2012 06:44
Sökkti fljótandi skemmtistað Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum. Erlent 21.2.2012 02:00
Saksóknari vill dauðarefsingu Saksóknari í máli Hosní Múbarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, krafðist þess í lokaræðu sinni við réttarhöldin að hann verði dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa lögreglu og öryggissveitum að beita vopnum gegn mótmælendum. Erlent 21.2.2012 01:30
Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu. Erlent 21.2.2012 01:00
Boðar stórfellda vígvæðingu Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lofar því að kaupa ógrynnin öll af nýjum vopnum fyrir rússneska herinn verði hann kosinn forseti landsins á ný. Erlent 21.2.2012 00:30
Andófsmaður verður forseti Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands. Erlent 21.2.2012 00:00
The Simpsons nær sögulegum áfanga Sjónvarpsþátturinn The Simpsons skráði sig endanlega í sögubækurnar á sunnudaginn þegar 500. þátturinn var frumsýndur. Aðgerðarsinninn Julian Assange var gestaleikari. Erlent 20.2.2012 23:30
"Myndasprengjan" heyrir sögunni til Flestir hafa lent í því þegar óvelkomnir einstaklingar ganga inn í ljósmyndaranna þegar mynd er tekin. Sænskt fyrirtæki hefur hannað smáforrit sem kemur í veg fyrir þetta með því að eyða viðkomandi úr rammanum. Erlent 20.2.2012 22:30
Fimm ára gömul og föst í líkama drengs Zach Avery var þriggja ára þegar hann áttaði sig á að hann væri stúlka föst í líkama drengs. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að Zach þjáist af kynáttunarvanda. Erlent 20.2.2012 22:00
Gínur í yfirstærð aldrei vinsælli í Bretlandi Mikið hefur borið á því síðustu vikur að fataverslanir í Bretlandi panti gínur í yfirstærð. Aukningin er rakin til vinsælda söngkonunnar Adele. Erlent 20.2.2012 22:00
"Blettaskallinn hvatti mig áfram" Hjólreiðakonan Joanna Rowsell ákvað að sleppa hárkollunni þegar hún tók við gullverðlaunum í Róm um helgina. Joanna þjáist af blettaskalla og hefur þurft að fela heilkennið fyrir umheiminum. Erlent 20.2.2012 21:30
NASA birtir myndir af skýstrók á sólinni Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndir af skýstrók sem gekk yfir yfirborð sólarinnar. Skýstrókurinn var stærri en Jörðin og teygði anga sína þúsundir kílómetra út í geiminn. Erlent 20.2.2012 21:00
Joachim Gauck verður forseti Þýskalands Angela Merkel kanslari Þýskalands tilkynnti í gærkvöldi að Joachim Gauck yrði næsti forseta Þýskalands. Gauk tekur við embættinu af Christian Wulff sem sagði af sér fyrir helgina vegna lánahneykslis. Erlent 20.2.2012 07:22
Kennari lést og skólabörn slösuðust í rútuslysi Breskur kennari lét lífið og tugur grunnskólanemenda hans liggur á sjúkrahúsi eftir rútuslys skammt frá borginni Reims í norðurhluta Frakklands í gærdag. Erlent 20.2.2012 07:17
Tugir fórust í fangaslagsmálum í Mexíkó Að minnsta kosti 44 menn létu lífið í fjöldaslagsmálum sem brutust út í fangelsi í borginni Monterrey norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. Erlent 20.2.2012 07:15
Santorum er á miklu skriði Rick Santorum er á miklu skriði í baráttunni um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Erlent 20.2.2012 07:01
Örlög Grikklands gætu ráðist í dag Örlög Grikklands gætu ráðist í dag en þá funda fjármálaráðherrar evrusvæðisins um nýtt neyðarlán upp á 130 milljarða evra til Grikklands. Erlent 20.2.2012 06:56
Victoria Svíaprinsessa eignast fyrsta barn sitt á næstu dögum Von er á að nýr prins eða prinsessa komi í heiminn í Svíþjóð á allra næstu dögum. Um er að ræða fyrsta barn Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daniels eigmanns hennar. Erlent 20.2.2012 06:52
Marilyn Monroe kosin besti strandkroppur sögunnar Þótt hálf öld sé liðin frá ótímabæru andláti hennar er bandaríska leikkonan Marlyn Monroe enn að vinna titla fyrir kvenlega fegurð. Erlent 20.2.2012 06:46
Matarlaus í bíl í tvo mánuði í norður Svíþjóð Sænskur maður sem fannst á föstudag eftir tveggja mánaða dvöl í bíl sínum án matar er á batavegi. Að sögn lækna er hann vakandi og fær um að eiga tjáskipti. Hitastigið utan við bílinn fór lægst niður í -30 gráður og telja læknar að snjórinn utan við bílinn hafi breytt honum í eins konar snjóhús og þar með komið í veg fyrir að maðurinn dæi úr kulda. Erlent 20.2.2012 05:00
