Fótbolti

Wenger: Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn

Arsenal afhenti Manchester United nánast enska meistaratitilinn á silfurfati með því að vinna Manchester City 1-0 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Alfreð afgreiddi Skúla Jón og félaga | Skoraði tvö

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði bæði mörk Helsingborg í 2-1 heimasigri á Skúla Jón Friðgeirssyni og félögum í Elfsborg. Alfreð kom Helsingborg í 1-0 í byrjun leiks og skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Fótbolti

Sir Alex: Þetta var rangstaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi eftir sigurleikinn á móti Queens Park Rangers í dag að hans lið átti aldrei að fá vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR í upphafi leiksins en Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði vítið.

Enski boltinn

Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City

Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza

Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark.

Fótbolti

Skorar ekki enn á Liberty

Gylfa Þór Sigurðssyni tókst ekki að opna markareikning sinn á heimavelli í gær þegar Swansea City tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti fleiri skot en allt Newcastle-liðið til samans.

Enski boltinn