Fótbolti Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. Enski boltinn 21.3.2012 14:00 Sara og Þóra í beinni á Eurosport 2 Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni í dag þegar sænska liðið LdB Malmö heimsækir 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21.3.2012 13:30 Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. Enski boltinn 21.3.2012 12:30 Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. Enski boltinn 21.3.2012 11:45 Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. Fótbolti 21.3.2012 11:15 Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina. Fótbolti 21.3.2012 10:45 Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. Fótbolti 21.3.2012 10:15 Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. Enski boltinn 21.3.2012 09:45 Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. Enski boltinn 21.3.2012 07:00 Ferðuðust með rútu til Þýskalands Íslendingaliðið Malmö mætir þýska liðinu Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Þetta er seinni leikur liðanna en Malmö vann fyrri leikinn 1-0 með marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Þóra B. Helgadóttir átti einnig mjög góðan leik í marki Malmö og þær báðar verða báðar í byrjunarliði Malmö í dag. Fótbolti 21.3.2012 06:00 Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1. Fótbolti 20.3.2012 22:16 Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. Enski boltinn 20.3.2012 21:37 Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi. Íslenski boltinn 20.3.2012 21:11 Terry verður ekki með gegn Man. City John Terry, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar hans lið mætir Man. City í enska boltanum annað kvöld. Enski boltinn 20.3.2012 18:00 Mancini er sannfærður um að Man City verði meistari Það ríkir mikil spenna fyrir leikina i ensku úrvalsdeildinni sem fram fara annað kvöld. Manchester City, Tottenham, Chelsea og Liverpool verða öll í eldlínunni. Manchester United er með fjögurra stiga forskot á Man City í efsta sæti deildarinnar að loknum 29 leikjum en nágrannaliðið á leik til góða í kvöld þar sem Man City tekur á móti Chelsea. Enski boltinn 20.3.2012 16:30 Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. Fótbolti 20.3.2012 16:01 Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. Enski boltinn 20.3.2012 15:59 Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. Enski boltinn 20.3.2012 14:15 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Þýski handboltinn, Spánarspark og enski boltinn eru í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá. Íslendingaliðið Füchse Berlin tekur á móti Gummersbach í þýska handboltanum og Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti jafnað og bætt markametið hjá Barcelona á Spáni. Fótbolti 20.3.2012 13:30 Jürgen Klopp þjálfari Dortmund orðaður við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, er í dag nefndur til sögunnar sem einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Chelsea. Hinn 44 ára gamli Þjóðverji er samkvæmt heimildum Sportsmail ofarlega á óskalistanum hjá Roman Abramovich eiganda Chelsea. Fótbolti 20.3.2012 12:00 Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. Fótbolti 20.3.2012 11:30 Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli. Fótbolti 20.3.2012 10:30 Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. Enski boltinn 20.3.2012 09:45 Red Bulls hefur meiri áhuga á Ireland en Ballack Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack hefur ákveðið að spila í Bandaríkjunum í sumar og skrifa þar lokakaflann í glæsta knattspyrnusögu sína. Ballack sjálfur hefur mestan áhuga á því að ganga í raðir NY Red Bulls, sem Guðlaugur Victor Pálsson og Thierry Henry spila með, en félagið virðist aftur á móti ekki hafa mikinn áhuga á Þjóðverjanum. Fótbolti 19.3.2012 23:30 Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. Enski boltinn 19.3.2012 22:30 Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. Enski boltinn 19.3.2012 17:15 Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. Enski boltinn 19.3.2012 16:30 Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. Enski boltinn 19.3.2012 15:45 Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. Enski boltinn 19.3.2012 13:30 Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Enski boltinn 19.3.2012 12:00 « ‹ ›
Vieira: Veikleikamerki hjá Man. United að þurfa að kalla á Scholes Patrick Vieira, yfirmaður þróunarmála hjá Manchester City, heldur því fram að endurkoma Paul Scholes inn í lið Manchester United sýni veikleikamerki á ensku meisturunum. Scholes lagði skóna á hilluna í vor en þó tók þá aftur fram í janúar. Enski boltinn 21.3.2012 14:00
Sara og Þóra í beinni á Eurosport 2 Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni í dag þegar sænska liðið LdB Malmö heimsækir 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21.3.2012 13:30
Hvað erum að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það eru fimm leikir á dagskrá í kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og toppbaráttan á Englandi og Spáni er þar í aðalhlutverki. Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni fara fram og þar eru flest af toppliðum deildarinnar að spila. Leikjum kvöldsins verður gerð góð skil í Sunnudagsmessunni sem er á dagskrá kl. 21:45 í kvöld. Enski boltinn 21.3.2012 12:30
Jürgen Klopp ætlar sér ekki að taka við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska meistaraliðsins Borussia Dortmund, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Klopp sagði í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að hann myndi afþakka tilboð frá Chelsea ef það bærist. Enski boltinn 21.3.2012 11:45
Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar. Fótbolti 21.3.2012 11:15
Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina. Fótbolti 21.3.2012 10:45
Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. Fótbolti 21.3.2012 10:15
Muamba hefur sýnt ótrúlegar framfarir | Coyle er bjartsýnn Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, sagði við fréttamenn í gær að það væru einhverjar líkur á því að hinn 23 ára gamli Muamba gæti náð fyrri styrk á ný. Enski boltinn 21.3.2012 09:45
