Fótbolti

Ég sný fljótt aftur

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, á von á því að hann verði ekki lengi frá vegna hjartaaðgerðarinnar sem hann þarf senn að gangast undir.

Enski boltinn

Juventus endurheimti annað sætið á Ítalíu

Juventus vann 1-0 sigur gegn Udinese í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni en Fabio Grosso skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn. Juventus endurheimti þar með annað sæti deildarinnar sem AC Milan komst tímabundið í fyrr í dag.

Fótbolti

Redknapp: Þetta var ótrúlegt afrek hjá Defoe

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham var eðlilega í skýjunum með 9-1 sigur sinna manna gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Redknapp hrósaði sérstaklega framherjanum Jermain Defoe sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.

Enski boltinn

Tottenham slátraði Wigan - Defoe með fimm mörk

Tottenham vann ótrúlegan 9-1 sigur gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Tottenham. Jermain Defoe skoraði fimm mörk fyrir Tottenham í leiknum en þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla snemma í síðari hálfleiknum.

Enski boltinn

Ítalski boltinn: AC Milan komið upp í annað sæti

AC Milan vann 4-3 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum í dag en staðan var 3-2 í hálfleik. Clarence Seedorf, Marco Boriello, Alexander Pato og Ronaldinho skoraði fyrir AC Milan í leiknum en Alessandro Matri, Andrea Lazzari og Nene skoruðu mörk gestanna.

Fótbolti

Mun Hiddink snúa aftur til Chelsea?

Mikið hefur verið rætt um framtíð landsliðsþjálfarans Guus Hiddink í starfi sínu með rússneska landsliðið eftir að það mistókst að vinna sér sæti á lokakeppni HM næsta sumar.

Enski boltinn

Messi ekki með gegn Inter - tæpur fyrir El Clásico

Aðstandendur og stuðningsmenn Barcelona bíða nú á milli vonar og ótta með að heyra af meiðslum stjörnuleikmannsins Lionel Messi sem þurfti að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla þegar um stundarfjórðungur lifði leiks í 1-1 jafntefli gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.

Fótbolti

Barcelona missteig sig gegn Bilbao

Barcelona tapaði stigum í toppbaráttunni á Spáni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Athletic Bilbao. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik á San Mames-leikvanginum í Bilbao en Dani Alves opnaði markareikninginn fyrir gestina snemma í síðari hálfleik.

Fótbolti