Fótbolti

Emil meiddist í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Fótbolti

Hannes og Birkir höfðu betur á móti Steinþóri

Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann 3-1 heimasigur á Sandnes Ulf í norku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 78 mínúturnar með nýliðum Sandnes Ulf.

Fótbolti

Muamba birti mynd af sér á Twitter

Fabrice Muamba er á góðum batavegi eftir hjartastopp en í dag birtist fyrsta myndin af honum eftir að hann hneig niður í leik með liði sínu, Bolton, fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Enski boltinn

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Enski boltinn

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Enski boltinn

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Íslenski boltinn

Di Maria klár í bátana

Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Fótbolti