Fótbolti

Alexander Hleb lánaður til Wolfsburg

Barcelona hefur lánað Hvít-Rússann Alexander Hleb til þýska liðsins Wolfsburg. Hleb hefur átt erfitt uppdráttar í boltanum síðan hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal árið 2008.

Fótbolti

Guðmundur Reynir æfir með Brann

Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali.

Íslenski boltinn

Drogba dregur sig úr landsliðshópnum

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur dregið sig úr landsliðshópi Fílabeinsstrandarinnar sem mætir Rúanda í undankeppni Afríkukeppninnar á laugardag. Drogba meiddist í leik Chelsea gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður

„Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld.

Íslenski boltinn

Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið.

Íslenski boltinn

Coates semur við Liverpool - arftaki Carragher fundinn

Liverpool hefur gengið frá kaupum á miðverðinum Sebastian Coates frá Nacional í Úrúgvæ. Coates, sem er tvítugur, skrifaði undir langtímasamning við Liverpool. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1.3 milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn

Soffía: Erum bestar á landinu

„Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt

Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum.

Íslenski boltinn

FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna

FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.

Íslenski boltinn

KR-liðið fór í óvissuferð í dag

KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni.

Íslenski boltinn