Tevez verður líklega í hópnum hjá City Það fer fjöldi stórleikja fram í enska boltanum í kvöld en stærsti leikurinn er viðureign Man. City og Chelsea. Chelsea hefur verið á fínu flugi síðan Andre Villas-Boas var rekinn sem stjóri félagsins og Roberto Di Matteo tók við stjórnartaumunum. Að sama skapi hefur Man. City verið að gefa eftir og liðið hefur sérstaklega verið í vandræðum með að skora upp á síðkastið. Enski boltinn 21.3.2012 07:00
Ferðuðust með rútu til Þýskalands Íslendingaliðið Malmö mætir þýska liðinu Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Þetta er seinni leikur liðanna en Malmö vann fyrri leikinn 1-0 með marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Þóra B. Helgadóttir átti einnig mjög góðan leik í marki Malmö og þær báðar verða báðar í byrjunarliði Malmö í dag. Fótbolti 21.3.2012 06:00
Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1. Fótbolti 20.3.2012 22:16
Jói Kalli í sigurliði hjá Huddersfield Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr í liði Huddersfield í kvöld en Huddersfield vann þá góðan útisigur á Chesterfield, 0-2. Enski boltinn 20.3.2012 21:37
Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi. Íslenski boltinn 20.3.2012 21:11
Terry verður ekki með gegn Man. City John Terry, fyrirliði Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar hans lið mætir Man. City í enska boltanum annað kvöld. Enski boltinn 20.3.2012 18:00
Mancini er sannfærður um að Man City verði meistari Það ríkir mikil spenna fyrir leikina i ensku úrvalsdeildinni sem fram fara annað kvöld. Manchester City, Tottenham, Chelsea og Liverpool verða öll í eldlínunni. Manchester United er með fjögurra stiga forskot á Man City í efsta sæti deildarinnar að loknum 29 leikjum en nágrannaliðið á leik til góða í kvöld þar sem Man City tekur á móti Chelsea. Enski boltinn 20.3.2012 16:30
Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik. Fótbolti 20.3.2012 16:01
Mikilvægur sigur hjá Blackburn Blackburn reif sig aðeins frá liðunum í fallsætum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann afar mikilvægan heimasigur á Sunderland, 2-0. Enski boltinn 20.3.2012 15:59
Mancini vill betra og nákvæmara eftirlit Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að gera þurfi breytingar á eftirliti með heilsufari leikmanna hjá enskum félagsliðum. Mancini var sjálfur undrandi á þeim aðferðum sem notaðar voru á Englandi þegar hann kom til Man City fyrir tveimur árum. Ítalinn er á þeirri skoðun að leikmenn eigi að fara í tvær ítarlegar heilsufarsskoðanir á hverju ári. Enski boltinn 20.3.2012 14:15
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Þýski handboltinn, Spánarspark og enski boltinn eru í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá. Íslendingaliðið Füchse Berlin tekur á móti Gummersbach í þýska handboltanum og Argentínumaðurinn Lionel Messi gæti jafnað og bætt markametið hjá Barcelona á Spáni. Fótbolti 20.3.2012 13:30
Jürgen Klopp þjálfari Dortmund orðaður við Chelsea Jürgen Klopp, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, er í dag nefndur til sögunnar sem einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska stórliðsins Chelsea. Hinn 44 ára gamli Þjóðverji er samkvæmt heimildum Sportsmail ofarlega á óskalistanum hjá Roman Abramovich eiganda Chelsea. Fótbolti 20.3.2012 12:00
Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00. Fótbolti 20.3.2012 11:30
Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli. Fótbolti 20.3.2012 10:30
Muamba spurði um son sinn | er á batavegi en ástandið er alvarlegt Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er á hægum batavegi eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham s.l. laugardag. Hinn 23 ára gamli Muamba er enn í lífshættu en hann hefur m.a. rætt við fjölskyldu sína á gjörgæsludeildinni og hann spurði um son sinn skömmu eftir að hann fékk meðvitund á ný. Enski boltinn 20.3.2012 09:45
Red Bulls hefur meiri áhuga á Ireland en Ballack Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack hefur ákveðið að spila í Bandaríkjunum í sumar og skrifa þar lokakaflann í glæsta knattspyrnusögu sína. Ballack sjálfur hefur mestan áhuga á því að ganga í raðir NY Red Bulls, sem Guðlaugur Victor Pálsson og Thierry Henry spila með, en félagið virðist aftur á móti ekki hafa mikinn áhuga á Þjóðverjanum. Fótbolti 19.3.2012 23:30
Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall. Enski boltinn 19.3.2012 22:30
Suarez vill skrifa undir nýja samning Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool. Enski boltinn 19.3.2012 17:15
Muamba sýnir framfarir | berst enn fyrir lífi sínu Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, er enn í lífshættu eftir að hjarta hans stöðvaðist í leik gegn Tottenham á laugardaginn. Bolton sendi hinsvegar frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem kemur fram að hinn 23 ára gamli Muamba hafi sýnt framfarir á undanförnum klukkustundum. Enski boltinn 19.3.2012 16:30
Di Matteo: Ég vann ekki á bak við tjöldin gegn Villas-Boas Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki unnið að því á bak við tjöldin að koma Andre Villas-Boas frá félaginu. Di Matteo tók við enska úrvalsdeildarliðinu eftir að Villas-Boas var rekinn og töldu margir að Di Matteo hafi átt sinn þátt í því að Portúgalinn var rekinn. Enski boltinn 19.3.2012 15:45
Ferguson vill fá meiri hraða í lið Man Utd | umboðsmaður Berbatov tjáir sig Hinn 31 árs gamli framherji Dimitar Berbatov skoraði 20 mörk á síðasta tímabili fyrir Englandsmeistaralið Manchester United. Búlgarinn hefur þrátt fyrir það ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Man Utd og er hann á förum frá liðinu í sumar. Umboðsmaður Berbatov segir að Sir Alex Ferguson ætli sér að breyta um leikstíl hjá Man Utd á næstu árum og Berbatov hafi ekki passað inn í þau plön. Enski boltinn 19.3.2012 13:30
Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Enski boltinn 19.3.2012 12:00