Fótbolti

Jenas á leið undir hnífinn

Það eru talsverð meiðsli í herbúðum Tottenham þessa dagana. Harry Redknapp, stjóri Spurs, staðfesti í dag að Jermaine Jenas þyrfti að fara í aðgerð vegna nárameiðsla og svo þarf Aaron Lennon að hvila næstu sex vikurnar.

Enski boltinn

Ranieri orðaður við ítalska landsliðið

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er talinn koma sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Núverandi landsliðsþjálfari, Marcello Lippi, mun að öllum líkindum hætta með liðið eftir HM.

Fótbolti

Whelan: Vildi ekki leyfa Ramsey að sjá fótinn

Glenn Whelan, leikmaður Stoke City, var manna fyrstur að bregðast við þegar Aaron Ramsey fótbrotnaði illa um helgina. Whelan greip í Ramsey, lagði hann í grasið og reyndi allt sem hann gat svo Ramsey sæi ekki hversu illa hann hefði brotnað.

Enski boltinn

Alves ánægður með endurkomuna

Brasilíumaðurinn Dani Alves snéri aftur í lið Barcelona um helgina er liðið spilaði gegn Malaga. Hann var ánægður með endurkomuna og segist vera í toppstandi.

Fótbolti

Owen frá í nokkrar vikur

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, býst ekki við því að geta nýtt krafta Michael Owen næstu vikurnar eftir að framherjinn tognaði aftan í læri í úrslitum deildarbikarsins í gær.

Enski boltinn

Adebayor: Ég vildi ekki fara frá Arsenal

Emmanuel Adebayor segist vita að hann fái óblíðar móttökur þegar hann spilar næst á Emirates vellinum, heimavelli Arsenal. Hann segir þó að það hafi ekki verið sín ákvörðun að yfirgefa Arsenal á sínum tíma.

Enski boltinn

Pellegrini vill enn meira frá sínum mönnum

Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, segist vilja sá enn meira frá sínum mönnum. Hann er ekki fyllilega sáttur þrátt fyrir gott gengi liðsins að undanförnu, liðið slátraði Tenerife 5-1 í gær.

Fótbolti

Deildabikarinn áfram hjá Man Utd

Manchester United varði í dag deildabikarmeistaratitil sinn með því að leggja Aston Villa 2-1 í úrslitaleik á Wembley leikvanginum. Michael Owen og Wayne Rooney skoruðu fyrir Englandsmeistarana.

Enski boltinn

Aðgerðin á Ramsey vel heppnuð

Tvö bein í hægri fæti Aaron Ramsey hjá Arsenal brotnuðu eftir tæklinguna hræðilegu í leiknum gegn Stoke í gær. Miðjumaðurinn ungi spilar ekki meira á þessu tímabili hið minnsta.

Enski boltinn