Fótbolti

Redknapp vongóður um að halda Bale

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er vongóður um að halda stórstjörnunni Gareth Bale hjá félaginu þó svo að liðinu myndi ekki takast að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Enski boltinn

Gerrard kom Liverpool til bjargar

Steven Gerrard var hetja Liverpool enn eina ferðina í kvöld er Liverpool lagði Napoli, 3-1, í Evrópudeild UEFA. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool í leiknum.

Fótbolti

Lech Poznan skellti Man. City

Pólska liðið Lech Poznan gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Man. City í Evrópudeild UEFA, 3-1. Annað mark Poznan var afar skrautlegt. Varnarmaður City skallaði í Arboleda og af honum fór boltinn í netið. Arboleda tognaði síðan við að fagna markinu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og það var þrumufleygur af löngu færi.

Fótbolti

Zidane og Materazzi hittust í gær í fyrsta sinn síðan á HM 2006

Viðskipti Frakkans Zinedine Zidane og Ítalans Marco Materazzi í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006 gleymast seint en þau enduðu á því að Zidane stangaði Materazzi í brjóstkassann og fékk rautt spjald að launum. Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í gær eftir að allt sauð upp úr á Ólympíuleikvanginum í Berlín 9. júlí 2006.

Fótbolti

Kristinn dæmir einvígi Drillo og Trapattoni

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi. Þetta er alþjóðlegur leikdagur en sama dag fer íslenska landsliðið til Tel Aviv og spilar við Ísrael.

Fótbolti

Lahm hjá Bayern til 2016

Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2016.

Fótbolti

Anelka aldrei spilað betur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Nicolas Anelka hafi aldrei spilað betur á ferlinum en einmitt nú. Hann átti ríkan þátt í 4-1 sigri Chelsea á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti

Mourinho: Seinna mark Inzaghi var ólöglegt

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði það vera sanngjarnt að sitt lið hefði fengið stig gegn AC Milan í kvöld. Hann var líka á því að seinna mark Inzaghi hefði verið ólöglegt þar sem Inzaghi hefði verið rangstæður.

Fótbolti