Fótbolti

Ranieri neitar að hætta

Það er farið að hitna hraustlega undir Claudio Ranieri, þjálfara Inter, eftir þriðja tap Inter í röð. Þjálfarinn sjálfur hefur ekki í hyggju að segja starfi sínu lausu.

Fótbolti

Matthías átti stórleik með Start

Matthías Vilhjálmsson var ekki nema eina mínútu að koma sér á blað hjá sínu nýja félagi, Start. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start gegn Bryne í æfingaleik.

Fótbolti

Villas-Boas óttast ekki um starf sitt

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að hvorki starf hans né tímabil Chelsea sé undir í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli. Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Birmingham í enska bikarnum í dag.

Enski boltinn

Ekkert óvænt í enska bikarnum

Það var ekkert um óvænt úrslit í enska bikarnum í dag. Bæði Everton og Bolton lögðu andstæðinga sína úr neðri deildum frekar sannfærandi og eru komin í átta liða úrslit keppninnar.

Enski boltinn

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Enski boltinn

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Fótbolti

Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

Fótbolti