Fótbolti

Puyol ætlar að spila í níu ár í viðbót

Hinn 33 ára gamli varnarmaður Barcelona, Carles Puyol, er alls ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna og hefur stefnt að því að spila í níu ár viðbót. Menn sem eru þokkalegir í stærðfræði ættu þar með að hafa náð því að Puyol hættir þegar hann er 42 ára.

Fótbolti

Defoe hefur ekki í hyggju að fara frá Tottenham

Jermain Defoe, framherji Tottenham, segist ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu og hann hefur engan áhuga á því að fara fram á að verða seldur. Defoe hefur ekki fengið allt of mörg tækifæri í vetur og orðrómur fór af stað að hann vildi komast frá Spurs í janúar.

Enski boltinn

Anderson frá fram í febrúar

Man. Utd varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Anderson yrði frá fram í febrúar vegna meiðsla. Er ekki á bætandi þar sem Tom Cleverley er einnig meiddur.

Enski boltinn

David Beckham með fín tilþrif í blindrafótbolta

Fótboltamaðurinn David Beckham gegnir því hlutverki að vera sendiherra ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í London á næsta ári. Í myndbandinu sem tengt er við fréttina reynir Beckham fyrir sér í fótbolta með blindum leikmönnum. Fróðlegt er að sjá tilþrifin hjá hinum heimsþekkta leikmanni við slíkar aðstæður.

Fótbolti

AC Milan byrjað að tala við umboðsmann Tevez

Ítalskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að forráðamenn AC Milan séu farnir að vinna markvisst að því fá Carlos Tevez til liðsins eftir áramót. Tevez hefur skrópað á allar æfingar hjá Manchester City að undanförnu og heldur sig hjá fjölskyldu sinni í Argentínu.

Enski boltinn

Barcelona njósnar um Bale

Barcelona er ekki búið að missa áhugann á Gareth Bale, leikmanni Tottenham. Njósnarar frá félaginu voru staddir á leik Spurs og Aston Villa í þeim tilgangi að fylgjast með Bale.

Enski boltinn

Beckham byrjaður að ræða við PSG

Brasilíumaðurinn Leonardo, íþróttastjóri PSG, hefur staðfest að félagið sé búið að hefja viðræður við David Beckham. Félagið hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Beckham síðustu vikur.

Fótbolti

Heiðar er tæpur fyrir næsta leik QPR

Heiðar Helguson, sóknarmaður QPR, hefur ekkert getað æft með liði sínu í vikunni eftir að hann varð fyrir meiðslum í leik liðsins gegn Stoke um helgina. QPR vann leikinn, 3-2, og skoraði Heiðar tvö mörk þrátt fyrir að hafa fengið þungt högg í andlitið snemma leiks.

Enski boltinn

Allir búnir að fá nóg af þessu máli

Heiðar Helguson segir að leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins QPR séu orðnir óþreyjufullir eftir niðurstöðu í kynþáttaníðsdeilu John Terry og Anton Ferdinand. Stemningin innan leikmannahópsins sé þó góð.

Enski boltinn

Göteborg vill selja Elmar

Það er enn algjör óvissa í málum Theodórs Elmars Bjarnasonar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við IFK Göteborg en félagið vill selja hann þar sem hann er ekki inni í myndinni hjá þjálfara félagsins.

Fótbolti

Socrates leggur flöskuna á hilluna

Brasilíska goðsögnin Socrates, 57 ára, viðurkennir að hafa átt í erfiðleikum í baráttunni við Bakkus á árum áður en segist ekki vera alki. Socrates hefur í tvígang verið lagður inn á spítala vegna lifrarvandamála og innvortis blæðinga.

Fótbolti

Villa-Boas: Ensku liðin eiga erfitt í Meistaradeildinni

Pressan á Andre Villa-Boas, þjálfara Chelsea, er orðinn enn meiri eftir 2-1 tap á móti Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld en Chelsea-liðið hefur þar með tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni:

Fótbolti