Fótbolti

Beckham ákveður sig um jólin

David Beckham liggur undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína. Samningur hans við LA Galaxy er að renna út í nóvember og enginn skortur er á tilboðum.

Fótbolti

Lagerbäck: Eiður Smári er besti leikmaður Íslands

Lars Lagerbäck var í dag ráðinn sem þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Svíinn tekur við starfinu með formlegum hætti í janúar en hann hefur náð góðum árangri me landslið Svía á undanförnum árum. Hann telur að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn besti leikmaður Íslands en Lagerbäck telur að Ísland hafi verið tiltölulega heppið þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Íslenski boltinn

Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard

Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin.

Enski boltinn

Geir og Þórir hittu Keane

Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara.

Íslenski boltinn

Barnið í Bebeto-fagninu að æfa með Flamengo

Brasilíumaðurinn Bebeto öðlaðist heimsfrægð þegar hann tileinkaði marki sínu gegn Hollandi á HM 1994 nýfæddu barni sínu á eftirminnilegan máta. Sonurinn, Matheus, er nú orðinn sautján ára gamall og byrjaður að æfa með brasilíska liðinu Flamengo.

Fótbolti

Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari

Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Enski boltinn

Alan Shearer myndi taka Rooney með á EM

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er á því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi að velja Wayne Rooney í lokahópinn sinn fyrir Evrópumótið í Úkraínu og Póllandi þótt að enski framherjinn verði í banni í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar.

Fótbolti

Bale: Við ætlum á HM 2014

Velski vængmaðurinn Gareth Bale er á því að Wales sé með nógu sterkt lið til þess að komast á lokakeppni HM í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti

Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.

Fótbolti

Gunnar aðstoðar Zoran

Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic.

Íslenski boltinn