Erlent Sænskir skurðlæknar græddu leg í tvær konur Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Erlent 19.9.2012 06:37 Fundu sögulegan silfurfjársjóð frá járnöldinni í Danmörku Hróarskeldusafn hefur greint frá sögulegum fjársjóði frá járnöldinni sem fannst í sveitarhéraði rétt fyrir utan Hróarskeldu. Erlent 19.9.2012 06:20 NATO-liðar minna á ferð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða. Erlent 19.9.2012 04:00 Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. Erlent 19.9.2012 03:00 Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Erlent 19.9.2012 03:00 Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. Erlent 19.9.2012 02:00 Banna myndir af hertogaynju Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta. Erlent 19.9.2012 00:15 Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða. Erlent 18.9.2012 23:07 Hundur skaut mann Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins. Erlent 18.9.2012 22:35 Fengu leg úr mæðrum sínum Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Líffæragjafarnir voru mæður kvennanna og gætu þær því átt möguleika á að ganga með börn í sama legi og gengið var með þær í. Erlent 18.9.2012 22:12 Sprengjuviðvörun í Osló Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl. Erlent 18.9.2012 14:30 Romney stórskaðar framboð sitt með niðrandi ummælum Mitt Romney hefur stórskaðað framboð sitt til forseta Bandaríkjanna með því að fara háðuglegum og niðrandi orðum um kjósendur Barack Obama. Erlent 18.9.2012 06:48 Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm. Erlent 18.9.2012 06:42 Meira um sjálfsmorð meðal samkynhneigðra Ný rannsókn sem unnin var á vegum AIDS sjóðsins í Danmörku sýnir að samkynhneigt fólk, bæði karlar og konur, fremja sjálfsmorð í meiri mæli en hinir gagnkynhneigðu. Þá kemur einnig fram að lesbískum konum er hættara við að fá krabbamein en þeim gagnkynhneigðu. Erlent 18.9.2012 06:38 Sjómenn geta kynt undir frekari deilum Tugir þúsunda Kínverja hafa undanfarna daga mótmælt harðlega kaupum japanskra stjórnvalda á eyjaklasa í Kínahafi. Bæði kínversk og japönsk stjórnvöld gera tilkall til eyjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hvetur til sátta. Erlent 18.9.2012 00:15 Vörpudrifið ekki lengur skáldskapur Margir kannast vafalaust við vörpudrifið svokallaða en það gegndi miðlægu hlutverki í Star Trek sjónvarpsþáttunum á sínum tíma. Nú sjá vísindamenn fram á að þessi heillandi tækni gæti í raun orðið að veruleika. Erlent 17.9.2012 23:38 Ein stærsta dementaæð jarðar í Síberíu Rússneskir vísindamenn hafa ljóstrað upp um vel varðveitt leyndarmál frá tímum Sovétríkjanna. Í árekstrargíg í austurhluta Síberíu má finna risavaxna demantaæð. Áætlað er að um trilljarð karöt af iðnaðardemöntum megi vinna úr æðinni. Erlent 17.9.2012 23:00 Mikil byrði að vera Þjóðverji Þýski rithöfundurinn Bernhard Schlink segir að enn í dag sé erfitt fyrir Þjóðverja að takast á við sögu landsins. Hlutverk landsins í síðari heimsstyrjöldinni grúfi yfir landinu og þýsk börn þurfi enn í dag að takast á við sálarangist yfir því að vera Þjóðverjar. Erlent 17.9.2012 16:25 Suu Kyi til Bandaríkjanna Friðarverðlaunahafinn og stjórnarandstöðuleiðtoginn frá Búrma, Aung San Suu Kyi, lagði í dag af stað í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna síðan hún var vistuð í stofufangelsi árið 1990. Í Bandaríkjunum mun hún taka við æðstu heiðursverðlaunum sem Bandaríkjaþingið getur veitt. Erlent 17.9.2012 13:47 Prinsessa er látin Ragnhildur Noregsprinsessa, stóra systir Haraldar Noregskonungs, lést í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu Hún var fædd árið 1930 og var því 82 ára þegar hún lést. Hún giftist Erling Lorentzen árið 1953 og bar frá því nafnið Ragnhildur Alexandra Lorentzen. Ragnhildar var minnst í erlendum fjölmiðlum í gær. Meðal annars minntist Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hennar með hlýjum orðum. Erlent 17.9.2012 10:31 Einkaskjalasafn nasistans Joseph Goebbels á uppboð Einkaskjalasafn nasistans Joseph Goebbels verður selt á uppboði í Connecticut í Bandaríkjunum í vikunni. Erlent 17.9.2012 07:41 Mikið um kynferðislega misnotkun á bandarískum skátum Í ljós er komið að þagað var um fleiri hundruð tilvika um