Fótbolti

Yakubu á óskalista Avram Grant

Avram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, vill fá sóknarmanninn Yakubu Aiyegbeni frá Everton. Það er þó talið að hann þurfi að reiða fram um 9 milljónir punda til að krækja í leikmanninn.

Enski boltinn

Richardson: Ég er bakvörður

Kieran Richardson hefur skrifað undir nýjan samning við Sunderland. Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hyggst nota hann sem vinstri bakvörð á komandi tímabili en síðustu ár hefur Richardson verið að leika framar á vellinum.

Enski boltinn

Inter ekki í vandræðum með City

Patrick Vieira, miðjumaður Manchester City, á yfir höfði sér leikbann og missir líklega af byrjun tímabilsins á Englandi. Hann fékk að líta rauða spjaldið þegar City steinlá 3-0 fyrir Ítalíu- og Evrópumeisturum Inter í nótt.

Enski boltinn

Gomes: Peningar eru ekki allt

Eyðslukolkrabbi Manchester City hefur verið með alla arma úti í sumar og krækt í hvern leikmanninn á fætur öðrum. En peningar eru ekki allt, það segir allavega markvörðurinn Heurelho Gomes.

Enski boltinn

Gerðu það sem þér finnst rétt

„Ég myndi segja honum að gera það sem honum sjálfum finnst rétt að gera. Þetta er mjög persónuleg val og ég get ekki ráðlagt honum neitt," sagði Mathieu Flamini þegar hann var spurður að því hvort hann væri með ráð fyrir Cesc Fabregas.

Enski boltinn

Redknapp ósáttur við tímasetninguna á Ungverjaleiknum

„Getur einhver sagt mér af hverju það er landsleikur í sömu viku og tímabilið hefst?" spyr Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham. Hann er allt annað en sáttur við tímasetninguna á vináttulandsleik Englands og Ungverjalands sem verður þann 11. ágúst næstkomandi.

Enski boltinn

King vill fá annað tækifæri

Knattspyrnumaðurinn Marlon King vonast til þess að fá tækifæri til að koma knattspyrnuferli sínum aftur á beinu brautina en hann er nýbúinn að sitja af sér fangelsisdóm.

Enski boltinn

Garrido kominn til Lazio

Spánverjinn Javier Garrido er farinn frá Manchester City eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu. Hann gekk í dag í raðir Lazio á Ítalíu.

Enski boltinn

Wigan fékk varnarmann frá Twente

Varnarmaðurinn Ronnie Stam er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan frá hollensku meisturunum í FC Twente. Talið er að kaupverðið nemi um tveimur milljónum punda.

Enski boltinn

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon

Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti