Fótbolti

Chamakh ætlar að klára tímabilið með Bordeaux

Marouane Chamakh, framherji franska liðsins Bordeaux, segist ekki ætla að fara frá félaginu fyrr en eftir tímabilið. Mörk lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt þessum 25 ára sóknarmanni Bordeaux áhuga en var lengi á leiðinni til Arsenal í sumar.

Enski boltinn

Fernando Torres ekki með Liverpool á morgun

Fernando Torres verður ekki með Liverpool á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á morgun þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa með liðinu. Torres hefur ekki spilað með Liverpool síðan 4. nóvember og er ekki tilbúinn samkvæmt mati læknaliðs Liverpool.

Enski boltinn

Draumariðill Xabi Alonso: Vill mæta Dönum

Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og nýverandi leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins á sér óskamótherja þegar dregið verður í úrslitakeppni HM í Höfðaborg í Suður-Afríku í dag. Xabi vill mæta Dönum.

Fótbolti

Sigurður: Sama starf og ég var með hjá Djurgården

Sigurður Jónsson var í dag kynntur sem næsti þjálfari sænska C-deildarliðsins Enköping. Sigurður tekur við starfinu af fyrrum leikmanni Manchester United, Jesper Blomqvist, sem var rekinn eftir að liðið féll úr sænsku 1. deildinni í haust.

Fótbolti

Frakkar segja FIFA vera að refsa þeim fyrir höndina hans Henry

Frakkar eru allt annað en sáttir með það að vera ekki í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM í dag og ekki að ástæðulausu. Frakkar er meðal sjö bestu þjóða heims á nýjasta styrkleikalista FIFA og hafa komist í úrslitaleikinn á tveimur af síðustu þremur HM. Þeir halda því fram að FIFA sé að refsa þeim fyrir höndina hans Henry.

Fótbolti

Sigurður Jónsson verður næsti þjálfari Enköping

Sigurður Jónsson verður þjálfari sænska C-deildarliðsins Enköping samkvæmt frétt á Aftonbladet. Sigrurður tekur við starfinu af Jesper Blomqvist. Sigurður hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Djurgården fyrir rétt rúmu ári síðan.

Fótbolti

Dan Petrescu sækir um landsliðsþjálfarastöðu Skota

Rúmeninn Dan Petrescu er einn af tuttugu umsækjendum um landsliðsþjálfarastöðu Skota en stjórn skoska knattspyrnusambandsins fundaði um framtíðarþjálfara landsliðsins í gær. Skotar ætla að vera búnir að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en dregið verður í riðla í undankeppni EM 2012 í febrúar á næsta ári.

Fótbolti

Fabio Capello: HM verður erfiðasta prófið mitt sem stjóri

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að HM í Suður-Afríku næsta sumar verði hans erfiðasta próf á stjóraferlinum. Capello hefur gert frábæra hluti með stórlið Juventus og Real Madrid á löngum og farsælum ferli en Capello er einn af mörgum sem bíða spenntir eftir því að það verði dregið í riðla í dag.

Fótbolti

Peningaskortur hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth hafa ekki enn fengið nein laun fyrir nóvember en þetta er í annað sinn í vetur sem dráttur verður á launum hjá félaginu.

Enski boltinn

Kalou frá næstu tvær vikurnar

Chelsea staðfesti í dag að framherjinn Salomon Kalou verði frá næstu tvær vikurnar en hann meiddist í leiknum gegn Blackburn í gær. Kalou skoraði í leiknum og hefur nú skorað fjögur mörk í vetur.

Enski boltinn

Carvalho: Við erum betri en við vorum 2005

Ricardo Carvalho, portúgalski miðvörðurinn hjá Chelsea, segir Chelsea-liðið í dag vera betra en það sem vann enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fimmtíu ár vorið 2005. Chelsea er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fjórtán deildarleikjum.

Enski boltinn

Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011

Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana.

Fótbolti

Fernando Torres að verða hundrað prósent maður

Fernando Torres spilar kannski með Liverpool á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að spænski framherjinn sem að komast á fulla ferð eftir að hafa verið frá síðan í byrjun nóvember.

Enski boltinn

West Ham að vinna í því að fá Luca Toni

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur hafið viðræður við þýska liðið Bayern Munchen um að fá Luca Toni til Upton park þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuðina. Luca Toni fær engin tækifæri hjá Louis van Gaal og vill fara frá liðinu.

Enski boltinn

Guardiola, þjálfari Barcelona: Við vorum í vandræðum með Xerez

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, viðurkenndi að liðið sitt hafi verið langt frá sínu besta á móti fallbaráttuliði Xerez í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona vann leikinn 2-0 með marki frá Thierry Henry í upphafi seinni hálfleiks og marki frá Zlatan Ibrahimovic í uppbótartíma.

Fótbolti

Mark Hughes: Arsene Wenger kann ekki að tapa

Mark Hughes, stjóri Manchester City, var ekkert alltof sáttur með Arsene Wenger, stjóra Arsenal eftir að sá síðarnefndi neitaði að taka í höndina á honum eftir 3-0 sigur City á Arsenal í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær.

Enski boltinn