kynferðislega misnotkun á ungum drengjum innan bandarísku skátasamtakanna US Boy Scouts á löngu tímabili. Erlent 17.9.2012 07:19 Sérsveitir úr íranska Byltingarhernum í Sýrlandi Hermenn úr íranska Byltingarhernum hafa verið til staðar í Sýrlandi undanfarna mánuði til að aðstoða og leiðbeina sýrlenska hernum í átökunum sem geisa í landinu. Erlent 17.9.2012 06:47 Soyuz geimfar lenti með þrjá geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni Rússneskt geimfar af Soyuz gerð lenti heilu og höldnu í Kazakhstan snemma í morgun með þrjá geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 17.9.2012 06:44 Lögfræðingar Kate og William mæta fyrir dómara í París Lögfræðingar þeirra Kate Middleton og William Bretaprins munu mæta fyrir dómara í París nú fyrir hádegið þar sem þeir ætla að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu á tímaritinu Closer með lögbanni en tímaritið birt hefur myndir af Kate nakinni að ofan. Erlent 17.9.2012 06:41 Taska með sprengiefni fannst í Suðurhöfn Kaupmannahafnar Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lokað af götu við Suðurhöfn borgarinnar þar semtaska full af sprengiefni fannst þar í morgun. Töskunni hafði verið stillt upp við einn af olíutönkum Shell olíufélagsins. Erlent 17.9.2012 06:35 Kærðu tengdasoninn fyrir að nauðga önd Tyrkneska dagblaðið Habertürk greindi frá því um helgina að karlmaður hefði verið handtekinn í Marmara-héraðinu grunaður um að hafa nauðgað önd. Það voru tengdaforeldrar mannsins sem kærðu hann til lögreglu eftir að þau fundu blóð og fjaðrir í rúmi mannsins. Maðurinn gisti hjá tengdaforeldrunum yfir nóttina. Erlent 16.9.2012 23:00 John Major gagnrýnir myndbirtingu Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, gagnrýnir franska blaðið Closer sem og írska tímaritið Irish Daily harðlega fyrir að birta myndir af hertogaynjunni Kate Middelton berbrjósta. Erlent 16.9.2012 15:06 Fjórir hermenn drepnir í Afganistan Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn. Erlent 16.9.2012 10:22 Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu. Erlent 16.9.2012 06:00 « ‹ ›
Sænskir skurðlæknar græddu leg í tvær konur Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Erlent 19.9.2012 06:37
Fundu sögulegan silfurfjársjóð frá járnöldinni í Danmörku Hróarskeldusafn hefur greint frá sögulegum fjársjóði frá járnöldinni sem fannst í sveitarhéraði rétt fyrir utan Hróarskeldu. Erlent 19.9.2012 06:20
NATO-liðar minna á ferð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða. Erlent 19.9.2012 04:00
Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. Erlent 19.9.2012 03:00
Hóta árásum á Bandaríkin Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Erlent 19.9.2012 03:00
Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. Erlent 19.9.2012 02:00
Banna myndir af hertogaynju Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta. Erlent 19.9.2012 00:15
Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða. Erlent 18.9.2012 23:07
Hundur skaut mann Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins. Erlent 18.9.2012 22:35
Fengu leg úr mæðrum sínum Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Líffæragjafarnir voru mæður kvennanna og gætu þær því átt möguleika á að ganga með börn í sama legi og gengið var með þær í. Erlent 18.9.2012 22:12
Sprengjuviðvörun í Osló Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl. Erlent 18.9.2012 14:30
Romney stórskaðar framboð sitt með niðrandi ummælum Mitt Romney hefur stórskaðað framboð sitt til forseta Bandaríkjanna með því að fara háðuglegum og niðrandi orðum um kjósendur Barack Obama. Erlent 18.9.2012 06:48
Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm. Erlent 18.9.2012 06:42
Meira um sjálfsmorð meðal samkynhneigðra Ný rannsókn sem unnin var á vegum AIDS sjóðsins í Danmörku sýnir að samkynhneigt fólk, bæði karlar og konur, fremja sjálfsmorð í meiri mæli en hinir gagnkynhneigðu. Þá kemur einnig fram að lesbískum konum er hættara við að fá krabbamein en þeim gagnkynhneigðu. Erlent 18.9.2012 06:38
Sjómenn geta kynt undir frekari deilum Tugir þúsunda Kínverja hafa undanfarna daga mótmælt harðlega kaupum japanskra stjórnvalda á eyjaklasa í Kínahafi. Bæði kínversk og japönsk stjórnvöld gera tilkall til eyjanna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hvetur til sátta. Erlent 18.9.2012 00:15
