Erlent

Fyrsta kínverska konan í geimnum

Kínverjar munu senda fjórða mannaða geimfar landsins út í geim á morgun. Ein kona verður um borð og verður þar með fyrsta kínverska konan í geimnum.

Erlent

Síðasti sarin-hryðjuverkamaðurinn handtekinn

Lögreglan í Japan hefur handtekið síðasta meðlim sértrúarsafnaðarins og hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo sem eftirlýstur var fyrir sarín eiturgasárásina í lestarkerfi Tókýó fyrir 17 árum síðan. Í þeirri árás fórust 13 manns.

Erlent

Forseti Kína skoðar Litlu hafmeyjuna í dag

Opinber heimsókn Hu Jintao forseta Kína heldur áfram í Danmörku í dag. Dagurinn hefst á því að forsetinn situr dansk-kínverska ráðstefnu í Moltke höll en síðan verður farið í skoðunarferð um Kaupmannahöfn.

Erlent

Stjórnin tapar miklu fylgi

Stjórnarflokkarnir í Danmörku fá herfilega útreið í nýrri skoðanakönnun og mikil óánægja er með störf forsætisráðherrans Helle Thorning-Schmidt.

Erlent

Setti heimsmet fyrir andlátið

Dauð leðurblaka sem hjón fundu í kofa sínum í Finnmörk í Norður-Noregi fyrir skömmu hefur sennilega sett heimsmet rétt áður en hún drapst. Aldrei áður hefur leðurblaka fundist svo norðarlega. Kofinn er í Bekkarfjord rétt hjá nyrsta odda Noregs og um leið Evrópu.

Erlent

Danir og Kínverjar semja um viðskipti

Danmörk og Kína undirrita 35 samninga og viðskiptasamninga upp á 18 milljarða danskra króna á meðan á opinberri heimsókn forseta Kína, Hu Jintao, til Danmerkur stendur.

Erlent

Sögulegur landvinningur Coca-Cola

Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum.

Erlent

Assange verður framseldur

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, verður framseldur til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota þar í landi. Hæstiréttur Bretlands hafnaði beiðni hans um að taka framsalsbeiðni fyrir að nýju.

Erlent

Banvænt vatn á Gaza

Drykkjarvatn á Gaza er svo mengað að það er banvænt. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Barnaheill og Læknahjálp Palestínumanna.

Erlent

Ray Winstone í Noah

Bresk leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrrihugarði stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu.

Erlent

Rigningin stöðvaði átökin tímabundið

Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag.

Erlent

Sprenging í stálveri kostar 11 manns lífið

Mjög öflug sprenging í indversku stálveri hefur kostað a.m.k. 11 manns lífið og 16 aðrir starfsmenn versins liggja á gjörgæsludeild. Sumir þeirra slösuðu eru svo illa farnir að búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka.

Erlent

Segja glæpi gegn mannkyninu framda í Sýrlandi

Samtökin Amnesty International segja að stjórnarhermenn í Sýrlandi og dauðasveitir á vegum stjórnvalda hafi framið glæpi gegn mannkyninu í þeim átökum sem geisað hafa í landinu undanfarna mánuði.

Erlent

Minnst 65 látnir eftir árásirnar

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim.

Erlent

Áttatíu taldir af

Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa.

Erlent