Fótbolti

Koscielny: Við gáfum allt okkar í þetta

Laurent Koscielny skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en þessi frábæri sigur dugði ekki enska liðinu þar sem fyrri leikurinn tapaðist 0-4 á Ítalíu.

Fótbolti

Chelsea sló út Birmingham í fyrsta leik Di Matteo

Roberto Di Matteo byrjar vel sem stjóri Chelsea því hann stýrði liðinu til 2-0 útisigurs á b-deildarliði Birmingham í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea tryggði sér þar með heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitum keppninnar.

Enski boltinn

Benfica komst áfram en naumlega þó

Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt.

Fótbolti

Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit

Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi.

Fótbolti

Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína

Fanndís Friðriksdóttir opnaði markareikning sinn með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í gær þegar hún tryggði íslensku stelpunum 1-0 sigur á Kína og þar með leik á móti Dönum um fimmta sætið í Algarvebikarnum.

Íslenski boltinn

Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu.

Fótbolti

Villas-Boas í leynilegum viðræðum við Roma

Það er ansi margt sem bendir til þess að portúgalski þjálfarinn Andre Villas-Boas, sem var rekinn frá Chelsea, fari næst til Ítalíu. Hann hefur lengi verið orðaður við Inter og nú greina fjölmiðlar frá því að hann sé í leynilegum viðræðum við Roma. Hermt er að Villas-Boas hafi hitt Franco Baldini, framkvæmdastjóra Roma, í London.

Fótbolti

Gylfi betri en Lampard

Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili.

Enski boltinn

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.

Íslenski boltinn

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Ryan Giggs | heiðursmyndband

Ryan Giggs er enn í aðalhlutverki hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þrátt fyrir að vera á 39. aldursári. Nýverið lék Giggs sinn 900. leik fyrir Man Utd en Giggs hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 1991.

Enski boltinn

Svekkjandi hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí.

Fótbolti

Vill ekki taka áhættu með Katrínu og Þórunni

Þórunn Helga Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir gátu ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Kína í Algarvebikarnum í dag og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, telur ólíklegt að þær geti verið með í leiknum um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Þórunn Helga hefur ekkert spilað á mótinu og Katrín spilaði 27 síðustu mínúturnar í fyrsta leiknum á móti Þýskalandi.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: 25 sendingar og mark

Enska úrvalsdeildarliði Fulham lék sér að Wolves um helgina þegar liðin áttus við á Craven Cottage heimavelli Fulham. Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í Wolves fengu á sig 5 mörk án þess að svara fyrir sig og eitt marka Fulham var skorað eftir 25 sendingar. Farið var yfir gang mála í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Íslensku stelpurnar voru mun betri

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var ánægður með leik liðsins í dag en íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér leik um fimmta sætið á mótinu. Sigurður Ragnar sagði það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði það ellefu mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Defoe kann vel við sig í Z-14 svæðinu

Jermain DeFoe skoraði sitt 9 deildarmark um helgina í 3-1 tapleik Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United. Defoe hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham en hann kann vel við sig í Z-14 eins og Guðmundur Benediktsson benti á í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn