Fótbolti

Ranieri óttast ekki um starf sitt

Þó svo ítalskir fjölmiðlar keppist við að greina frá því að Claudio Ranieri verði rekinn frá Roma fyrr frekar en síðar heldur þjálfarinn því enn fram að hann sé öruggur í starfi.

Fótbolti

Mourinho er faðir Real Madrid-fjölskyldunnar

Cristiano Ronaldo er duglegur að lýsa því yfir hversu gott lífið sé hjá Real Madrid þessa dagana. Hann segir fína fjölskyldustemningu ríkja og segir að José Mourinho sé faðir Real Madrid-fjölskyldunnar.

Fótbolti

Jermain Defoe ætlar sér að spila Arsenal-leikinn

Jermain Defoe, framherji Tottenham, hefur sett sér markmið í endurhæfingu sinni eftir ökklameiðsli sem áttu að halda honum frá þar til í desember. Defoe ætlar sér að ná nágrannaslagnum við Arsenal sem fer fram á Emirates-vellinum 20. nóvember.

Enski boltinn

Wayne Rooney missir af Manchester-slagnum

Wayne Rooney verður lengur frá en áður var talið en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, greindi frá því í útvarpsviðtali í morgun að ökklameiðsli Rooney séu það slæm að hann snú ekki aftur fyrr en í seinni hluta nóvember-mánaðar.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Rooney nær sér aftur á strik

Cristiano Ronaldo, fyrrum félagi Wayne Rooney hjá Manchester United, er viss um að enski landsliðsframherjinn nái sér aftur á strik eftir erfiðar vikur innan sem utan vallar. Rooney á enn eftir að spila sinn fyrsta leik síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning.

Enski boltinn

Í mér blundar KR-ingur

KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR.

Íslenski boltinn

KSÍ vill halda Sigurði

Flest bendir til þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði áfram þjálfari A-landsliðs kvenna en núverandi samningur hans við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, rennur út um áramótin.

Íslenski boltinn

Stig Töfting: Stefán Gíslason er fórnarlamb

Stig Töfting, sérfræðingur Canal 9 sjónvarpsstöðvarinnar, skilur ekki meðferð Bröndby á íslenska miðjumanninum Stefáni Gíslasyni. Stefán fær ekkert að spila hjá danska úrvalsdeildarliðinu en hann er með samning til ársins 2012.

Fótbolti

Ronaldo skoraði í fyrsta sinn í tvo mánuði

Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði langþráð mark fyrir lið sitt í nótt en þessi markahæsti leikmaður á HM frá upphafi var búinn að bíða í næstum tvo mánuði eftir marki. Ronaldo skoraði mark Corinthians í 1-1 jafntefli á móti Flamengo í brasilísku deildinni.

Fótbolti

Björgvin Karl þjálfar kvennalið KR næsta sumar

Björgvin Karl Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og mun hann taka við liðinu af Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Björgvin Karl skrifaði undir þriggja ára samning en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR.

Íslenski boltinn

Kuyt gæti spilað á móti Chelsea

Dirk Kuyt vonast til þess að geta spilað á ný með Liverpool þegar liðið tekur á móti toppliði Chelsea á Anfield um þar næstu helgi. Kuyt hefur verið frá síðan í byrjun mánaðarins eftir að hafa meiðst í leik með hollenska landsliðinu en í fyrstu var búist við því að hann yrði frá í heilan mánuð.

Enski boltinn

Javier Hernandez var næstum því hættur í fótbolta árið 2009

Javier Hernandez er nýjasta stjarnan á Old Trafford eftir að hafa tryggt Manchester United sigur í síðustu tveimur leikjum og skorað sex mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum með United. Faðir Javier Hernandez sagði The Sun frá því að hann strákurinn hafi næstum því valið viðskiptanám yfir fótboltann fyrir tveimur árum.

Enski boltinn