Fótbolti

Ronaldo býst við markaleik í kvöld

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, bíður spenntur eftir El Clásico í kvöld eins og öll heimsbyggðin. Þá mætast Barcelona og Real Madrid í svakalegum leik enda eru þau jöfn á toppi spænsku deildarinnar.

Fótbolti

Benitez svarar gagnrýni

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er heldur betur ósáttur við þá gagnrýni sem hann hefur fengið varðandi meðhöndlun sína á Fernando Torres. Benitez fékk að heyra það er hann tók Torres af velli gegn Birmingham um daginn.

Enski boltinn

Sinisa Mihajlovic dreymir um Inter

Sinisa Mihajlovic, þjálfari Catania, viðurkennir að hann eigi sér þann draum að taka við Inter. Líklegt er talið að Jose Mourinho haldi annað eftir tímabilið.

Fótbolti

Aguero ánægður með áhuga Inter

Sergio Aguero, stórstjarna Atletico Madrid, er ánægður með að vera orðaður við ítalska stórliðið Inter. Talið er að þessi argentínski landsliðsmaður verði seldur frá Atletico í sumar.

Fótbolti

Hélt að ekkert yrði úr Messi

Ronald de Boer, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur viðurkennt að hafa ekki haft trú á því að það yrði eitthvað úr Lionel Messi fyrir fimm árum síðan.

Fótbolti

Hugo Lloris næsti markvörður United?

Enskir fjölmiðlar telja Hugo Lloris, markvörð franska liðsins Lyon, líklegastan til að verða næsti markvörður Manchester United. Sir Alex Ferguson er sagður hafa fylgst með Lloris um langt skeið.

Enski boltinn

Vörnin hausverkur fyrir Redknapp

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, mun bíða með það fram á síðustu stundu að tilkynna lið sitt fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Portsmouth á sunnudag.

Enski boltinn

Real Madrid þarf að sparka Messi niður

El Clasico verður annað kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona. Liðin eru hnífjöfn að stigum á toppi deildarinnar en leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem innbyrðis viðureignir gætu skorið úr um hvort liðið verður meistari í lok móts.

Fótbolti

David Villa of dýr miðað við aldur

Guardian greinir frá því að Manchester United hafi hætt við að kaupa spænska sóknarmanninn David Villa frá Valencia þar sem félagið þyrfti að reiða fram 40 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn

Van Persie má byrja að æfa

Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal, hefur fengið grænt ljós á að hefja æfingar af fullum krafti. Hann hefur verið frá síðan í nóvember þegar liðbönd í ökkla sködduðust í vináttulandsleik með Hollandi.

Enski boltinn

Benítez: Eigum okkur tvö markmið

„Við stefnum á sigur í öllum leikjum sem eftir eru," segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. Liðið burstaði Benfica 4-1 í gær og komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Enski boltinn

Aaron Lennon farinn að æfa á ný

Aaron Lennon, vængmaður enska landsliðsins, hefur snúið aftur til æfinga hjá Tottenham. Lennon hefur ekki spilað vegna meiðsla síðan í desember og misst af síðustu nítján leikjum liðsins.

Enski boltinn