Fótbolti

Ólafur búinn að velja Portúgalshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og síðasti leikur íslenska A-landsliðsins undir stjórn Ólafs.

Íslenski boltinn

Roberto Carlos verður spilandi þjálfari hjá Anzhi

Rússneska liðið Anzhi Makhachkala hefur rekið þjálfarann Gadzhi Gadzhiyev eftir dapurt gengi liðsins að undanförnu. Það er aðeins einn mánuður síðan Anzhi keypti Samuel Eto'o frá Inter Milan. Brasilíumaðurinn Roberto Carlos verður spilandi þjálfari hjá Anzhi.

Fótbolti

Holden frá í sex mánuði til viðbótar

Bolton varð fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að bandaríski miðjumaðurinn Stuart Holden verður frá næstu sex mánuðina. Hann er nýkominn aftur af stað eftir að hafa slitið krossband í mars síðstliðnum.

Enski boltinn

Fotbollskanalen: Lars Lagerbäck er í viðræðum við KSÍ

Sænski vefmiðillinn, Fotbollskanalen, hefur heimildir fyrir því að Lars Lagerbäck sé í viðræðum við íslenska knattspyrnusambandið um að taka við íslenska landsliðinu. Lagerbäck hitti forseta austurríska sambandsins í vikunni en síðan varð ekkert úr því að hann tæki við landsliði Austurríkis.

Íslenski boltinn

Vitum að við erum með betra lið en mörg önnur

"Það er aldrei gaman að þurfa að taka sér frí frá fótbolta. En ef andlegi þátturinn er ekki 100 prósent þá ertu bara hálfur maður,“ sagði Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fréttablaðið um ástæður þess að hann missti af tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.

Enski boltinn

Tevez vikið frá störfum í tvær vikur

Manchester City birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þess efnis að félagið hefði vikið Carlos Tevez frá störfum í mest tvær vikur á meðan að rannsókn á atburðum gærkvöldsins fer fram.

Enski boltinn

Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.

Fótbolti