Fótbolti

Ólafur: Náðum ekki að skapa þá þyngd sem þarf

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði kraft í sóknarleik síns liðs vanta til að ná að taka þrjú stig í Keflavík í kvöld en sætti sig þó við stigið. „Þrjú hefðu yljað en við tökum þessu stigi,“ sagði Ólafur eftir leikinn sem fór 1-1.

Íslenski boltinn

Óli Baldur: Svona móment koma örsjaldan

"Þetta eru bara svona móment sem koma örsjaldan, nánast aldrei. Ég sneri baki í markið. Það kom hár bolti á mig og það var ekki mikið annað sem ég gat gert," sagði Óli Baldur Bjarnason leikmaður Grindavíkur. Hann tryggði sínum mönnum stig gegn KR í kvöld með sannkölluðu draumamarki.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Metið skiptir engu máli núna

Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild í kvöld er hann skoraði seinna mark ÍBV í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Tryggvi gat ekki fagnað metinu í kvöld enda hundfúll að hafa tapað.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum

Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum.

Íslenski boltinn

Ambrosini verður frá í 2-3 vikur

Massimo Ambrosini, leikmaður AC Milan, verður frá næstu 2-3 vikurnar þar sem hann meiddist á öxl í leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Umfjöllun: KR á toppinn þrátt fyrir jafntefli

KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Heimir tefldi djarft og tapaði

Stjörnumenn skutu Eyjamenn niður úr toppsæti Pepsi-deildarinnar í kvöld er þeir unnu góðan 3-2 sigur á teppinu. Stjarnan því enn í baráttunni um Evrópusæti en Eyjamenn verða að vinna KR á sunnudag til að halda alvöru lífi í titilvonum sínum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsmenn felldu Víkinga niður um deild

Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk.

Íslenski boltinn

Ferguson: Berbatov fær sín tækifæri

Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, hefur lítið fengið að spila með liðinu í upphafi tímabilsins en stjóri liðsins, Alex Ferguson, segir að hann muni fá sín tækifæri til að sanna sig.

Enski boltinn