Íran stöðvar olíusölu til Breta og Frakka Íran hefur stöðvað sölu á olíu til breskra og franskra fyrirtækja. Olíumálaráðherra Írans tilkynnti þetta í dag. Aðildarríki Evrópusambandsins höfðu áður samþykkt að hætta að flytja inn olíu frá Íran frá og með 1. júlí næstkomandi. Sú ákvörðun Evrópusambandsins er tekin til þess að þrýsta á Írani að hætta tilraunum með úraníum. Slíkt efni er hægt að nota í friðsamlegum tilgangi en líka til þess að hana gereyðingarvopn. Kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna telur sig hafa upplýsingar um að Íran sé að þróa slík vopn en írönsk stjórnvöld segja að allar þróanir með úraníum séu í friðsamlegum tilgangi. Erlent 19.2.2012 16:49
Obama ætlar að vinna kosningar með Facebook Facebook mun skipta sköpum í kosningabaráttu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningum sem fram fara síðar á þessu ári. Kerfisfræðingar á vegum kosningastjórnar Obama eru nú að byggja umfangsmikinn gagnagrunn sem virkar þannig að hægt verður að safna upplýsingum um milljónir kjósenda í gegnum Facebook. Þannig býst kosningastjórnin við því að hægt verði að ná til kjósenda eftir leiðum sem hafa ekki verið farnar aftur. Erlent 19.2.2012 13:45
Whitney borin til grafar í dag Poppstjarnan Whitney Houston verður jarðsett í dag við hlið föður síns í Fairview kirkjugarðinum í Westfield. Fjögurra klukkustunda löng minningarathöfn um hana fór fram í New Hope Baptistakirkjunni í New Jersey í gær. Cissy móðir hennar og Bobbi Kristina dóttir hennar hágrétu þegar kista Whitney var borin út úr kirkjunni eftir að athöfninni lauk. Athöfnin var ákaflega falleg en þó bar þann skugga á að Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður Whitney, stormaði út úr kirkjunni áður en athöfnin hófst. Hann mun hafa verið ósáttur við sætaskipan í kirkjunni. Erlent 19.2.2012 09:15
Höfðu efasemdir um að Whitney væri sú rétta Kevin Costner mótleikari Whitney Houston í Bodyguard hélt hjartnæma ræðu við útför hennar í dag. Hann sagði að framleiðendur myndarinnar hefðu upphaflega haft verulegar efasemdir um að Whitney væri rétta manneskjan í hlutverkið. Þá hefði alls ekki staðið til að lagið I will always love you væri í myndinni. Erlent 18.2.2012 18:50
Whitney borin til grafar - bein útsending Útför söngkonunnar Whitney Houston fer fram nú í kvöld og hófst hún klukkan fimm að íslenskum tíma. Búist var við að um 1500 manns, vinir og ættingjar yrðu viðstaddir, en milljónir manna fylgjast með útsendingunni á Netinu. Stevie Wonder syngur við jarðarförina og Kevin Costner, sem lék á móti henni í kvikmyndinni Bodyguard flytur minningarorð. Útförin fór fram í kirkju í Newark þar sem Whitney söng í bernsku. Whitney Houston lést á hóteli í Beverly Hills um síðustu helgi. Grunur leikur á að hún hafi látist af völdum lyfjaneyslu en beðið er niðurstaðna úr eiturefnaprófi til að staðfesta það. Erlent 18.2.2012 17:02
Öll heimsbyggðin mun geta fylgst með útför Whitney Gert er ráð fyrir að öll veröldin muni geta fylgst með þegar Whitney Houston verður borin til grafar í dag klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Blaðið Los Angeles Times segir að einungis fjölskylda og vinir verði viðstaddir útförina en AP fréttastofan ætlar að sýna hana á Netinu. Þeir em verða viðstaddir útförina eru Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Costner mótleikari hennar úr Bodyguard, Dionne Warwick, Alicia Keys og fleiri frægir. Erlent 18.2.2012 14:48
Stungin til bana í miðborg Malmö Kona á fertugsaldri var stungin til bana á götu úti í miðborg Malmö í Svíþjóð í gær. Fjöldi vegfarenda varð vitni að morðinu, þar á meðal tvær ungar dætur konunnar, en verknaðurinn átti sér stað á háannartíma. Lögreglan handtók stuttu síðar karlmann nálægt morðvettvangi útataðan í blóði. Fórnarlambið og árásarmaðurinn eru talin hafa átt í ástarsambandi fyrir einhverju síðan en lögreglan segir að morðið megi rekja til forræðisdeilu þeirra. Erlent 18.2.2012 10:01