Fótbolti

Flaug niður tröppur í miðjum leik - Myndband

Óvenjulegt og skondið atvik átti sér stað í leik Ponte Preta og Santo Andre í Brasilíska boltanum á dögunum. Guilherme leikmaður Ponte Preta var þá á harðaspretti en náði ekki að stöðva sig og endaði einhverstaðar í neðanjarðargöngum leikfabgsins.

Fótbolti

Arsenal kláraði City sannfærandi einum fleiri

Arsenal landaði góðum, 3-0, sigri gegn Manchester City í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega en strax á fimmtu mínútu fékk Dedryck Boyata að líta rauða spjaldið fyrir brot á Marouane Chamakh framherja Arsenal.

Enski boltinn

Neville slapp með skrekkinn

Gary Neville var afar lánsamur að fá ekki rauða spjaldið í leiknum gegn Stoke í dag. Hann tæklaði Matthew Etherington þá hraustlega þegar hann var kominn með gult spjald.

Enski boltinn

Liverpool enn í fallsæti eftir sigur á Blackburn

Liverpool hafði betur í botnbaráttunni gegn Blackburn, 2-1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir á 48.mínútu með góðu skallamarki. Blackburn jafnaði metin þremur mínútum síðar en þá skoraði Jamie Carragher ansi klaufalegt sjálfsmark eftir skot frá El-Hadji Diouf.

Enski boltinn

Rangers sigraði Celtic í toppslagnum

Rangers sigraði Celtic, 3-1, í toppslagnum á Skotlandi í dag. Fyrsta mark leiksins kom rétt fyrir leikhlé en það voru heimamenn í Celtic sem tóku forystuna með marki frá Gary Hooper en hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Fótbolti

Portsmouth heldur lífi

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er nú í betri stöðu og samkvæmt nýjustu fréttum er félagið ekki á leið í gjaldþrot eftir að Sacha Gaydamak fyrrverandi eigandi félagsins komst að samkomulagi um greiðslu upp á 2,2 milljóna punda sem félagið skuldar honum.

Enski boltinn

Man. Utd er ekki búið að vera

Patrice Evra, bakvörður Man. Utd, segir að það sé glórulaust að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni. Hann segir einnig að hann myndi yfirgefa félagið ef hann teldi það ekki lengur vera nógu sterkt til að keppa um titla.

Enski boltinn

Ravanelli vill taka við Boro

Gamli silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli vill komast aftur til Englands og hefur lýst yfir áhuga á að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Middlesbrouh.

Enski boltinn

Kári hafði betur gegn Jóhannesi Karli

Kári Árnason og Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða er þau mættust í ensku C-deildinni í dag. Lið Kára, Plymouth, hafði betur gegn Jóhannesi og félögum í Huddersfield. Lokatölur 2-1 fyrir Plymouth.

Enski boltinn