Vörpudrifið ekki lengur skáldskapur Margir kannast vafalaust við vörpudrifið svokallaða en það gegndi miðlægu hlutverki í Star Trek sjónvarpsþáttunum á sínum tíma. Nú sjá vísindamenn fram á að þessi heillandi tækni gæti í raun orðið að veruleika. Erlent 17.9.2012 23:38
Ein stærsta dementaæð jarðar í Síberíu Rússneskir vísindamenn hafa ljóstrað upp um vel varðveitt leyndarmál frá tímum Sovétríkjanna. Í árekstrargíg í austurhluta Síberíu má finna risavaxna demantaæð. Áætlað er að um trilljarð karöt af iðnaðardemöntum megi vinna úr æðinni. Erlent 17.9.2012 23:00
Mikil byrði að vera Þjóðverji Þýski rithöfundurinn Bernhard Schlink segir að enn í dag sé erfitt fyrir Þjóðverja að takast á við sögu landsins. Hlutverk landsins í síðari heimsstyrjöldinni grúfi yfir landinu og þýsk börn þurfi enn í dag að takast á við sálarangist yfir því að vera Þjóðverjar. Erlent 17.9.2012 16:25
Suu Kyi til Bandaríkjanna Friðarverðlaunahafinn og stjórnarandstöðuleiðtoginn frá Búrma, Aung San Suu Kyi, lagði í dag af stað í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna síðan hún var vistuð í stofufangelsi árið 1990. Í Bandaríkjunum mun hún taka við æðstu heiðursverðlaunum sem Bandaríkjaþingið getur veitt. Erlent 17.9.2012 13:47
Prinsessa er látin Ragnhildur Noregsprinsessa, stóra systir Haraldar Noregskonungs, lést í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu Hún var fædd árið 1930 og var því 82 ára þegar hún lést. Hún giftist Erling Lorentzen árið 1953 og bar frá því nafnið Ragnhildur Alexandra Lorentzen. Ragnhildar var minnst í erlendum fjölmiðlum í gær. Meðal annars minntist Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hennar með hlýjum orðum. Erlent 17.9.2012 10:31
Einkaskjalasafn nasistans Joseph Goebbels á uppboð Einkaskjalasafn nasistans Joseph Goebbels verður selt á uppboði í Connecticut í Bandaríkjunum í vikunni. Erlent 17.9.2012 07:41
Mikið um kynferðislega misnotkun á bandarískum skátum Í ljós er komið að þagað var um fleiri hundruð tilvika um kynferðislega misnotkun á ungum drengjum innan bandarísku skátasamtakanna US Boy Scouts á löngu tímabili. Erlent 17.9.2012 07:19
Sérsveitir úr íranska Byltingarhernum í Sýrlandi Hermenn úr íranska Byltingarhernum hafa verið til staðar í Sýrlandi undanfarna mánuði til að aðstoða og leiðbeina sýrlenska hernum í átökunum sem geisa í landinu. Erlent 17.9.2012 06:47
Soyuz geimfar lenti með þrjá geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni Rússneskt geimfar af Soyuz gerð lenti heilu og höldnu í Kazakhstan snemma í morgun með þrjá geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Erlent 17.9.2012 06:44
Lögfræðingar Kate og William mæta fyrir dómara í París Lögfræðingar þeirra Kate Middleton og William Bretaprins munu mæta fyrir dómara í París nú fyrir hádegið þar sem þeir ætla að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu á tímaritinu Closer með lögbanni en tímaritið birt hefur myndir af Kate nakinni að ofan. Erlent 17.9.2012 06:41
Taska með sprengiefni fannst í Suðurhöfn Kaupmannahafnar Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lokað af götu við Suðurhöfn borgarinnar þar semtaska full af sprengiefni fannst þar í morgun. Töskunni hafði verið stillt upp við einn af olíutönkum Shell olíufélagsins. Erlent 17.9.2012 06:35
Kærðu tengdasoninn fyrir að nauðga önd Tyrkneska dagblaðið Habertürk greindi frá því um helgina að karlmaður hefði verið handtekinn í Marmara-héraðinu grunaður um að hafa nauðgað önd. Það voru tengdaforeldrar mannsins sem kærðu hann til lögreglu eftir að þau fundu blóð og fjaðrir í rúmi mannsins. Maðurinn gisti hjá tengdaforeldrunum yfir nóttina. Erlent 16.9.2012 23:00
John Major gagnrýnir myndbirtingu Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, gagnrýnir franska blaðið Closer sem og írska tímaritið Irish Daily harðlega fyrir að birta myndir af hertogaynjunni Kate Middelton berbrjósta. Erlent 16.9.2012 15:06
Fjórir hermenn drepnir í Afganistan Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn. Erlent 16.9.2012 10:22
Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu. Erlent 16.9.2012 06:00