Erlent

Hector "Macho" látinn

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, lést í morgun eftir að læknar tóku öndunarvél, sem hann var tengdur við, úr sambandi. Boxarinn var skotinn í höfuðið í síðasta mánuði og var úrskurðaður heiladauður í kjölfarið.

Erlent

Dallas-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Larry Hagman lést í gær 81 árs að aldri en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið JR Ewing í bandarísku sjónvarpsþáttunum Dallas. Þættirnir, sem eru með þeim vinsælustu sem hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni CBS í Bandaríkjunum, voru sýndir hér á landi á sínum tíma. Banamein Hagmans var krabbamein.

Erlent

Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans

Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans.

Erlent

Skildu eftir sig drit í tonnavís

Ólokaður turngluggi í Þrenningarkirkjunni í Gävle í Svíþjóð reyndist heimboð fyrir dúfur í þúsundavís. Aðkoman þegar hreingerningarfólk kom þar upp fyrir skemmstu, um 30 til 40 árum síðar, var því ófögur.

Erlent

Reykjavík verður kvikmynd um sigur mannsandans

Kvikmyndin Reykjavík verður um sigur mannsandans að sögn Mike Newell, sem mun leikstýra þessari stórmynd sem draumasmiðjan ætlar að gera um leiðtogafundinn heimsfræga sem átti sér stað hér á landi árið 1986.

Erlent

Nýr faraó í Egyptalandi

Nokkrar skrifstofur Bræðralags múslima í Egyptalandi urðu eldi að bráð í fjölmennum mótmælum í dag. Boðað var til mótmæla eftir föstudagsbænir.

Erlent

Meðlimur Pussy Riot fluttur í einangrun

Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.

Erlent

Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó

Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag.

Erlent

Breivik má hafa kúlupenna

Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.

Erlent

Mauramaðurinn rústaði heimilinu

Hjón, búsett nærri Köln í Þýskalandi, eru orðin heimilislaus eftir að þau kölluðu til meindýraeyði vegna vandamáls með maura í húsinu. Hjónin byggðu húsið sitt fyrir tveimur árum síðan, en sífelldur ágangur maura innandyra fór í taugarnar á þeim.

Erlent

Fjörutíu þúsund hafa fallið í Sýrlandi

Stjórnarhermönnum í Sýrlandi tókst ekki að berja aftur stórsókn uppreisnarmanna í bænum Mayadeen í nótt. Stjórnarandstæðingarnir hertóku bækistöð stjórnarhersins við bæinn og ráða nú yfir stórum landsvæðum í austurhluta Sýrlands.

Erlent

Upprættu kókaínsmyglhring í Hollandi

Lögreglan í Hollandi hefur upprætt kókaínsmyglhring í landinu og handtekið 12 manns í tengslum við rannsókn málsins sem er eitt stærsta fíkiniefnamál sem komið hefur upp í landinu á síðustu árum.

Erlent

Vopnahléið á Gaza heldur

Vopnahléið sem samið var um á Gazasvæðinu hefur haldið í gærkvöldi og nótt þótt fréttir hafi borist um að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza skömmu eftir að formlega var gengið frá vopnahléssamkomulaginu síðdegis í gærdag. Enginn skaði varð af þeim eldflaugaskotum og Ísraelar svöruðu ekki í sömu mynt.

Erlent

Tíu ára fangelsi fyrir spillingu

Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka.

Erlent