Fótbolti

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Fótbolti

Solskjaer: Manchester United getur ennþá náð Chelsea

Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um að Manchester United liðið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir sannfærandi 7-0 sigur Chelsea á Stoke um helgina. United er einu stigi á eftir toppliði Chelsea og með miklu lakari markatölu þegar tveir leikir eru eftir.

Enski boltinn

Hamburg rak þjálfarann nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleikinn

Bruno Labbadia var í dag rekinn sem þjálfari þýska liðsins Hamburg aðeins þremur dögum áður en liðið spilar seinni leikinn sinn á móti Fulham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Labbadia að liðið steinlá 1-5 á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti

Torres hefur áhyggjur af framtíðinni

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um risatilboð Manchester City í Fernando Torres, framherja Liverpool. Þessi spænski landsliðsmaður hefur þó látið hafa eftir sér að hann muni yfirgefa enska boltann ef að hann ákveður að fara frá Liverpool.

Enski boltinn

Tevez burt ef City endar ekki í topp fjórum?

Carlos Tevez, markaskorari Manchester City, er sagður ætla skoða sín mál ef svo fer að City endi ekki í meistaradeildarsæti. Tevez hefur fundið sig vel hjá City í vetur og er búinn að skora 28 mörk það sem af er vetrar.

Enski boltinn

Rangers skoskur meistari

Glasgow Rangers varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu í 53. sinn í sögu félagsins eftir sigur á Hibernian á útivelli, 1-0.

Fótbolti